Viltu setja XP upp á partition stærra en 137GB? Lestu þetta.


Höfundur
kiddibeik
Nýliði
Póstar: 5
Skráði sig: Þri 27. Jan 2004 00:09
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Viltu setja XP upp á partition stærra en 137GB? Lestu þetta.

Pósturaf kiddibeik » Lau 24. Júl 2004 03:46

Ég er einn af þeim sem nennir ekki að standa í veseni og vill helst hafa mitt dót á sama disk (ég set meira að segja mest allt mitt drasl í My Documents) og eftir að hafa lesið flestar uppástungurnar við því hvað gera skyldi ef maður vildi fá XP upp á nýja diska sem eru stærri en 137gíg vissi ég að það hlyti væri hægt að gera betur.

Og viti menn, það er hægt.

Eins og flestir vita er ekki hægt að búa til stærri partition en 137GB við uppsetningu á hefðbundinni útgáfu af Windows XP. Ástæðan fyrir því er frekar einföld, ekki var stuðningur fyrir 48bita LBA og diskar/partition yfir 137gígum því hugarburður einn.

Þetta breyttist hins vegar þegar út kom Service Pack 1 fyrir XP, en frá og með þeirri útgáfu hafa menn getað búið til partition stærri en 137GB eins og vindurinn (vitaskuld að því gefnu að kvikindin séu til staðar í vélinni :) )

En, hvað gera bændur þá þegar menn hafa ekki uppsetningardisk fyrir XP-SP1 og menn eru með diskkvikindi stærra en 137GB sem þeir vilja endilega gera að einu bigass partitioni.

Svarið kallast "Slipstreamed setup diskur".

Hvað er Slipstreamed setup diskur?

Slipstreamed setup diskur er setup diskur sem búið er að uppfæra fyrirfram t.d. með Service Pack 1. Það eina sem þarf er að ná í fulla útgáfu af Service Pack 1 hér,
einn Windows XP setup disk,
Brennaraforrit á borð við Nero,
þessar leiðbeiningar,
tóman disk til að brenna,
Um það bil 20 mínútur,
og voilá ... Þið getið sett upp XP sem er búið að patcha fyrirfram með Service Pack 1, og þar af leiðandi nýtt ykkur þá dásemd sem það er að hafa partition stærra en 137GB :)



Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf ICM » Lau 24. Júl 2004 09:08

Gott hjá þér að koma með þetta ég hef verið latur við að koma með ráðleggingar fyrir Windows notendur á spjallið enda allt fullt af Linux fanatíkusum hérna.

Annars ef þið eruð að gera "slip stream" þá er hægt að sækja GUI forrit til að gera þetta allt fyrir ykkur, hefur jafnvel þann kost að sleppa því við að installa ýmsum forritum sem Microsoft segja að sé ekki hægt að fjarlægja en sko þetta kerfið virkar fínt þó það sé gert og þú sparar verulegt pláss á eldri tölvum.



Skjámynd

ICM
Vaktari
Póstar: 2383
Skráði sig: Lau 25. Jan 2003 19:36
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

nLite

Pósturaf ICM » Lau 24. Júl 2004 09:15

btw hér er forritið http://nuhi.msfn.org/nlite.html
Viðhengi
nlite_screen.png
nlite_screen.png (6.89 KiB) Skoðað 852 sinnum




Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 986
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 42
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Hlynzi » Sun 25. Júl 2004 13:14

Jæja, þá þarf maður að fara að uppfæra diskana hjá sér. Það tekur of langan n tíma að setja upp þessa service pakka, þegar MS er að laga galla stýrikerfisins.

Ég hef pælt í að slipstreama hluti en ekki náð því alveg.


Hlynur