Síða 1 af 1

Hvað er best að gera ?

Sent: Sun 06. Maí 2012 17:32
af farbauti
Komið þið sælir ég er svoleiðis algjör viðvaningur þegar kemur að því að púsla mér samann eitt stykki borð tölvu. Mig langar að kaupa mér eða sitja samann tölvu fyrir svona sirka 100 kr (má fara aðeins yfir).

Það sem ég ætla mér í raun að gera er að fá mér kraftmeiri tölvu svo ég geti búið til og tekið upp tónlist (hef verið að vesenast í því einhverjum hellisbúa sem ég keypti á 70 þúsund fyirr 8 árum síðan og er kominn með ógeð af not responding). Ég hef verið að nota aðalega ableton live.

Svo langar mig að geta jafnvel spilað létta töluvuleiki (er ekki vanur að spila tölvuleiki en vill hafa þann möguleika opinn upp á að kíkja á lan eða eitthvað álíka)

Ég hef verið að photo shopa svolítið og er jafnvel að skoða að fara að læra á after effects.


Er vaktin með einhverja uppástungu að borðtölvu (eða jafnvel fartölvu) sem er í kringum 100.000 kr eða er ég að byðja um of mikið fyrir of lítinn pening ?

Væri jafnvel vel þegið ef einhver áhugasamur mundi nenna að púsla samann. Ég er svo gjörsamlega hjálparvana að þið gætuð sellt mér gamlan nokia sima á 100 þúsund og sagt mér að þetta væri það besta á tölvumarkaðnum í dag.


Bestu kveðjur Farbauti

Re: Hvað er best að gera ?

Sent: Sun 06. Maí 2012 19:47
af tveirmetrar
Myndi skoða að kaupa notað á vaktinni. Vaktarar eru duglegir að skjóta niður óraunhæf verð og einhverja vitleysu. Getur líka spurt í auglýsinga þráðum hvort græjan virkar vel í eitt eða annað. :happy

Re: Hvað er best að gera ?

Sent: Sun 06. Maí 2012 21:08
af Domnix
100k eru alveg raunhæf viðmið myndi ég segja, miðað við meðal tölvuleikjaspecs og notaða hluti. Myndi frekar taka borðturn en fartölvu í svona vinnu/spilun en það er bara ég :catgotmyballs , fínt að reyna við Intel i3/i5 notaða og ágætt skjákort, og þá ættiru að sleppa með flest annað frekar auðveldlega, þ.e ódýrann kassa, móðurborð, vona 4gB vinnsluminni og eh ódýra diska. Ef þú ert mikið í hljóðvinnu og ert tæpur á pening myndi ég fá mér i3 og eh gott hljóðkort í staðinn.

Re: Hvað er best að gera ?

Sent: Sun 06. Maí 2012 21:26
af Einsinn
Kisildalur.is - Karfan mín skrifaði:

Re: Hvað er best að gera ?

Sent: Sun 06. Maí 2012 23:45
af tdog
Fyrir hljóðupptökur/vinnslu þarftu eftirfarandi; sæmilegann örgjörva, ágætlega mikið vinnsluminni (t.d 6 GB. Ég er sjálfur með 4GB í minni upptökuvél og finnst það aðeins of lítið), harðann disk með góðum skrif og leshraða. SSD er því sterkur leikur. Skjákortið þarf ekki að vera rándýrt.

Hvaða interface notar þú?