Síða 1 af 1
Svartur skjár í augnablik
Sent: Mán 18. Jún 2012 23:20
af falcon1
Veit einhver hérna hvað getur verið að valda því að skjárinn minn verður svartur (mynd dettur út) af og til í svona 1 sek eða minna? Er búinn að skipta um skjákort og það dugði ekki til. Gæti móðurborðið eða aflgjafinn eitthvað verið að klikka?
Re: Svartur skjár í augnablik
Sent: Mán 18. Jún 2012 23:23
af capteinninn
Er búið að vera að gerast hjá mér líka undanfarið
Ég var að skipta um skjákorts drivera fyrir Nvidia skjákortið mitt, ég gerði ráð fyrir það það væri vandamálið
Re: Svartur skjár í augnablik
Sent: Mið 20. Jún 2012 11:33
af Crippler
Var í sama veseni á einum tímapunkti með glænýja vél sem ég setti saman. Geturu sagt mér frá Vélbúnaðinum?? Mér tókst að koma í veg fyrir þetta, gæti verið sama vesenið
Re: Svartur skjár í augnablik
Sent: Mið 20. Jún 2012 12:31
af falcon1
Crippler skrifaði:Var í sama veseni á einum tímapunkti með glænýja vél sem ég setti saman. Geturu sagt mér frá Vélbúnaðinum?? Mér tókst að koma í veg fyrir þetta, gæti verið sama vesenið
Móðurborð: Gigabyte GA-X38-DQ6 (að ég held)
Örgjörvi: Intel 2,4ghz Q6600
Skjákort: MSI RADEON HD 6790 (nýtt)
Veit ekkert hvaða aflgjafi er í vélinni.
Re: Svartur skjár í augnablik
Sent: Mið 20. Jún 2012 13:19
af Crippler
Ok... Þetta er mjög frábrugðin vélbúnaður og ég er með. En Hefuru prufað að logga þetta blackout?? Mér tókst að logga það, og um leið og ég gerði það að þá fór boltinn að rúlla. Það er hægt að nota bluescreen viewer eða eitthvað sambærilegt, og ef að forritið nær að logga þetta vesen að þá sérðu svart á hvítu hvað skrár eða driverar eru að valda þessu.. Lýsingin á því sem er að hrjá þína vél er alveg eins og það sem var að hrjá mína. Gerðist mest við leikjaspilun. Ég er með tvö skjákort og SLI og það var alveg sama hvort kortið ég notaði sem primary að það var alltaf sama vesenið. Á endanum Downgreidaði ég driverinn hjá mér langt aftur og síðan hefur ekkert vesen verið á þessu. Svo er alltaf þessi möguleiki fyrir hendi að um hardware vanda sé um að kenna, þó að mér finnist það ólíklegt.
Re: Svartur skjár í augnablik
Sent: Mið 20. Jún 2012 13:57
af falcon1
Þetta sýnir hvað er að gerast hjá mér nema það er lengra á milli.
http://www.youtube.com/watch?v=Nm7Lx87xNU0Btw. ég er að keyra á XP-64bit stýrikerfinu.
Re: Svartur skjár í augnablik
Sent: Mið 20. Jún 2012 14:05
af falcon1
Hérna er vídeó af sama skjá og ég er með og sama vandamál.
http://www.youtube.com/watch?v=S6YmyGP5 ... re=related
Re: Svartur skjár í augnablik
Sent: Mið 20. Jún 2012 15:15
af capteinninn
Gerist þetta alveg random eða?
Hjá mér gerist þetta held ég oftast þegar ég er að spila video eða kveikja á tölvuleikjum.
Gerist samt mjög sjaldan
Re: Svartur skjár í augnablik
Sent: Mið 20. Jún 2012 15:20
af falcon1
Gerist alveg random held ég en ég er ekki frá því að það gerist oftar ef ég er að vinna í myndvinnsluforritum. Samt erfitt að segja þar sem þetta gerist ekki mjög oft en nógu oft til að pirra mann.
Re: Svartur skjár í augnablik
Sent: Mið 20. Jún 2012 15:48
af Crippler
Eins og ég segi að þá komst ég alveg fyrir þetta með því að downgrada hjá mér driverum. Þetta var alveg eins og sást í myndbandinu, en þetta er alveg á bak og burt hjá mér. Ef ég væri þú að þá mundi ég athuga hvort eitthvað forrit pikki þetta upp og loggi þetta. Það er oft gríðarleg hjálp í því.