Síða 1 af 1

Aðstoð með val á skjákorti og fyrirspurn um aflgjafa

Sent: Fös 24. Feb 2012 00:27
af Hamarius
ok held miðað við fjárhaginn að þetta skjákort- Gigabyte Radeon HD 6450
Gigabyte Radeon HD 6450 OC
http://tolvutek.is/vara/gigabyte-hd6450 ... t-1gb-ddr3
http://pith.com.my/store/index.php?rout ... ct_id=1059
(jafnvel þetta )
Gigabyte HD6670 PCI-E2.1 skjákort 1GB DDR3
http://tolvutek.is/vara/gigabyte-hd6670 ... t-1gb-ddr3
(en er samt soldið dýrt miðað við fjárhag.)

-ætti að bæta það sem ég hef núna sem er ekkert skjákort nema í móðurborðinu.

og svo að öðru, er með aflgjafa sem heitir cooler master rs-460-pcap-j3 sem ég held sé sá sami og þessi http://www.coolermaster.com/product.php?product_id=6615 , þó það muni einu staf þarna, alalvega eru spekkarnir alveg þeir sömu, en ég var að spá þessi watta tala á skjákortinu Power requirement 400 W, ekki er það aukalega fyrir utan allt hitt, er ekki öruglega bara verið að meina að það sé "minnst 400w aflgjafi sem þarf fyrir þetta skjákort þó þú sért með fullt af öðru drasli líka" :) annars þyrfti maður að fá sér hvað 800w?

Re: Aðstoð með val á skjákorti og fyrirspurn um aflgjafa

Sent: Fös 24. Feb 2012 02:11
af AciD_RaiN
Hvað ertu með í tölvunni fyrir?? Það er verið að tala um minnst 400w aflgjafa en þá erum við að tala um MINNST... Ekki svo galið að bíða með það í smá stund að fá sér nýtt skjákort og fá sér eitthvað aðeins skárra... Að spara á tölvuíhlutum er ekki alltaf sparnaður ef þú lítur á heildarmyndina ;) Ekkert vitlaust heldur að fá sér aðeins stærri aflgjafa en þessi virðist vera nokkuð fínn...

Re: Aðstoð með val á skjákorti og fyrirspurn um aflgjafa

Sent: Fös 24. Feb 2012 20:03
af Hamarius
AciD_RaiN skrifaði:Hvað ertu með í tölvunni fyrir?? Það er verið að tala um minnst 400w aflgjafa en þá erum við að tala um MINNST... Ekki svo galið að bíða með það í smá stund að fá sér nýtt skjákort og fá sér eitthvað aðeins skárra... Að spara á tölvuíhlutum er ekki alltaf sparnaður ef þú lítur á heildarmyndina ;) Ekkert vitlaust heldur að fá sér aðeins stærri aflgjafa en þessi virðist vera nokkuð fínn...


Já, fjárhagurinn leyfir bara ekki meira í þetta, síðan er ég líka bara reyna bæta aðeins ekki mikið.

en þetta er móðurborðið
MSI 760GM-E51 http://www.msi.com/product/mb/760GM-E51.html

Re: Aðstoð með val á skjákorti og fyrirspurn um aflgjafa

Sent: Fös 24. Feb 2012 21:08
af Klemmi
Þessi aflgjafi ræður við alveg sæmilegustu kort, ættir að geta farið upp í allt að GTX560 og mögulega GTX560Ti á honum, svo lengi sem þú ert ekki með einhvern steraðan örgjörva yfirklukkaðan útúr heiminum eða helling af diskum.

En þú ert ekki að fara að kaupa þér HD6450.
Það er fínt kort fyrir MediaCenter vél en þú spilar enga leiki á því.

HD6670 er margfalt og þá meina ég margfalt öflugra, engin spurning að spara aðeins lengur og safna fyrir því, þú græðir ekkert á HD6450.

Re: Aðstoð með val á skjákorti og fyrirspurn um aflgjafa

Sent: Fös 24. Feb 2012 23:12
af Hamarius
Klemmi skrifaði:Þessi aflgjafi ræður við alveg sæmilegustu kort, ættir að geta farið upp í allt að GTX560 og mögulega GTX560Ti á honum, svo lengi sem þú ert ekki með einhvern steraðan örgjörva yfirklukkaðan útúr heiminum eða helling af diskum.

En þú ert ekki að fara að kaupa þér HD6450.
Það er fínt kort fyrir MediaCenter vél en þú spilar enga leiki á því.

HD6670 er margfalt og þá meina ég margfalt öflugra, engin spurning að spara aðeins lengur og safna fyrir því, þú græðir ekkert á HD6450.



ok, ætli maður borði bara ekki aðeins minna í nokkra daga og fari á dýrara kortið :)

takk

Re: Aðstoð með val á skjákorti og fyrirspurn um aflgjafa

Sent: Fös 24. Feb 2012 23:29
af AciD_RaiN
Núðlur og hrísgrjónagrautur :happy