Síða 1 af 1

BenQ XL2420T - þess virði ?

Sent: Lau 04. Ágú 2012 22:41
af MuGGz
Ég er að spá í að hressa uppá riggið mitt og vantar nýjan leikjaskjá

er BenQ XL2420T þess virði að kaupa ? lúkkar fáránlega vel!

Re: BenQ XL2420T - þess virði ?

Sent: Lau 04. Ágú 2012 23:24
af arons4
Er með eldri gerðina af þessum skjá, fínn skjár, ekkert rosalega djúpir litir en hann er responsive.

Re: BenQ XL2420T - þess virði ?

Sent: Lau 04. Ágú 2012 23:42
af Victordp
Það sem að ég hef séð af þessum skjá á youtube er hann þess virði. Enda er hann gerður af Spawn og Heaton þeir vita alveg hvað alvöru gamer vill :happy

Re: BenQ XL2420T - þess virði ?

Sent: Sun 05. Ágú 2012 07:55
af audiophile
Victordp skrifaði:Það sem að ég hef séð af þessum skjá á youtube er hann þess virði. Enda er hann gerður af Spawn og Heaton þeir vita alveg hvað alvöru gamer vill :happy


Er það?

Líklegra að þetta sé ódýr LG eða Samsung panell settur saman í Kína af Yung Li og Chang Wong. [-(

Svona gaurar gera ekkert annað en að fá borgað fyrir að setja nafnið sitt á vörur. Heldur þú virkilega að Fatality hafi komið eitthvað nálægt öllu draslinu sem nafnið hans er á? :-k

Re: BenQ XL2420T - þess virði ?

Sent: Sun 05. Ágú 2012 12:21
af KermitTheFrog
audiophile skrifaði:
Victordp skrifaði:Það sem að ég hef séð af þessum skjá á youtube er hann þess virði. Enda er hann gerður af Spawn og Heaton þeir vita alveg hvað alvöru gamer vill :happy


Er það?

Líklegra að þetta sé ódýr LG eða Samsung panell settur saman í Kína af Yung Li og Chang Wong. [-(

Svona gaurar gera ekkert annað en að fá borgað fyrir að setja nafnið sitt á vörur. Heldur þú virkilega að Fatality hafi komið eitthvað nálægt öllu draslinu sem nafnið hans er á? :-k


Eftir því sem ég best veit þá gera BenQ sína panela sjálfir.

Re: BenQ XL2420T - þess virði ?

Sent: Mán 06. Ágú 2012 17:52
af Tesy

Re: BenQ XL2420T - þess virði ?

Sent: Mán 06. Ágú 2012 18:22
af ViktorS
Ef þú vilt verða pro í kánter stræk

Re: BenQ XL2420T - þess virði ?

Sent: Mán 06. Ágú 2012 18:31
af KermitTheFrog
Tesy skrifaði:http://www.buy.is/product.php?id_product=9209246

Hérna er hann 20þ ódýrari


Spurning hvort þessi 20 kall verði þess virði þegar skjárinn bilar og FBG verður kominn með allt aðra kennitölu...

Re: BenQ XL2420T - þess virði ?

Sent: Mán 06. Ágú 2012 18:36
af oskar9
Ég keypti gömlu týpuna þegar hann var frekar nýr, flottur leikjaskjár en ansi mikið backlight bleed, komst þá að því að það er algengt í þessum skjám, spurning hvort það sé búið að reddast í nýrri týpunni

gott er að minnast á það að vélbúnaður þarf að vera top of the line til að nýta úr þessu, gengur ekkert að vera með 30-40fps í leikjum og vera svo að monta sig af uber elite 120HZ skjá heheh

Re: BenQ XL2420T - þess virði ?

Sent: Mán 06. Ágú 2012 22:59
af Arnzi
er ekki hægt að komast í 120hz með 2ms viðbragðstíma ánþess að borga fúlgu fjár??

Re: BenQ XL2420T - þess virði ?

Sent: Fim 09. Ágú 2012 16:07
af Stonem
Ég er með eldri gerðina af svona benq skjá, sem ég er alveg til í að skoða að selja, hvað haldið að hann gæti farið á með 3d gleraugum og sendi frá nvidia.

kv Steini