Síða 1 af 1

Aðstoð með "týndan" harðan disk

Sent: Fös 06. Apr 2012 17:37
af krullih
Sælir vaktarar,

Ég er að lenda í smá vandamáli með TV flakkarann minn (1tb HDD esata) en hann tók upp á því nýlega að þegar hann er tengdur við sjónvarp kemur fram beiðni um að formatta hann - ef ég vel nei þá slekkur hann einfaldlega á sér.

Við þetta vesen tók ég diskinn úr og beintengdi við eina af vélunum hérna heima, en þá kemur hann ekki fram í My computer, eða drive/storange manager (win7 stýrikerfi). Ég er búinn að sækja einhver 3-4 forrit en engin af þeim virðist "finna" harða diskinn. Samt spinnar hann og virðist vera amk einhver virkni í honum.

Hefur einhver glímt við vandamál líkt þessu? Öll þessi recovery forrit gera ráð fyrir að harði diskurinn "sjáist" í tölvunni og því hafa þau lítið gagnast mér!

Re: Aðstoð með "týndan" harðan disk

Sent: Fös 06. Apr 2012 18:03
af SteiniP
Ef að stýrikerfið finnur ekki diskinn, þá ertu ekki að fara að finna hann með neinum forritum... þetta fer allt í gegnum sama API.
Byrjaðu á að athuga hvort að diskurinn kemur fram í BIOS. Ef hann gerir það, þá er einhver von. Getur þá prófað að ræsa af linux live cd og reynt að afrita gögnin af honum.

Re: Aðstoð með "týndan" harðan disk

Sent: Fös 06. Apr 2012 21:24
af audiophile
Ef hann kemur ekki upp í Disk Management, þá lítur þetta ekki vel út.

Re: Aðstoð með "týndan" harðan disk

Sent: Fös 06. Apr 2012 22:37
af IL2
Mig minnir að Easy Recovery sjái diska sem sjást ekki í tölvunni.

Re: Aðstoð með "týndan" harðan disk

Sent: Lau 07. Apr 2012 00:31
af tomasjonss
Ef (samkvæmt texta) þú getur látið sjónvarp formatta hann, ættir þú ef allt annað bregst að reyna nota þann möguleika svo framarlega sem gögnin eru ekki ofur verðmæt.