Síða 1 af 2

Hjálp með tölvukaup

Sent: Fös 25. Jún 2004 16:12
af Heddi
Jæja núna ætlar bróðir minn að fá sér tölvu. Hann vill góða leikjatölvu fyrir mest u.þ.b 120 þúsund, verður að vera P4 3.0 ghz örgjörvi.
Getiði hjálpað honum með restina ?

Sent: Fös 25. Jún 2004 17:26
af gumol
Skoðaðu eldri pósta. Það er búið að setja saman helling af svona tölvum hérna.

Sent: Lau 26. Jún 2004 00:33
af Steini
Hvaða leiki er hann að spila? spurning um hversu gott skjákort hann ætti að fá sér

Sent: Lau 26. Jún 2004 03:00
af Heddi
Hann ætlar að spila Hl2 og Doom3. Síðan er hann líka að bíða eftir World of warcraft sem kemur vonandi bráðum út...

Sent: Lau 26. Jún 2004 03:11
af Heddi
Honum er alveg sama núna hvort það verði Amd eða Intel örgjörvi. Bara sá sem skilar best í leikjum.

Sent: Lau 26. Jún 2004 12:07
af wICE_man
Pósta þetta af öðrum þræði:

Örri: Athlon64 3000+ hjá Start.is - 25.830Kr
móðurborð: Gigabyte GA-K8NS Pro hjá Start.is - 14.390Kr
Minni: Corsair XMS PRO 512Mb PC4000 hjá Tölvuvirkni - 18.630Kr
Skjákort: Sparkle GeForceFX 5900XT hjá Tölvuvirkni - 19.940Kr
Kassi: 6K28BS Super Low Noise 300W hjá Start.is - 6.990Kr
HDD: Samsung 160GB Serial-ATA 7200RPM hjá Start.is - 12.490Kr
DVD: NEC ND-2500A MultiSpin 8X hjá Start.is - 11.990Kr

Samtals: 110.260Kr

Verðin kunna að hafa breyst eitthvað, ég myndi síðan eyða extra 10.000 kallinum í ATI Radeon 9800Pro.

Sent: Lau 26. Jún 2004 18:20
af OverClocker
Úreld verð hjá þér.. :)

Örri: Athlon64 3000+ hjá Start.is - 24.750Kr
móðurborð: Gigabyte GA-K8NS Pro hjá Start.is - 13.990Kr
Minni: Corsair XMS PRO 512Mb PC4000 hjá Att - 16.950Kr
Skjákort: Chaintech GeForce FX5900XT hjá Att - 19.900Kr
Kassi: 6K28BS Super Low Noise 300W hjá Start.is - 6.990Kr
HDD: Samsung 160GB Serial-ATA 7200RPM hjá Start.is - 12.850Kr
DVD: NEC ND-2500A MultiSpin 8X hjá Start.is - 10.490Kr

Samtals: 105.920Kr

Ansi góður díll, víxlaði á att og tölvuvirkni þar sem þeir eru ódýrari.

Sent: Lau 26. Jún 2004 20:15
af Cicero
taka radeon x800pro skjakort i staðinn fyrir sparkle fx5900 kortið þarna :)
þá ætti verðið að vera komið upp í kringum 120 þúsundin

Sent: Lau 26. Jún 2004 20:43
af wICE_man
Nei, það er meira í námundan við 150 þúsund kallinn.

Sent: Lau 26. Jún 2004 22:01
af Steini
fx5900 kortið kostar 20 þúsund, en x800pro 46 þúsund þá er það reyndar komið í 131 þúsund en þú færð heldur ekkert betra skjákort hérna heima

Sent: Sun 27. Jún 2004 00:37
af Stebbi_Johannsson
þessi tölva sem þið eruð með er mjög góð en er Minnið ekki einum of. Hann hefur ekkert að gera við PC4000 minni frekar 2x512mb Mushkin CL 2.5 :wink: 3þús kall í viðbót

Sent: Sun 27. Jún 2004 00:40
af Heddi
Þetta er bara frekar góð tölva. Jamm sammála um að fá annað skjákort

Sent: Sun 27. Jún 2004 00:42
af Arnar
PC4000 minni í tölvu sem mun ekki vera að yfirklukka er mjög heimskuleg.


PC4000 minni hafa mjög léleg timings og ná oftast ekki góðum þó þau keyra á ddr400.

Taka gott PC3200 minni bara, t.d. Mushkin Special eða Corsair XL

Sent: Sun 27. Jún 2004 01:45
af Steini
Já spara aðeins í minni og kaupa x800pro fyrir mismuninn

Sent: Sun 27. Jún 2004 02:08
af Cicero
wICE_man skrifaði:Nei, það er meira í námundan við 150 þúsund kallinn.


er stærfræði kunnátta mín bara að klikka eða yrði það ekki í kringum 130 þúsund námundað :?

105.920-19.900+45.000 :roll:

Sent: Sun 27. Jún 2004 04:32
af Heddi
Hvernig minni mæliði þá helst með ?

Sent: Sun 27. Jún 2004 04:38
af Heddi
Ég sá þetta hérna skjákort http://www.computer.is/vorur/3950
Hver er munurinn á því og X800 pro ?

Sent: Sun 27. Jún 2004 11:03
af Arnar
X800 er nýrri kynslóð.

Eins og þú sérð með "9"800 XT og "X"800

Þar sem X er náttúrlega 10

Sent: Sun 27. Jún 2004 13:06
af Steini
9800xt var besta skjákortið á markaðnum áður en x800 kom og x800 er að skila miklu meira miðað við naestum sama verð ennþá

Sent: Sun 27. Jún 2004 18:13
af Heddi
Bróðir minn var að fá sér Demon kassa hjá Moody :)

Sent: Sun 27. Jún 2004 18:45
af Heddi
Gætuði samt sagt mér besta móbóið fyrir Intel ? Um svona 15.000

Sent: Sun 27. Jún 2004 19:13
af Steini
Nú vill hann ekki amd64? Hann er betri í leiki en annars væri það væntanlega ABIT ai7 eða ic7 á 12.900 og 13.900

Sent: Sun 27. Jún 2004 20:17
af Mysingur
abit ai7 hefur allavega reynst mér mjög vel

Sent: Sun 27. Jún 2004 20:56
af Steini
Já en ég var bara að spá af því að amd64 á að vera betri í leiki

Sent: Sun 27. Jún 2004 21:05
af gumol
Ekki hægt að segja að AMD64 sé betri í leiki alveg eins og það er ekki hægt að segja að P4 séu betri í myndvinnslu. Það fer bara eftir því hvað þú kaupir þér öflugan örgjörfa, ekki eingöngu eftir þeirri tegund sem þú velur. (er ekki að segja að þú megir ekki kaupa þér AMD64 í friði, bara illa sagt hjá þér)