Síða 1 af 1
Battlefield 3 á eldri vél
Sent: Þri 10. Apr 2012 23:47
af darrip
Góðan daginn.
Ég er búinn að spila Battlefield 3 núna í 1 mánuð á 4 ára vél, og er ekki alveg nógu ánægður með hvernig tölvan höndlar hann.
mig grunar að skjákortið sé flöskuhálsinn.
móðurborð: p35 Platinum
örri : Intel(R) Core(TM) 2 Duo E6750 @ 2.67GHz
skjákort : Geforce 9600GT 512mb
minni : 6gb
ef þið haldið að það sé nóg að skipta skjákortinu út, hvaða skjákort hafið þið þá í huga fyrir lítinn pening (nenni ekki að henda miklum pening í gamla tölvu).
takk fyrir.
Re: Battlefield 3 á eldri vél
Sent: Þri 10. Apr 2012 23:50
af AncientGod
Þetta ætti að duga þér vel.
Sparkle GeForce GTS 450
Re: Battlefield 3 á eldri vél
Sent: Þri 10. Apr 2012 23:53
af worghal
það er samt mælt með quad core þannig það gæti verið flöskuhálsinn
Re: Battlefield 3 á eldri vél
Sent: Mið 11. Apr 2012 00:09
af AntiTrust
worghal skrifaði:það er samt mælt með quad core þannig það gæti verið flöskuhálsinn
Mig grunar þó að 512MB kort sé að flöskuhálsa hann frekar, ekki mikil bandvídd á þessu korti til að spila með. En svo aftur á móti gæti nýtt kort verið illa nýtt ef CPU bottleneckar svo GPU-ið.
Hoppa upp í Q6600 og e-ð mediumrange GPU, þarf ekki að kosta mikið.
Re: Battlefield 3 á eldri vél
Sent: Mið 11. Apr 2012 00:11
af GullMoli
worghal skrifaði:það er samt mælt með quad core þannig það gæti verið flöskuhálsinn
Þú þarft ekki meira en 2 kjarna í þennan leik;
http://www.bit-tech.net/hardware/2011/1 ... analysis/7
Re: Battlefield 3 á eldri vél
Sent: Mið 11. Apr 2012 00:18
af littli-Jake
Skjákortið er vissulega flöskuhálsinn er Örrinn er ekki langt á eftir. Ef þú kæmist í t.d.Q6600 eða E8400 Ætti þetta alveg að sleppa. Annars væri nítt rig frá grunni eina vitið.
Re: Battlefield 3 á eldri vél
Sent: Mið 11. Apr 2012 00:19
af littli-Jake
Vá hvað þetta kort er dásamlega stutt.
Re: Battlefield 3 á eldri vél
Sent: Mið 11. Apr 2012 09:01
af audiophile
Ég er að keyra á i7 og gömlu Amd 4890 korti. Ég þarf að skrúfa allt í low til að fá þolanlegt FPS. Kortið skiptir miklu máli líka.
Re: Battlefield 3 á eldri vél
Sent: Mið 11. Apr 2012 09:46
af ponzer
Mæi með Quad fyrir BF sama hvað ver segir ég hef bæði verið með dual og quad í þessum leik og það var eins og svart og hvítt, þessi leikur er mjög CPU intensive!
http://www.techspot.com/review/458-batt ... page7.htmlFarðu í quad!
Re: Battlefield 3 á eldri vél
Sent: Mið 11. Apr 2012 12:36
af audiophile
Klárlega. Ég sá rosalegan mun í Bad Company2 að uppfæra úr Core2Duo í i7 með sama GPU. Ábyggilega meiri munur á BF3. En BF3 reynir samt slatta á GPU. Bad Company2 keyrir geðveikt vel hjá mér, en BF3 svona la la.
Re: Battlefield 3 á eldri vél
Sent: Mið 11. Apr 2012 17:58
af braudrist
/offtopic
Djöfull er ég að fíla undirskriftina þína, audiophile
Re: Battlefield 3 á eldri vél
Sent: Mið 11. Apr 2012 19:03
af audiophile
braudrist skrifaði:/offtopic
Djöfull er ég að fíla undirskriftina þína, audiophile