Síða 1 af 1
Tölvustóll
Sent: Fim 26. Júl 2012 09:46
af guggi69
Er mikið að skoða tölvustóla
þessi er ég mest að spá í
http://www.n1.is/n1/vorur/vorur/?ew_6_c ... 22971182F8Ef þið vitið um eitthvern ódýrari og betri látið mig vita
Re: Tölvustóll
Sent: Fim 26. Júl 2012 09:58
af Blackbone
Er sjálfur með þennann
http://www.ikea.is/products/618 og er mjög ánægður með hann, og hann er líka miiiikið ódýrari
En þessi hjá n1 lítur mjög vel út
Re: Tölvustóll
Sent: Lau 28. Júl 2012 22:46
af guggi69
Já ég átti svona stóll 2 leiðinlegir hlutir sem koma fyrir hann með tímanum fara boltarnir sem eru á demparanum stingast í gegnum sætið og það er mjög pirrandi og svo brotnaði armurinn sem er nátturlega bara mér að kenna
Re: Tölvustóll
Sent: Lau 28. Júl 2012 23:11
af Yawnk
http://www.ikea.is/products/16390Allaveganna EKKI fá þér þennan, vá.. ég fékk mér þennan fyrir nokkrum mánuðum, fyrsta eintakið gallað í drasl, gormarnir gallaðir þannig að í hvert skipti sem þú hallaðir þér aftur kom mjög mikill hávaði, ég fór með hann í Ikea og þeir létu mig fá nýjan, og alveg nákvæmlega sama vandamálið á honum, ég fór með hann aftur og fékk inneignarnótu, fékk sama stólinn aftur en fór bara með hann næsta dag og fékk endurgreitt, því þeir endurgreiða bara í upprunalegum pakkningum
Kannski var þetta one time only, en ég mæli ekki með þessum stól, virðist bara sem ódýru Ikea stólarnir eru ekki að gera sig.
Re: Tölvustóll
Sent: Lau 28. Júl 2012 23:17
af darkppl
er með þennan markus stól úr ikea gg þæginlegur
Re: Tölvustóll
Sent: Sun 29. Júl 2012 00:23
af upg8
Re: Tölvustóll
Sent: Sun 29. Júl 2012 02:55
af appel
Ég hef átt svona Mark 30 frá Á. Guðmundsson í um 5 ár og það sér ekki á honum, hann er einsog nýr.
http://ag.nwc.is/is/efni/mark_skrifbor% ... t%C3%B3larKostar doldið mikið en mér finnst mikilvægt að vera með góðan stól, sérstaklega ef hann er mikið notaður.
Þessi Markus lookar ágætlega svosem miðað við verð, en myndi bara prófa stólana áður en þú kaupir. Líklegast er að IKEA stólar séu betri en aðrir í þessum verðflokki þar sem þeir eru pottþétt prófaðir og vottaðir, og lágt verð fyrir ágætis gæði.
Re: Tölvustóll
Sent: Sun 29. Júl 2012 03:08
af Baldurmar
Athugaðu líka að það marg borgar sig að kaupa góðann stól, ég fjárfesti í mjög góðum stól í IKEA fyrir nokkrum árum og sé alls ekki eftir því. Kærastan mín endaði svo með að kaupa sér sama stól (hún er klæðskeri og situr því mikið). Þessi stóll er því miður ekki lengur til í IKEA virðist vera.
Fyrir manneskju sem eyðir nokkrum klukkustundum á dag í tölvustól er það bara ávísun á vöðvabólgu og þreytu/álag á fætur að vera í stól sem að þú getur ekki haft nákvæmlega eins og þér finnst þægilegt.
Það þarf að vera hægt að hækka og lækka bakið, hækka og lækka stólinn sjálfann (athugaðu líka hvort að hann fari nógu hátt miðað við borðið), stilla hallan á stólnum, stilla hallann á sessunni. Mér finnst reyndar vanta á minn stól að geta fært sessuna fram og aftur.
Athugaðu líka að leður andar ekki eins vel og tau-áklæði og því ávísun á svita, leður er hinns vegar oft stamara og því er auðveldara að "festa" sig í þá stöðu sem að maður vill vera í. Í ódýrari stólum er oft ódýrari pumpa sem slaknar með tímanum og getur valdið því að hann lekur hægt niður (nokkra cm á viku jafnvel) það getur verið óþægilegt.
Ekki gleyma að þetta er framtíðareign, t.d verður svamp sessa sem er þunn mjög óþægileg eftir 1-2 ár (fer auðvitað eftir notkun).
-edit- Kanski að bæta því við að ég er með Mark 30 plus stólinn frá Á. Guðmundsson í vinnunni, hann er mjög fínn.
Re: Tölvustóll
Sent: Sun 29. Júl 2012 18:41
af zcar
Re: Tölvustóll
Sent: Sun 29. Júl 2012 22:09
af aaxxxkk
Re: Tölvustóll
Sent: Mán 30. Júl 2012 01:27
af HR
Ég get mælt með Markus í Ikea. Búinn að eiga hann í 5 eða 6 ár og mér finnst hann ekkert eldast.