Aðstoð við PC build


Höfundur
hognir
Nýliði
Póstar: 24
Skráði sig: Mið 07. Sep 2011 17:04
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Aðstoð við PC build

Pósturaf hognir » Fös 04. Maí 2012 14:01

Sælir,

Ég er enginn sérfræðingur í að setja saman tölvur en ég var að hugsa hvort þetta build sé ekki allt í lagi? Ég mun nota tölvuna mikið í tölvuleikjaspilun (og vil geta haft leikina í hæstu stillingum), mikið í 3D vinnslu (í Maya) og mikið í photoshop. Ég vil líka ekki þurfa að kaupa mér tölvu aftur eftir ár svo ég vil láta þessa endast svolítið vel hvað varðar tækniþróun.

Kassi - CoolerMaster Sileo 500 - http://www.tolvuvirkni.is/ip.php?inc=vi ... A_CM_Sileo
Aflgjafi - 700W Corsair GS700 - http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=7683
Móðurborð - Asus P8Z77-V - http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=7879
Örgjörvi - Intel i5 2500K 3.3GHz Quad Core - http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=7373
RAM - Corsair 1600MHz 12GB (3x4GB) Vengeance - http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=7469
Skjákort - Asus HD7850 2GB - http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=7885
HD - 2TB Seagate SATA3 7200RPM - http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=7764
Geisladrif - Samsung SH-B123L Blu-Ray - http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=7743

Ég er með nokkrar pælingar:
1. Heldur þessi kassi öllu þessu dótaríi nógu köldu þó hann sé svona einangraður?
2. Er þetta nógu kraftmikill aflgjafi? Ef ekki, hversu öflugur þarf hann að vera?
3. Er það þess virði að borga aðeins meira fyrir Ivy Bridge örgjörva og fá sér kannski i5-3570K í stað i5-2500k? Þarf ég "K" örgjörva?
4. Er þetta nóg innra minni eða of mikið? Er 8gb nóg?

Fyrirfram þakkir,
Högni




Klemmi
Stjórnandi
Póstar: 4196
Skráði sig: Fim 10. Apr 2003 12:16
Reputation: 1342
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við PC build

Pósturaf Klemmi » Fös 04. Maí 2012 14:17

1. Heldur þessi kassi öllu þessu dótaríi nógu köldu þó hann sé svona einangraður?
Já, en þú vilt kannski skoða með betri örgjörvakælingu, sérstaklega ef þú ætlar í yfirklukkun (sem er eina ástæðan fyrir því að velja K örgjörva)

2. Er þetta nógu kraftmikill aflgjafi? Ef ekki, hversu öflugur þarf hann að vera?
Þessi aflgjafi er meira en nóg fyrir þetta setup

3. Er það þess virði að borga aðeins meira fyrir Ivy Bridge örgjörva og fá sér kannski i5-3570K í stað i5-2500k? Þarf ég "K" örgjörva?
Fer eftir notkun. Ef þetta er aðallega leikjanotkun þá skiptir það þig litlu sem engu máli, munar yfirleitt ca. 3-4% í afköstum.
Eina ástæðan fyrir því að velja K er ef þú vilt hafa möguleika á því að yfirklukka.

4. Er þetta nóg innra minni eða of mikið? Er 8gb nóg?
Triple channel minni líkt og þú velur hentar ekki fyrir önnur móðurborð en X58, þú vilt annað hvort fara í 2x4GB eða 4x4GB, myndi mæla með að taka bara 2x4GB til að byrja með, lítið mál að bæta við seinna.



Skjámynd

mundivalur
Vaktari
Póstar: 2327
Skráði sig: Fim 02. Apr 2009 13:16
Reputation: 82
Staðsetning: South side
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við PC build

Pósturaf mundivalur » Fös 04. Maí 2012 14:24

Og svo er eða var betra að nota skjákort frá Nvidia fyrir photoshop og flr. ,er ég nokkuð að rugla með það drengir ?



Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við PC build

Pósturaf DJOli » Fös 04. Maí 2012 15:19

Bara að benda þér strax á það þar sem þú ert hálfgerður byrjandi í svona löguðu.

@tt.is er alveg fín búð, en hún hentar best fyrir tvo hópa af fólki;
Aðila sem vita mjög mikið um tölvur.
Aðila sem vita mikið um tölvur, og kaupa þær dýrar.

Aðrir eiga minni séns á að fá hlutum með litla galla skipt út.

Það eru líkur á því að ef þú sendir til þeirra borðtölvu sem kostaði yfir 200.000kr.- að þeir skipti um alla íhluti vegna vanþekkingar.

