Síða 1 af 2
AMD Athlon 64 Processor 3000+ RETAIL eða Intel Pentium 4 2.8
Sent: Mán 28. Jún 2004 07:19
af machinehead
Hvorum mælið þið með fyrir leiki og af hverju?
Einnig, hvað er átt við með Athlon 64-bit 2.0Ghz?
Re: AMD Athlon 64 Processor 3000+ RETAIL eða Intel Pentium 4
Sent: Mán 28. Jún 2004 08:52
af Stutturdreki
machinehead skrifaði:hvað er átt við með Athlon 64-bit
Ef ég man tölvunarfræðina mína rétt þá segir þetta til um hversu stórt 'address space' vélbúnaðurinn (og stýrikerfið) getur notað. Sem er aðallega tvíþætt:
Þú getur unnið með 64-bita (stór) gögn í einu á vélamáls "stigi".
Þú getur vísað í 2^64 mismunandi minnissvæði.
Náttúrulega þarftu að vera með 64 bita stýrikerfi til að geta nýtt þér þetta..
Sent: Mán 28. Jún 2004 10:47
af viddi
amd er afkastameiri en intelinn og plús það ef þú hugsar útí framtíðina þá mæli ég með amd 64
Sent: Mán 28. Jún 2004 18:42
af gumol
P4 2.8 er á 18.599
AMD64 3000+ er á 24.750
Það munar mjög litlu á afköstum
5.000 króna munur miðað við örlítið hraðvirkari örgjörva er ekki þess virði.(efast stórlega um að þú sjáir mun í leikjum, en engann í td. video encodeing)
Forrit sem hafa verið endurgerð fyrir 64 bita örgjörva á Linux hafa náð frá 0 til 10% betri afköstum, en það er langt í að 64 bita forrit verði algegn á Windows.
Ég mæli semsagt með P4 2.8 GHz eða jafnvel P4 3.0 GHz á 23.399.
Sent: Mán 28. Jún 2004 18:48
af Dannir
En amd er slatta betri í leiki.
Sent: Mán 28. Jún 2004 18:54
af gumol
Dannir skrifaði:En amd er slatta betri í leiki.
Neibb, munar örlitlu á þessum 2 örgjörvum.
Sent: Mán 28. Jún 2004 18:55
af Cicero
ef ég væri að fá mér örgjörva í dag myndi ég fá mér amd 64 3000 eða 3200+ örgjörva..
amd eru betri í leikjunum
Sent: Mán 28. Jún 2004 18:57
af gumol
Sent: Mán 28. Jún 2004 19:02
af Dannir
Sent: Mán 28. Jún 2004 20:42
af Pandemic
Það er pura heimska að alhæfa að amd sé betri í leiki. Hef nú bara aldrei séð amd örgjörva performa betur í leikjum heldur en p4 mjög svipaðir á því sviði.
Þetta er eins og að alhæfa að léttsmjör sé betra en venjulegt smjör á brauð
Sent: Mán 28. Jún 2004 21:17
af Arnar
Pandemic, þú varst fyrir skömmu að lýsa því yfir að corsair væru bestu minni í heiminum.
Sent: Mán 28. Jún 2004 21:43
af wICE_man
Í Quake III "demo001" hefur P4 2.8 u.þ.b. 6% forskot á A64 3000+ en í "thg3" er A64 3000+ ögn hraðari og í Wolfenstein er hann 4% hraðari en Intel örgjörvinn.
Þaðan í frá fara hlutirnir versnandi fyrir pentium örgjörvan, í commanche 4 er Athlon64 örrinn 8% hraðari, 21% í UT2004 (það tekur enginn eftir því), 19% í Splinter Cell, 6% í Nascar Thunder, 10% í Far Cry, 10% í Serious Sam, heilum 50% hraðari í X2 the threat og 35% hraðari í Tomb Raider (TRAOD).
Þetta er meiri munur en á P4 2.8 og AthlonXP 2800+ ef þú vilt fara sparnaðarleiðina og spara auka 5000 kall, en auðvitað verður maður alltaf að vega og meta kosti og galla, hverju maður er að leyta að og kanski mikilvægast af öllu, hvað er maður tilbúinn að borga fyrir það.
Ég fyrir mitt leyti tími ekki að kaupa hvorn þeirra sem er, þess vegna er ég að yfirklukka XP 1700+
Sent: Mán 28. Jún 2004 21:44
af wICE_man
Pandemic, Benchmörk ljúga ekki, eða hvað?
Sent: Mán 28. Jún 2004 22:33
af Dannir
Ég setti mín svör bara svona til að vega upp á móti hinu sem var verið að segja.
Ég er búinn að eiga bæði Intel og Amd og finnst bæði fínt.
Sent: Mán 28. Jún 2004 22:58
af Zaphod
Rólegir á AMD vs. Intel .....
Báðir þessir örgjörvar munu éta alla þá leiki sem eru í gangi í dag..
Kannski að AMD-inn sé aðeins meira uppá framtíðina , þeas þegar það er komir 64 bita stýriskerfi og leikjaframleiðendur er farnir að gera 64 bita leiki . Eins þú sérð eru þessir örgjörvar að performa svipað í dag ..... En það er allt óljóst ennþá ?
Svo ég held að þú verður býsna sáttur hvorn sem þú tekur . Þessi auka 5000 kall er bara uppá framtíðina ...
