Síða 1 af 1

Að splæsa saman vírum

Sent: Fim 05. Apr 2012 22:17
af KermitTheFrog
Sælir, þarf ég ekki að fjarlægja húðina sem er þarna utan um vírana (græn, rauð og shit) áður en ég get splæst þeim við aðra snúru? Hver er besta leiðin til þess?

Ég hef séð á netinu að menn eru ýmist að brenna hana af eða nota til þess sandpappír.

Mynd

Re: Að splæsa saman vírum

Sent: Fim 05. Apr 2012 22:18
af Klemmi
Nota nú yfirleitt bara töng en þarft að gera það varlega. Annars má líka nota dúkahníf og annað hvort "tálga" einangrunina af eða skera hring um hana og draga svo einangrunina af.

Re: Að splæsa saman vírum

Sent: Fim 05. Apr 2012 22:46
af Sphinx
kveikjara bara rett yfir vírana þá brennur þetta strax af.. ég gerði það þegar ég var að teingja vírana á heyrnatólonum saman

Re: Að splæsa saman vírum

Sent: Fim 05. Apr 2012 22:48
af C2H5OH
tennurnar virka fínt líka

Re: Að splæsa saman vírum

Sent: Fim 05. Apr 2012 22:57
af Ulli
Teeth work wonders! :happy

Re: Að splæsa saman vírum

Sent: Fim 05. Apr 2012 23:22
af AciD_RaiN
Ég var búinn að skrifa að tennurnar væru bestar í þetta en eyddi innlegginu því ég vildi ekki vera að hvetja fólk til að skemma í sér glerunginn en það er bara satt að tennurnar eru bestar í vírana ;)

Re: Að splæsa saman vírum

Sent: Fös 06. Apr 2012 00:38
af Haxdal
Ég náði aldrei þessu kveikjaratrixi, plastdraslið bráðnaði bara og harðnaði og það var verra fyrir mig að losa það svo ég hef bara notað rakvélablað og skorið hring og rifið plast draslið af þannig.

Re: Að splæsa saman vírum

Sent: Fös 06. Apr 2012 00:53
af vesley
Dúkahnífur,bítari,skæri virka jafnvel.

En myndi ekki detta í hug að nota tennurnar fæ bara hroll við hugsunina um vírinn í tönnunum.

En ef þetta er bara húð en ekki pvc/plast einangrunarrör þá dugar bara að brenna eða nota sandpappír. Bæði jafn gott en það er aðeins fljótlegra að brenna.

Re: Að splæsa saman vírum

Sent: Fös 06. Apr 2012 10:55
af Joi_BASSi!
Kveikjara a bara ad nota a hudada vira. Ekki a kapuna ](*,)
Hnifur, skæri. Skiptir litlu mali, bara ad thad virki. Annars eru til serhæfdar tengur fyrir thedda.

Re: Að splæsa saman vírum

Sent: Fös 06. Apr 2012 11:15
af CendenZ
tangirnar kostar svona þúsund kall í raftækjamarkaðinum í smáralind.......... alveg þess virði!

Re: Að splæsa saman vírum

Sent: Fös 06. Apr 2012 11:24
af IL2
Þær eiginlega virka ekki á svona víra finnst mér en eru skyldueign á alla aðra víra.

Re: Að splæsa saman vírum

Sent: Fös 06. Apr 2012 11:26
af ÆvarGeir
þú þarft líklega að afeinangra fyrst og svo brenna húð sem er utanum vírana en hún brennur hvort sem er ef þú lóðar..

Re: Að splæsa saman vírum

Sent: Fös 06. Apr 2012 13:34
af ASUStek
nota bara nagla þjöl á vasahníf bara eitthvað sem er með sama notkun og sandpappir virkar mjog vel og finnst mer þæginlegast að lóða

Re: Að splæsa saman vírum

Sent: Fös 06. Apr 2012 19:07
af KermitTheFrog
ÆvarGeir skrifaði:þú þarft líklega að afeinangra fyrst og svo brenna húð sem er utanum vírana en hún brennur hvort sem er ef þú lóðar..


