Síða 1 af 1
fyrirtæki sem setur ssd í lappa?
Sent: Sun 29. Jan 2012 18:36
af mummz
Góðann dag.
Ég er með asus fartölvu sem mig langar til að láta setja ssd disk í. Hún er soldið leiðinleg að því leiti að það þarf að fara undir lyklaborðið og rífa hana í sundur til að geta bætt seinni disknum við, o ég hvorki nenni því, né treysti mér til að gera það án þess að skemma eitthvað.
Því spyr ég.
Mælir einhver hér með verkstæði sem getur hent ssd disk í vélina mína, og ég get treyst til að gera það án þess að fá vélina ljóta eða bilaða til baka?
kv
M.
Re: fyrirtæki sem setur ssd í lappa?
Sent: Sun 29. Jan 2012 19:03
af Joi_BASSi!
æeg myndi mæla með staðnum sem að þú fékkst vélina á
Re: fyrirtæki sem setur ssd í lappa?
Sent: Sun 29. Jan 2012 19:26
af Klemmi
Hvernig Asus vél er þetta annars, bara forvitni
Re: fyrirtæki sem setur ssd í lappa?
Sent: Sun 29. Jan 2012 19:30
af lukkuláki
Það geta öll betri verkstæði bæjarins gert þetta.
Re: fyrirtæki sem setur ssd í lappa?
Sent: Sun 29. Jan 2012 20:09
af mummz
Þetta er Asus g53sx sem ég keypti hjá buy.is.
Er nördinn.is góður kostur?
Ég spyr vegna þess að ég hef ekki þurft að nota svona verkstæði áður og veit ekki neitt um hverjir eru góðir og hverjir ekki í þessum bransa!
takk.
M
Re: fyrirtæki sem setur ssd í lappa?
Sent: Sun 29. Jan 2012 20:18
af Some0ne
Einhver flottur gæi í Start.is sippaði SSD í lappann minn á svona 20min á meðan að ég beið, tók gamla úr og setti bracket þarsem dvdið var og færði hann þangað og setti SSDinn í upprunalega hólfið
Re: fyrirtæki sem setur ssd í lappa?
Sent: Sun 29. Jan 2012 20:25
af littli-Jake
mummz skrifaði:Þetta er Asus g53sx sem ég keypti hjá buy.is.
Er nördinn.is góður kostur?
Ég spyr vegna þess að ég hef ekki þurft að nota svona verkstæði áður og veit ekki neitt um hverjir eru góðir og hverjir ekki í þessum bransa!
takk.
M
nördinn er fínast staður. Spurðu um Nonna(jón) hann reddar þér
Re: fyrirtæki sem setur ssd í lappa?
Sent: Sun 29. Jan 2012 22:46
af mummz
Very nice.
Kærar þakkir fyrir upplýsingarnar og hjálpina!
kv.
M
Re: fyrirtæki sem setur ssd í lappa?
Sent: Sun 29. Jan 2012 23:21
af FreyrGauti
Er ekki buy.is komið með verkstæði? Væntanlega þarftu að láta gera þetta þar svo að hún falli ekki úr ábyrgð?
Re: fyrirtæki sem setur ssd í lappa?
Sent: Mán 30. Jan 2012 18:12
af mummz
FreyrGauti skrifaði:Er ekki buy.is komið með verkstæði? Væntanlega þarftu að láta gera þetta þar svo að hún falli ekki úr ábyrgð?
Ég bara veit ekki hvernig það er, ég hef bara samband við þá með þetta á morgun...
btw. mun ég sjá einhvern mun við það bæta einum 4gb kubb í viðbót við vinnsluminnið, fara úr 12 í 16gb?