Sent: Mán 28. Jún 2004 23:03
af gumol
Örrinn þinn á eftir að verða orðinn það gamall þegar 64 bita leikir verða farnir að skila betri afköstum að þú átt hvort sem er ekki eftir að geta spilað leikina almennilega á tölvunni. Prófaðu td. að spila UT2004 á 2 ára gamalli vél í einhverjum gæðum.
Sent: Mán 28. Jún 2004 23:37
af Zaphod
Meinti þetta ekki alveg þannig , 64 bit gefa kannski eitthvað uppá framtíðina en ekki loforð um að geta spilað toppleikina í hámarksgæðum eftir nokkur ár .
64 bita amd-inn gefur þér kannski örlítið lengri tíma ef allir verða "onboard" í 64 bita byltingunni ....
Sent: Þri 29. Jún 2004 01:44
af ICM
gumol skrifaði:Örrinn þinn á eftir að verða orðinn það gamall þegar 64 bita leikir verða farnir að skila betri afköstum að þú átt hvort sem er ekki eftir að geta spilað leikina almennilega á tölvunni. Prófaðu td. að spila UT2004 á 2 ára gamalli vél í einhverjum gæðum.
Vélbúnaðurinn í minni vél er flestur eldri en 2ja ára og hún keyrir hann fínt þakka þér fyrir. UT 2004 er jafnvel betur optimized en UT 2003 svo ég veit ekki afhverju þú ert að tala um hann hérna, auk þess er búið að gera "64bit" stuðning við þá vél, getur t.d. fengið "64bit" AmericasArmy sem bootar á 64bit live linux...
Sent: Þri 29. Jún 2004 15:02
af gnarr
tölvan mín er orðin 2 ára og keyrir ut2004 jafn hratt og lamborghini..
Sent: Þri 29. Jún 2004 18:49
af ganjha
Eitt sem gleymdist hérna er að AMD64 3000+ er fyrir socket 754, en það hefur verið hætt að gera örgjörva í þá. AMD64 verður framvegis í socket 939, þannig að það er eitt annað sem þú verður að taka með í reikninginn. Þ.e. ef þú ætlar að uppfæra örgjörfa seinna, en ekki móðurborð.
Reyndar er sama sagan hjá Intel. Nýtt "öfugt" socket LGA 775 kemur í stað fyrir socket 478.
Sent: Þri 29. Jún 2004 20:00
af wICE_man
ganjha:
Eitt sem gleymdist hérna er að AMD64 3000+ er fyrir socket 754, en það hefur verið hætt að gera örgjörva í þá. AMD64 verður framvegis í socket 939
Nei, AMD hafa gefið út 3700+ fyrir S754 og munu gefa út nýja örgjörva allavega upp í 4000+, ennfremur munu þeir nota þennan platform áfram fyrir ódýru gjörvana sína svo að þessi platform er nokkuð góður upp á nánustu framtíð að gera, S478 stoppar hins vegar á 3.4GHz svo það er lítið höfuðrými á þeim bænum nema ef menn kjósa að yfirklukka.
Sent: Þri 29. Jún 2004 22:10
af gumol
IceCaveman skrifaði:Vélbúnaðurinn í minni vél er flestur eldri en 2ja ára og hún keyrir hann fínt þakka þér fyrir. UT 2004 er jafnvel betur optimized en UT 2003 svo ég veit ekki afhverju þú ert að tala um hann hérna
gnarr skrifaði:tölvan mín er orðin 2 ára og keyrir ut2004 jafn hratt og lamborghini..
Ok, slæmt dæmi. Það breytir því ekki að ég held að það sé engin ástæða til að fara yfir í 64 bita því tölvan verður úrelt þegar kemur að því að hún fari að skila einhverjum sjáanlega meiri afköstum útaf 64 bita stuðninginum.
Hvernig tölvur eruð þið annars með Icave og gnarr.
Sent: Þri 29. Jún 2004 22:40
af gnarr
p4 1.6@2.25, Radeon 9700pro og abit móðurborð
Sent: Mið 30. Jún 2004 16:26
af ganjha
wICE_man skrifaði:Nei, AMD hafa gefið út 3700+ fyrir S754 og munu gefa út nýja örgjörva allavega upp í 4000+, ennfremur munu þeir nota þennan platform áfram fyrir ódýru gjörvana sína svo að þessi platform er nokkuð góður upp á nánustu framtíð að gera, S478 stoppar hins vegar á 3.4GHz svo það er lítið höfuðrými á þeim bænum nema ef menn kjósa að yfirklukka.
Það er að vísu rétt að socket 754 verður áfram notaður, en hugmyndin er að AthlonXP 32bita færist yfir í það socket, s939 verður normið fyrir Athlon64.
Sent: Mið 30. Jún 2004 22:14
af wICE_man
Jú, S754 virðist ætla að verða svipað skammlífur og S423 á sínum tíma, en það er samt betri fjárfesting en S478 sem er í dauðateyjunum þessa stundina.
Það er vissulega erfitt að réttlæta kaup á örgjörva sem er bara að skila 10% meiri afköstum en annar sem er 5000 krónum ódýrari, þetta á bæði við um P4 2.8C vs. A64 3000+ og XP 2800+ vs. P4 2.8C en þetta fer allt eftir fjárráðum og hverju maður er að leyta að.
Ef þú ert að leita að topp leikjavél fyrir góðan pening (ca. 120-150 þús)yrði ég að mæla með A64 3000+, 5500 krónur eru innan við 5% af heildar upphæð tölvunar en gefur 10-15% auka afköst m.v. P4 2.8C, það er þó alltaf enn mikilvægara að fá sér allmennilegt skjákort, án þess er góður örgjörvi ónýt fjárfesting.