Síða 1 af 1

HTPC - Ráð ?

Sent: Mið 29. Ágú 2012 00:06
af 135791
Sælir,

Ég er s.s með HTPC vél sem ég er að nota Windows 7 m/windows media center við (Finnst það einfaldara og þægilegara en XBMC og konan lærði á það ASAP!)

Vandamálið er að í full HD gæðum er ég að lenda í laggi, er að spá hvað gæti verið að valda því.

Speccar:

Örri - AMD Athlon 64 X2 Dual Core 4400+ 2,31 GHz
Minni: 3gb ddr2
Skjákort: MSi Nvidia GT620v(Sá sem seldi mér þetta hélt því fram að þetta væri yfirdrifið nóg fyrir HTPC þó svo að ég væri með efni í full HD)
Móðurborð: Nenni ekki að standa upp til að kíkja á það.. :oops:


Þetta er síðan í Antec Fusion kassa (http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... cts_id=812) og tengt með HDMI snúru í 40" Sony Bravia tæki sem styður auðvitað Full HD..fjarstýringin er btw snilld í alla staði og ég hef ekki lent í neinum vandræðum með þetta, skjárinn framaná kassanum virkar einsog engin sé morgundagurinn og almennt séð er tölvan mjög smooth.

Kveikti t.d á Avatar í kvöld, en um leið og "náttúran" kom í ljós fór allt í hikkst og leiðindi.
Hvað getur verið að valda ?

Endilega koma með ráðleggingar ef þið eigið eitthverjar!

*****************************************************
Einnig langar mig að bæta við hérna:
Ég er að verða brjálaður á viftunum í þessari vél!
Er ekki málið að skella sér bara í vatnskælingu á þetta ?! - er það svo til hljóðlaust ?
Og hverju mynduð þið mæla með ?

Re: HTPC - Ráð ?

Sent: Mið 29. Ágú 2012 00:59
af Hj0llz
Ertu með XBMC uppsett einnig á vélinni?
Ef ekki, prufaðu að setja það upp og runna Avatar og sjá hvernig það kemur út.
Gætir einnig prufað VLC player.
Skjákortið er meira en nóg til að höndla 1080p mynd.

Re: HTPC - Ráð ?

Sent: Mið 29. Ágú 2012 01:13
af 135791
XBMC er líka, reyndar ekki búin að láta á það reyna en ég fæ líka lagg í VLC..

Re: HTPC - Ráð ?

Sent: Mið 29. Ágú 2012 01:26
af Hj0llz
Veit það þetta hljómar heimskulega...en ertu ekki örugglega að tengja hdmi í skjákortið en ekki á móðurborðinu.. og ertu með nýjustu drivera frá nVidia uppsetta í vélinni?
Svo með vatnskælingarnar þá þarftu viftur til að kæla rads þannig að ég myndi mæla frekar með góðum silent viftum(low speed en samt ágætis airflow)

Re: HTPC - Ráð ?

Sent: Mið 29. Ágú 2012 01:31
af 135791
Hj0llz skrifaði:Veit það þetta hljómar heimskulega...en ertu ekki örugglega að tengja hdmi í skjákortið en ekki á móðurborðinu.. og ertu með nýjustu drivera frá nVidia uppsetta í vélinni?
Svo með vatnskælingarnar þá þarftu viftur til að kæla rads þannig að ég myndi mæla frekar með góðum silent viftum(low speed en samt ágætis airflow)


Hehe, það er ekki HDMI á móðurborðinu þannig að það getur ekki verið málið..allir driverar uppsettir í nýjustu útfærslu (held ég).. spurning með þessar silent viftur, eitthvað spes sem þú mælir með ?

Re: HTPC - Ráð ?

Sent: Mið 29. Ágú 2012 08:51
af hagur
Þú ert væntanlega að horfá Avatar á blue-ray ripp-i? Þ.e .mkv skrá með .h264 encoded videó?

Örgjörvinn sem þú ert með er alveg á mörkunum að höndla svoleiðis. Skjákortið nýtist ekkert í svona afspilun nema viðkomandi spilari styðji hardware accelerated video (DXVA2). Það gerir Windows Media Center ekki, nema e.t.v. með einhverju mega mixi, eftir því sem ég best veit.

XBMC gerir það hinsvegar out of the box. Þarf bara að passa að sá valmöguleiki sé virkur einvherstaðar undir video settings.

Re: HTPC - Ráð ?

Sent: Mið 29. Ágú 2012 10:17
af AntiTrust
XBMC flókið?

Þá ertu bara að nota lélegt skin eða ekki búinn að setja það rétt upp með libraries og tilheyrandi stillingum. Ég hef séð 4-5 ára nota XBMC með fínum árangri heima hjá mér ;)

Plex er svo annar kostur, aðeins meira straight forward en XBMC í notkun, örlítið meiri uppsetning á bakvið það þó.

Re: HTPC - Ráð ?

Sent: Mið 29. Ágú 2012 10:48
af mind
Náðu þér í XBMCbuntu og USB lykil. Ræstu tölvuna upp af því , spilaðu myndina.
http://xbmc.org/download/

XBMC notar ekki codeca frá stýrikerfinu, við vitum að þetta virkar í XBMC. Þannig getur þú staðfest hvort þetta er hardware eða software vandamál.

Re: HTPC - Ráð ?

Sent: Mið 29. Ágú 2012 13:56
af Eiiki
Hvað varðar hávaðann:
Er ekki málið að kaupa bara nýja örgjörvakælingu. Þessi er held ég eitthvað sem þú ert að leita að: http://kisildalur.is/?p=2&id=1751
Svo eiga þessar tvær 120mm viftur á kassanum að vera þokkalega hljóðlátar, einnig með viftustýringu..

Re: HTPC - Ráð ?

Sent: Mið 29. Ágú 2012 14:08
af Daz
tri cool vifturnar eru með handvirkum hraðastilli, eru þær ekki bara stilltar í hæsta? Byrja á að setja einhverskonar hitamæli í gang í tölvunni og setja hana undir álag (hyperpi eða eitthvað álíka). Taka eftir hæsta hitanum. Setja tri cool vifturnar í lægstu stillingu, prófa að álagsprófa aftur. Ef það eru enþá læti, þá skoða CPU kælinguna, er hún handstýrð eða stýrt í BIOS. Er búið að virkja sjálfvirku stýringuna í BIOSInum (oft kemur það default af, svo viftan keyrir alltaf í 100%).

Re: HTPC - Ráð ?

Sent: Mið 29. Ágú 2012 16:25
af upg8
Media Player Classic Home Cinema er miklu hentugari fyrir kraftminni tölvur heldur en VLC og ég hef náð miklu betra performence með honum heldur en XBMC.

Best hefur mér samt reynst að nota þetta hérna en það er hægt að nota það með MPC...
https://corecodec.com/products/coreavc