Þá myndi ég mæla með Kísildal fyrir alla byrjendur, með heppni geturðu fengið að fylgjast með þeim og kannski spurt um hitt og þetta, þar að segja ef ekki er allt á bólakafi hjá þeim.

Ég mynda mitt álit eftir 8 ára viðskipti við att.is sem fara nú að enda.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|

Skjámynd

chaplin
Kóngur
Póstar: 4339
Skráði sig: Fim 26. Mar 2009 14:53
Reputation: 392
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við PC build

Pósturaf chaplin » Fös 04. Maí 2012 15:57

Somebody has to say this..

@ DJoli: Dude wtf? Hefur þú íhugað að lesa yfir vitleysuna sem þú skrifar hérna á spjallborðið áður en þú postar þeim? Att fyrir þá sem vita mikið um tölvur, fyrir þá sem eiga mikið að peningum afþví Att eru bjánar? Kísildalur fyrir þá sem eru byrjendur afþví Kísildalur eru þekktir fyrir að veita almennt góða þjónustu og að kenna nýliðum? Þvílíkt rugl.

Ekki að reyna að vera dónalegur.



Skjámynd

worghal
Kóngur
Póstar: 6397
Skráði sig: Sun 11. Mar 2007 14:00
Reputation: 464
Staðsetning: fyrir aftan þig
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við PC build

Pósturaf worghal » Fös 04. Maí 2012 16:12

chaplin skrifaði:Somebody has to say this..

@ DJoli: Dude wtf? Hefur þú íhugað að lesa yfir vitleysuna sem þú skrifar hérna á spjallborðið áður en þú postar þeim? Att fyrir þá sem vita mikið um tölvur, fyrir þá sem eiga mikið að peningum afþví Att eru bjánar? Kísildalur fyrir þá sem eru byrjendur afþví Kísildalur eru þekktir fyrir að veita almennt góða þjónustu og að kenna nýliðum? Þvílíkt rugl.

Ekki að reyna að vera dónalegur.

einmitt það sem ég var að hugsa.

DJoli, ég hef verslað við att í nokkur ár og ég hef alltaf fengið góða þjónustu og fengið gölluðum hlutum skipt útþ


CPU: Intel Core i7 12700KF MB: Gigabyte Z690 Gaming X GPU: EVGA RTX 3080 FTW3 ULTRA 12Gb RAM: Corsair Vengeance RGB Pro 2x16Gb 3600Mhz CPU Cooler: Noctua NH-D14 Sound: Topping DX7s - HD380PRO - Yamaha HS7 CASE: Corsair 4000D Airflow

Skjámynd

Eiiki
/dev/null
Póstar: 1408
Skráði sig: Þri 09. Nóv 2010 14:23
Reputation: 2
Staðsetning: 1101101
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við PC build

Pósturaf Eiiki » Fös 04. Maí 2012 16:15

Þarft nú ekki að tjá þig í þessum þræðu um þau mál DJOli minn.
Ef þú kíkir aðeins á verðvaktina þá getur þú séð þar að @tt eru bara með mjög fín verð á sínum vörum. Mér persónulega finnst @tt eiga allt gott skilið. Keypti einmitt gölluð minni af þeim um daginn og renndi við og vildi þeim skipt út, þeir tóku við minnunum og létu mig fá ný án nokkura vandræða.
En jú Kísildalur er náttúrulega frábær dalur.


Asrock Z68 Pro3-M | i7 2600k | Intel 520 Series 120 GB | GTX 560-Ti | 8GB 1866Mhz | Home made Mahogany case |Custom Water Cooling
Build log: http://spjall.vaktin.is/viewtopic.php?f=1&t=47846

Skjámynd

DJOli
Vaktari
Póstar: 2105
Skráði sig: Fim 24. Jún 2010 01:58
Reputation: 175
Staðsetning: Heima
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við PC build

Pósturaf DJOli » Fös 04. Maí 2012 18:14

Ókei fml.

Ég er orðinn kúreki, og ég bara hreinlega skil það ekki.

Allavega, ég hef pantað hluti hjá att, og þeir hafa virkað misvel, og gengið verr að fá þeim skipt út vegna tregðu hjá þeim (hjá att) í að prufa hlutina nógu vel.

Ég nefni til dæmis ódýrt móðurborð sem ég keypti hjá þeim til að nota í mína lowbudget leikjavél sem ég nota enn þann dag í dag sem primary borðtölvu.
Það var einhver helvítis galli á því, móðurborðið gjörsamlega breyttist eftir tæplega eins árs notkun, hætti t.d. að spila leiki rétt, leikir fóru að gefa ranga tölu um kraft örgjörvans, og skype símtöl hættu að ganga upp.
Ég í fullri hreinskilni reyndi, ég reyndi að láta þá skoða þetta og skipta um móðurborð svo ég sendi tölvuna til þeirra í heilu lagi en þeir bara fundu ekkert að, svo ég neyddist til að kaupa nýtt móðurborð hjá Kísildal, og síðan þá hef ég ekki lent í neinu veseni.

