Síða 1 af 1

Power supply farið ???

Sent: Fim 24. Maí 2012 20:46
af Pétur Snær
Kvöldið.

Er í bölvuðu veseni. Næ ekki að ræsa vélina.

Ýti á "power" takkann á vélinni, power supply fer í gang, viftur fara af stað, en bara í ca. 1 sekúndu. Svo er allt dautt.

En ef ég tengi power supply-ið við ATX tester þá lúkkar allt vel og power supply-ið virkar fínt.

Getur einhvern bent mér í áttina að vandamálinu? :)

Kv, Pétur.

Re: Power supply farið ???

Sent: Fim 24. Maí 2012 21:08
af Pétur Snær
Plís einhver :megasmile

Re: Power supply farið ???

Sent: Fim 24. Maí 2012 21:22
af AciD_RaiN
Prófaðu að taka aflgjafan úr öllum tengjum sem hann er tengdur við og settu bréfaklemmu á milli græna virsíns og einhvers svarta víranna og prófaðu að kveikja á takkanum aftan á aflgjafanum.

Re: Power supply farið ???

Sent: Fim 24. Maí 2012 21:25
af Klemmi
Þetta bendir frekar á eitthvað annað en aflgjafann, ef testerinn segir að það sé í lagi.

Helstu sökudólgar væru móðurborð, örgjörvi eða skjákort, leiðinlegt að geta ekki þrengt þetta enn meira fyrir þig :)

Re: Power supply farið ???

Sent: Fim 24. Maí 2012 21:28
af AciD_RaiN
Klemmi skrifaði:Þetta bendir frekar á eitthvað annað en aflgjafann, ef testerinn segir að það sé í lagi.

Helstu sökudólgar væru móðurborð, örgjörvi eða skjákort, leiðinlegt að geta ekki þrengt þetta enn meira fyrir þig :)

Hef lent í því að tékka á þessu á nokkrum vélum og í 2 skipti hefur það verið aflgjafinn en svo líka hefur það verið vinnsluminnið og móðurborðið þannig það er bara útilokunaraðferðin :happy

Re: Power supply farið ???

Sent: Fim 24. Maí 2012 21:33
af Klemmi
AciD_RaiN skrifaði:
Klemmi skrifaði:Þetta bendir frekar á eitthvað annað en aflgjafann, ef testerinn segir að það sé í lagi.

Helstu sökudólgar væru móðurborð, örgjörvi eða skjákort, leiðinlegt að geta ekki þrengt þetta enn meira fyrir þig :)

Hef lent í því að tékka á þessu á nokkrum vélum og í 2 skipti hefur það verið aflgjafinn en svo líka hefur það verið vinnsluminnið og móðurborðið þannig það er bara útilokunaraðferðin :happy


Vélarnar hanga yfirleitt lengur í gangi en 1 sekúndu ef minnið er bilað, þar sem tölvan byrjar ekki að vesenast á því alveg strax :) En annars er auðvitað engin önnur leið en einfaldlega að prófa sig áfram.

Re: Power supply farið ???

Sent: Fim 24. Maí 2012 22:05
af KermitTheFrog
Þarf ekki að vera að aflgjafinn sé bilaður.

Ertu nýbúinn að taka psu úr tölvunni eða skipta um eitthvað?

Er allt tengt í power sem þarf power? Pípir tölvan eitthvað? Eru ljós á móðurborðinu sem gefa einhverja error kóða til að lesa úr?

Re: Power supply farið ???

Sent: Fim 24. Maí 2012 23:25
af Pétur Snær
KermitTheFrog skrifaði:Þarf ekki að vera að aflgjafinn sé bilaður.

Ertu nýbúinn að taka psu úr tölvunni eða skipta um eitthvað?

Er allt tengt í power sem þarf power? Pípir tölvan eitthvað? Eru ljós á móðurborðinu sem gefa einhverja error kóða til að lesa úr?


Vélin var sett saman í Febrúar. Ekkert búið að eiga við. Allt tengt og vélin hefur verið eins og hugur minn þangað til í kvöld. Var að nota hana á þriðjudagskvöld en slökkti ekki á henni. Óhreyfð síðan.

Nei, það pípir ekki, sem er skrýtið. Led ljósið á móðurborðinu blikkar.

