KermitTheFrog skrifaði:Bilanatíðni á BenQ skjám er alveg furðulega lítil. Þó er ég ekki að taka inn staka pixla sem, jú, falla ekki undir ábyrgðarbilun.
Eins og playman bendir réttilega á er líklegt að, sama hvaða skjá þú endar með, að BenQ hafi framleitt panelinn í hann og því myndi ég segja að þú værir betur settur með BenQ alla leið í gegn.
Ef Tölvutek taka ekki staka pixla í ábyrgð þá er enn meiri ástæða til að forðast BenQ. Það að framleiðendur telji það ekki falla undir ábyrgð að einn pixill bili kemur íslenskum neytendum EKKERT við, ef varan er gölluð, þá er hún gölluð. Hún þarf ekki að vera x-mikið gölluð til að neytandi eigi rétt á úrbótum.
Fólk greinilega leyfir verzlunum bara að komast upp með að segja að hlutir séu ekki undir ábyrgð, ef slíkt mál færi fyrir íslenskan rétt þá er ég öruggur á því að neytandinn myndi alltaf vinna málið og fá nýjan skjá eða skjáinn endurgreiddan.
Varðandi það að BenQ framleiði gott sem alla panela í skjám sem seldir eru hér á landi, þá er það einfaldlega bull. BenQ voru um áramótin 2010-2011 með um 10% markaðshlutdeild í litlum LCD skjám (s.s. tölvuskjám, ekki sjónvörpum), en með meiri markaðshlutdeild voru Asus, Acer og ViewSonic. Hvað stærri skjáina varðar að þá eiga LG og Samsung bróðurpartinn af þeim.
Þó svo að markaðshlutdeild þeirra hafi mögulega hækkað eitthvað á síðastliðnum 20 mánuðum, þá erum við aldrei að tala um nema einhver prósentustig.
Til að gera langa sögu stutta, ekki láta sölumenn ljúga ykkur fulla af bulli um hvað fellur undir ábyrgð né að allir skjáir séu framleiddir af sama aðila.