Það er svosem hægt að segja bæði góða og slæma hluti um Att.
Þeir t.d. styðja og hlýða lífstíðarábyrgð á vinnsluminnum, og eru einnig til í að senda hluti út í RMA eftir að ábyrgðin rennur út (sé hluturinn enn í verkssmiðjuábyrgð (t.d. WD Black diskar)).

En svo kemur fyrir svona einn og einn hlutur sem fær mann til að efast um færni þeirra í tölvumálum og skipulagi.

Ég tek sem dæmi tölvu sem ég pantaði fyrir frænda minn sem vantaði ódýra skrifstofuvél.
Í þá vél pantaði ég AMD FM1 móðurborð, og Amd A6 örgjörva með innbyggðum skjákortskjarna.
Með því pantaði ég einnig harða diskinn og aflgjafann sem átti að fara í kassann.

Aflgjafinn sem ég pantaði var 500w Corsair aflgjafi.
Aflgjafinn sem ég hinsvegar fékk var 450-500w Fortron (lægri gæði), og í þokkabót var hann ekki modular sem gerði mér aðeins erfiðara fyrir í samsetningu og frágang.
Ekki bætir úr að ég fékk enga tilkynningu, símtöl eða tilkynningu í tölvupósti um að aflgjafinn hafi ekki verið til, ekki einusinni breytingu á kvittuninni.
Aflgjafanum var bara hent í box, og sent til mín hingað vestur.
Ég auðvitað ætlaði að brjálast, en ákvað samt að taka því rólega og spurði þá af hverju ég fékk Fortron aflgjafa í stað Corsair og fékk þá eitthvað svar sem ég man bara alls ekki eftir, en ég sagði þó að þeir skulu breyta kvittuninni hjá sér, og merkja þar inn Fortron aflgjafa í stað Corsair aflgjafa svo ég geti þá fengið honum skipt ef hann bilar.
Og auk þess skuli þeir millifæra á mig mismuninn (3.000kr.-) sem þeir og gerðu.

Það eru bara svona basic hlutir, sem fara í taugarnar á mér.
En þetta er að valda því að ég mæli í dag með því fyrir alla sem ég þekki sem búa eigi yfir mikilli tölvuþekkingu, að þeir versli í stað við Kísildal, að þeir bjóði upp á algjörlega frammúrskarandi þjónustu, meðal annars.


i7-11700KF|64gb(2x32gb)ddr4|1060-6gb|1tb Samsung 980 Pro nvme m.2|1tb Samsung 860 Evo sata ssd|Corsair HX1200|


IkeMike
Fiktari
Póstar: 90
Skráði sig: Mán 15. Nóv 2010 22:50
Reputation: 4
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við PC build

Pósturaf IkeMike » Fös 04. Maí 2012 18:43

Það að skoðun sumra fari svona mikið fyrir brjóstið á sumum... Ég get alveg tekið undir með Djoli. Ég hef síður verslað við Att og frekar við Kísildal í minni tíð einfaldlega vegna betri þjónustu sem þeir bjóða uppá, fyrir einstakar vöru. Af minni reynslu, þá hef ég myndað mér þá skoðun að versla frekar við Kísildal vegna betri þjónustu gagnvart mér sem neytanda.

Er ekki að álasa þá hjá Att vegna verðlagningar þeirra eða slæmrar útkomu á ábyrgðarmálum sem betur fer, einfaldlega vegna þeirra þjónustu sem ég fékk.

Annars virðist þessi vél þín stórfín fyrir utan Triple-Channel minnið sem var bent á, að auki fyrir þetta móðurborð þá myndi ég klárlega hinkra eftir Ivy-bridge því það opnar PCI-Gen 3.0 bandvíddina sem er talsvert hraðari en 2.0 bandvíddin (ekki að ég muni hver hún var nkl í augnablikinu). Myndir græða 10% afköst af 2500k samanborið við samskonar Ivy-Bridge i5 örgjörva.




ORION
spjallið.is
Póstar: 443
Skráði sig: Þri 29. Nóv 2011 13:27
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Re: Aðstoð við PC build

Pósturaf ORION » Fös 04. Maí 2012 19:17

DJOli skrifaði:Ókei fml.

Ég er orðinn kúreki, og ég bara hreinlega skil það ekki.



Mynd


:guy


Missed me?