Síða 1 af 1

Bráðvantar hjálp :] (Lesið plz)

Sent: Lau 24. Júl 2004 00:28
af nikki
ok svona liggja mál, eg er með msi k7n2 delta L, móðurborð með nforce 2 chipset, AMD 2200xp+ örgjörfa, og eitthverstaðar heyrði ég að örgjörfin minn ætti að vera stilltur á 166MHz fsb, og mér var sagt að ef ég gerdi thetta og allt myndi klikka tha ætti eg einfaldlega bara að taka LCD batterýið úr plastinu og þá myndi biosin restarta sér og þá yrði allt komið í lag, og þá fór ég í biosin og breytti því frá 133MHz yfir í 166, og svo gerði ég exit and save settings. Og þá varð bara allt svart. Og svo núna þegar ég kveiki á tölvuni þá kemur:


Award BootBlock BIOS v1.0
Copyright © 2000, Award Software, Inc.

BIOS ROM checksum error

Detecting Floppy drive A media...


Ég er buinn að reyna frekar mikið og ekkert gengur :(
Hvað á ég að gera ? :S


:? :? :?

Sent: Lau 24. Júl 2004 00:39
af fallen
resettaðu cmos

Sent: Lau 24. Júl 2004 00:51
af Drulli

Sent: Lau 24. Júl 2004 00:51
af MezzUp
hmm, lítur út einsog BIOS'inn sé corrupt'aður (?)

Sýnist að BIOS'inn sé að leita af BIOS mynd á floppy disk? Gæti verið að þú getir lagað hann með nýrri(/sömu) BIOS firmware(útgáfu). Kannski að einhver sem á MSI borð, eða einhver sem nennir að leita á netinu geti kíkt á það?

Annars þarftu að fara með BIOS kubbinn uppí Íhluti og hafa með nýtt firmware á floppy og þeir flash'a hann fyrir þig

Sent: Lau 24. Júl 2004 13:02
af Buddy
Gerðu fyrst Floppy eftir leiðbeiningunum á MSI heimasíðunni. Móðurborðið á að geta fundið Floppy og lesið inn nýjar BIOS upplýsingar.

Sent: Fim 29. Júl 2004 15:31
af Bendill
Ég hef alltaf talið að MSI móðurborðin séu mistæk mjög... Þetta sannar mál mitt að einhverju leyti :D

Sent: Fös 30. Júl 2004 19:15
af Icarus
msi = rusl... annars farðu bara með þetta þar sem þú keyptir þetta og láttu þá redda þessu fyrir þig.

Sent: Lau 31. Júl 2004 08:01
af Heinz
geturðu komið með önnur rök fyrir því að msi sé rusl

Sent: Lau 31. Júl 2004 11:55
af Icarus
reynsla mín af MSI móðurborðum. Reynsla annarra af MSI móðurborðum.

Segir allt sem segja þarf :)

Sent: Lau 31. Júl 2004 12:29
af Daz
Þá vil ég endilega skjóta inn minni reynslu af MSI móðurborði (km2m). Það er mjög ágæt, hef flashað í því biosinn og fleira og það hefur aldrei verið neitt vandamál með það. Bara svo að Icarus gæti bætt inní "Reynsla annarra af MSI móðurborðum." bankann einni jákvæðri reynslu.

Sent: Lau 31. Júl 2004 22:28
af Hlynzi
Mér dettur eitt í hug. Að CMOS "hopparinn" (jumperinn) sé ennþá á hreinsunar stillingu. Ef þetta er í ábyrgð, þá er það á verkstæði. En annars er það að uppfæra bara biosinn, ef CMOS er örugglega rétt stilltur.

Sent: Mán 02. Ágú 2004 00:56
af JoshuaC
Nikki :idea:

það er lang best fyrir þig að
1: farðu á http://www.msi.com.tw/program/support/b ... 436&kind=1
2: Sækja 6570v57.zip (ef það er rétt fyrir móðurborðið þitt, þarft að vera 100% viss, lestu rauða letrið)
3: fylgja leiðbeiningum í readme sem er innan í zip skránni.
Þetta verður auðvitað að gera í vél sem er í lagi og er með floppy drifi :wink:
Floppy drif má versla í t.d. Partalistanum eða á kaupa/selja hérna á vaktinni. (100~500kr fyrir gott drif)
4: þegar þú ert búinn að setja allt á floppy disk eins og readme segir til þá seturðu hann í drifið og kveikir á vélinni, MSI Bios recovery á að finna diskettuna sjálfkrafa og flassa biosinn aftur.
Passa upp á að EKKERT trufli flass aðgerðina, annars er hætta á að þú stútir biosinu alveg og þurfir að láta flassa það fyrir þig á verkstæði.


Gangi þér vél,
JoshuaC