sumar uppfærsla - ábendingar um gæði og verð
Sent: Mið 23. Jún 2004 23:52
Sælt veri fólkið.
Ég er með í fórum mínum einn skrjóð sem hefur gengt hlutverki sínu vel hingað til. Nú er komin upp sú staða að hann er ekki að ráða við mikla keyrslu og minnisálag, þ.e.a.s. við myndvinslu og tónlistarsköpun (cubase þá aðallega), þannig að ég er á þeim buxunum að fara að uppfæra hann (skrjóðinn ) Ég ætti kannski að taka það fram að þetta á ekki að vera leikjavél, heldur meira svona meira vinnsluvél til daglegra notkunnar.
Ég er með ákveðnar hugmyndir um það sem mér finnst vanta og er þá fyrst og fremstmeð í huga a.m.k. 1gb vinnsluminni. Enn jæja. Skjár, skjákort, hljóðkort, netkort og geisladrif, að ógleymdi floppy, er eitthvað sem ég ætla nota áfram. Eftir stendur að ég verð að fá mér einhverja góða samsetningu á móðurborði, vinnsluminni og örgjörfa.
Uppfærslan mætti einnig innihalda nýjan harðan disk og kassa, en þar sem ég með tvo harða fyrir (160 wd og gamlan 20 ibm) var ég að velta fyrir mér kælingu á þetta drasl. Eins og er er hitastigið viðunandi, en ég veit ekki ef 3 harði diskurinn bættist við.
Jæja, þá læt ég það í ykkar hendur að púsla þessu saman fyrir mig ef það er ekki of frekt af mér. Budgetið er ekki rosalegt, en það á að vera nóg fyrir helstu nauðsynjum. ég myndi þá bara sleppa nýjum kassa og hörðum disk. Ég vill taka það fram að ég vill ekki eitthvað sem er top of the line, kannski 10-15 % betra en það næsta fyrir neðan, og er þar að auki 50 % dýrar fyrir vikið. (hljómar cocky, en ég held að flestir skilji hvað ég á við )
Með fyrirfram þökk,
Ég er með í fórum mínum einn skrjóð sem hefur gengt hlutverki sínu vel hingað til. Nú er komin upp sú staða að hann er ekki að ráða við mikla keyrslu og minnisálag, þ.e.a.s. við myndvinslu og tónlistarsköpun (cubase þá aðallega), þannig að ég er á þeim buxunum að fara að uppfæra hann (skrjóðinn ) Ég ætti kannski að taka það fram að þetta á ekki að vera leikjavél, heldur meira svona meira vinnsluvél til daglegra notkunnar.
Ég er með ákveðnar hugmyndir um það sem mér finnst vanta og er þá fyrst og fremstmeð í huga a.m.k. 1gb vinnsluminni. Enn jæja. Skjár, skjákort, hljóðkort, netkort og geisladrif, að ógleymdi floppy, er eitthvað sem ég ætla nota áfram. Eftir stendur að ég verð að fá mér einhverja góða samsetningu á móðurborði, vinnsluminni og örgjörfa.
Uppfærslan mætti einnig innihalda nýjan harðan disk og kassa, en þar sem ég með tvo harða fyrir (160 wd og gamlan 20 ibm) var ég að velta fyrir mér kælingu á þetta drasl. Eins og er er hitastigið viðunandi, en ég veit ekki ef 3 harði diskurinn bættist við.
Jæja, þá læt ég það í ykkar hendur að púsla þessu saman fyrir mig ef það er ekki of frekt af mér. Budgetið er ekki rosalegt, en það á að vera nóg fyrir helstu nauðsynjum. ég myndi þá bara sleppa nýjum kassa og hörðum disk. Ég vill taka það fram að ég vill ekki eitthvað sem er top of the line, kannski 10-15 % betra en það næsta fyrir neðan, og er þar að auki 50 % dýrar fyrir vikið. (hljómar cocky, en ég held að flestir skilji hvað ég á við )
Með fyrirfram þökk,