Síða 1 af 1

Vantar pci-express festinging (locking clip) vantar

Sent: Sun 19. Ágú 2012 21:32
af B550
Var að versla mér nýtt móðurborð í seinustu viku og þegar ég var að setja þetta saman þá sá ég að það var einginn svona festing á endanum á pci-express slotinu. Ég bjóst ekki við að það myndi vanta og hélt að þetta væri bara eithvað nýtt cheap dót sem liðið er búna fatta uppá og setti bara gpu í og skrúfaði og svona. Það virkar allt fullkomlega og svona en var að downloda driver áðan af síðunni hjá móðurborðframleiðandanum og þar var stór mynd af móðurborðinu og tók ég þá eftir að þessi festing var þarna.

Þannig að ég spyr, á ég að fara í búðinna og væla eða þarf eithvað þessa festingu?.

Re: Vantar pci-express festinging (locking clip) vantar

Sent: Sun 19. Ágú 2012 21:42
af Gúrú
Þetta skjákort er bara mekanískt rafborð og það er engin "þörf" á neinni festingu.

Festu það bara almennilega með bracket skrúfunni og þá ertu góður (Ef að kortið er ekki mjög þungt og á ská útaf því, það gæti ollið skaða yfir langan tíma).

"Vantar" hana eða er hún bara ekki til staðar? Eru leifar af henni?

Re: Vantar pci-express festinging (locking clip) vantar

Sent: Sun 19. Ágú 2012 22:01
af B550
Það vantar hana. Hún hefur ekki brotnað af eða neitt. Það hefur bara gleymst að setja hana á.

Re: Vantar pci-express festinging (locking clip) vantar

Sent: Sun 19. Ágú 2012 22:48
af worghal
geturu sýnt myndir af þessu ?

Re: Vantar pci-express festinging (locking clip) vantar

Sent: Sun 19. Ágú 2012 23:16
af B550
Mynd