Málið er að ef ég "starta" vélinni þá snúast allar viftur, þar með talin viftan á PSU og skjákorti, sirka hálfhring áður en allt er dautt. Vélin kemst aldrei nálægt því stigi að ræsa sig.

Re: Power supply farið ???

Sent: Fim 24. Maí 2012 23:48
af KermitTheFrog
Prófaðu að taka aflgjafann úr sambandi eða slökkva á honum með takkanum aftaná ef slíkur er og halda svo power takkanum á tölvunni inni í smá stund. Prófaðu svo að tengja aflgjafann aftur og ræsa vélina.

Re: Power supply farið ???

Sent: Fim 24. Maí 2012 23:50
af vesley
Pétur Snær skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði:Þarf ekki að vera að aflgjafinn sé bilaður.

Ertu nýbúinn að taka psu úr tölvunni eða skipta um eitthvað?

Er allt tengt í power sem þarf power? Pípir tölvan eitthvað? Eru ljós á móðurborðinu sem gefa einhverja error kóða til að lesa úr?


Vélin var sett saman í Febrúar. Ekkert búið að eiga við. Allt tengt og vélin hefur verið eins og hugur minn þangað til í kvöld. Var að nota hana á þriðjudagskvöld en slökkti ekki á henni. Óhreyfð síðan.

Nei, það pípir ekki, sem er skrýtið. Led ljósið á móðurborðinu blikkar.

Málið er að ef ég "starta" vélinni þá snúast allar viftur, þar með talin viftan á PSU og skjákorti, sirka hálfhring áður en allt er dautt. Vélin kemst aldrei nálægt því stigi að ræsa sig.



Þyrfti að athuga móðurborðið, gæti verið að það sé dautt og kemst ekki inn í BIOS. Ef vinnsluminni er dautt kemst maður stundum inn í Biosinn, sama með skjákort/ram/hdd.
Getur byrjað að reseta BIOS með því að taka batteríið á móðurborðinu úr í ca 30 sec( með slökkt á tölvunni) og skella því aftur í .

Re: Power supply farið ???

Sent: Fim 24. Maí 2012 23:56
af AncientGod
Ef þetta er bara 4x mánaða þá bara fara með þetta á staðin sem þú keyptir, þeir eiga að sjá um þetta, ef þú kannt ekki á tölvur og vilt ekki fikta.

Re: Power supply farið ???

Sent: Fim 24. Maí 2012 23:58
af KermitTheFrog
AncientGod skrifaði:Ef þetta er bara 4x mánaða þá bara fara með þetta á staðin sem þú keyptir, þeir eiga að sjá um þetta, ef þú kannt ekki á tölvur og vilt ekki fikta.


Spurning hvort hann nenni að bíða í viku+ ef þetta er kannski eitthvað minor fix eins og að reseta bios eða hreinsa út af móðurborði.

Re: Power supply farið ???

Sent: Fim 24. Maí 2012 23:59
af AncientGod
KermitTheFrog skrifaði:
AncientGod skrifaði:Ef þetta er bara 4x mánaða þá bara fara með þetta á staðin sem þú keyptir, þeir eiga að sjá um þetta, ef þú kannt ekki á tölvur og vilt ekki fikta.


Spurning hvort hann nenni að bíða í viku+ ef þetta er kannski eitthvað minor fix sökum einhvers sem fór úrskeiðis einhversstaðar.
já rétt, en samt þar sem þetta er frékkar nýtt þá myndi ég fara á staðin og heimta þess að það sé skoðað strax núna.

Re: Power supply farið ???

Sent: Fös 25. Maí 2012 00:08
af vesley
AncientGod skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði:
AncientGod skrifaði:Ef þetta er bara 4x mánaða þá bara fara með þetta á staðin sem þú keyptir, þeir eiga að sjá um þetta, ef þú kannt ekki á tölvur og vilt ekki fikta.


Spurning hvort hann nenni að bíða í viku+ ef þetta er kannski eitthvað minor fix sökum einhvers sem fór úrskeiðis einhversstaðar.
já rétt, en samt þar sem þetta er frékkar nýtt þá myndi ég fara á staðin og heimta þess að það sé skoðað strax núna.


Hann fer bara í röðina með hinum ábyrgðar viðgerðunum eins og allir aðrir.