Ertu að segja að það sé vír með húð umvafinn einangrun umvafinn annarri eingangrun?

Re: Að splæsa saman vírum

Sent: Fös 06. Apr 2012 19:09
af tdog
KermitTheFrog skrifaði:
ÆvarGeir skrifaði:þú þarft líklega að afeinangra fyrst og svo brenna húð sem er utanum vírana en hún brennur hvort sem er ef þú lóðar..


Ertu að segja að það sé vír með húð umvafinn einangrun umvafinn annarri eingangrun?


Á sumum vírum er þunn lakkhúð sem leiðir illa. Það þarf að skafa þessa húð af þessum vírum og skeyta þeim síðan saman.

Re: Að splæsa saman vírum

Sent: Fös 06. Apr 2012 19:49
af KermitTheFrog
tdog skrifaði:
KermitTheFrog skrifaði:
ÆvarGeir skrifaði:þú þarft líklega að afeinangra fyrst og svo brenna húð sem er utanum vírana en hún brennur hvort sem er ef þú lóðar..


Ertu að segja að það sé vír með húð umvafinn einangrun umvafinn annarri eingangrun?


Á sumum vírum er þunn lakkhúð sem leiðir illa. Það þarf að skafa þessa húð af þessum vírum og skeyta þeim síðan saman.


En þetta græna/rauða/gyllta shit þarf að fara er það ekki? Ég get t.d. ekki lóðað þetta beint svona?

Re: Að splæsa saman vírum

Sent: Fös 06. Apr 2012 20:11
af Moquai
kaupa sér svona töng sem gerir þetta fyrir þig bara.

Re: Að splæsa saman vírum

Sent: Fös 06. Apr 2012 22:53
af gardar
Ég myndi bara nota common sense.

Ég trúi eiginlega ekki að það sé verið að spyrja að þessu hér inni :lol:

Re: Að splæsa saman vírum

Sent: Lau 07. Apr 2012 18:40
af KermitTheFrog
Ahh sorrý að ég hafi notað tölvu- og tæknispjallborð til að spyrjast fyrir um tæknilegan hlut sem ég var ekki viss um :/

Gerist ekki aftur, i promise :)

Re: Að splæsa saman vírum

Sent: Lau 07. Apr 2012 19:11
af CendenZ
gardar skrifaði:Ég myndi bara nota common sense.

Ég trúi eiginlega ekki að það sé verið að spyrja að þessu hér inni :lol:


Voltaire(1764) skrifaði:"Common sense is not so common."

Re: Að splæsa saman vírum

Sent: Lau 07. Apr 2012 19:28
af AciD_RaiN
KermitTheFrog skrifaði:Ahh sorrý að ég hafi notað tölvu- og tæknispjallborð til að spyrjast fyrir um tæknilegan hlut sem ég var ekki viss um :/

Gerist ekki aftur, i promise :)

Kommon þetta spjallborð er nú til að hjálpa fólki við að fá svör við tæknilegum vandamálum þannig að það hlýtur að vera í lagi að spyrja ef maður veit ekki.

Re: Að splæsa saman vírum

Sent: Lau 07. Apr 2012 21:38
af Joi_BASSi!
Mer finnst tengurnar sem ad eru med got fyrir stærdir fyrirfram othægilegar.
Eg nota tong sem er ca. Svona (). (reyndar eru 2 svona a henni)
Thad tharf sma æfingu en hun passar fyrir alla vira.

Annars tha eru Venjulega virar i kapum ekki hudadir. Bara virar i spolum og svoleidis, sem ad thurfa ad vera eins mjoir og mogulegt er.

Re: Að splæsa saman vírum

Sent: Lau 07. Apr 2012 21:50
af lukkuláki
Simply the best

Mynd