Síða 1 af 1

Góður staður til að kaupa skrifborðstóll?

Sent: Mið 18. Jan 2012 18:53
af Some0ne
Veiiit ekki alveg hvert ég átti að setja þetta, en hey.. góður skrifborðsstóll er krúsjal atriði.

Mig vantar nýjann, hvar hafa menn verið að kaupa decent stóla með armrests?

Re: Góður staður til að kaupa skrifborðstóll?

Sent: Mið 18. Jan 2012 18:59
af Plushy
Er með einn góðan úr Rúmfatalagernum, kostaði um 25 þúsund. Er alveg að gera sig.

Re: Góður staður til að kaupa skrifborðstóll?

Sent: Mið 18. Jan 2012 19:07
af halli7

Re: Góður staður til að kaupa skrifborðstóll?

Sent: Mið 18. Jan 2012 19:09
af appel

Re: Góður staður til að kaupa skrifborðstóll?

Sent: Lau 21. Jan 2012 20:06
af KermitTheFrog
Hirzlan í Garðabæ! Fékk stól þaðan um jólin og hann er klikkaður :)

Re: Góður staður til að kaupa skrifborðstóll?

Sent: Lau 21. Jan 2012 20:30
af AciD_RaiN
Skal selja þér minn. Maður verður soldið aumur í rassinum og bakinu en það er aukaatriði :D
Mynd

Re: Góður staður til að kaupa skrifborðstóll?

Sent: Lau 21. Jan 2012 20:56
af chaplin
Keypti minn hjá Innx, besti stóll í heimi hjá fyrirtæki með verstu þjónustu í heimi.

Re: Góður staður til að kaupa skrifborðstóll?

Sent: Lau 21. Jan 2012 21:16
af g0tlife
halli7 skrifaði:Mæli með þessum:
http://www.ikea.is/products/618


win

Re: Góður staður til að kaupa skrifborðstóll?

Sent: Lau 21. Jan 2012 23:59
af nighthawk

Re: Góður staður til að kaupa skrifborðstóll?

Sent: Sun 22. Jan 2012 05:37
af chaplin
http://innx.is/?item=150&v=item - Þetta er einn besti, ef ekki sá besti stóll sem þú getur fengið, official. Auðvita fáranlegt verð (kostar að vísu helling úti svo það er ekki mikil álagning) en þetta er auðvita bara fjárfesting og stóll sem þú átt í +10 ár..

Re: Góður staður til að kaupa skrifborðstóll?

Sent: Sun 22. Jan 2012 14:03
af Some0ne
Glæææææætan að ég eyði 300k í skrifborðsstól, þótt að þetta sé mest notaða rassageymslan mín.

Re: Góður staður til að kaupa skrifborðstóll?

Sent: Sun 22. Jan 2012 14:08
af braudrist
300 kall fyrir álgrind og tausæti, hvernig er hægt að réttlæta svona verð

Re: Góður staður til að kaupa skrifborðstóll?

Sent: Sun 22. Jan 2012 14:26
af Oak


Samsetning á 5000kr. hvað er að frétta?

Re: Góður staður til að kaupa skrifborðstóll?

Sent: Sun 22. Jan 2012 14:27
af chaplin
Some0ne skrifaði:Glæææææætan að ég eyði 300k í skrifborðsstól, þótt að þetta sé mest notaða rassageymslan mín.

Mig minnir að það sé svo 25% afsláttur á honum og síðan ef þú gætir skráð hann á fyrirtæki myndiru fá vsk. endurgreiddan svo hann endar í um 180k. Gerum ráð fyrir því að þú eigir hann í 10 ár, 3652 dagar - þú borgar rétt undir 50kr fyrir himnaríki fyrir rassinn á þér, per dag.
braudrist skrifaði:300 kall fyrir álgrind og tausæti, hvernig er hægt að réttlæta svona verð

Ehh, þetta er eins og að segja "hvernig getur Intel rukkað 200.000kr fyrir örgjörva þegar AMD rukkar bara 25.000kr" eða "Bugatti kostar 300 milljónir en Toyota bara 6" - premium vörur kosta sitt (Apple *hint* *hint*), enda eins og ég sagði er þetta hálfgerð fjárfesting, þetta er stóll sem þú í raun selur aldrei né hendir ólíkt þessu IKEA dóti.

Ég og bróðir minn eigum báðir svona stól, við erum báðir mjög slæmir í baki, ég með sprunginn hrygglið og mikil hamingja - ég hef líklegast átt um 4-5 stóla sl. 10 árin, allir kostað um 30-50.000kr og öllum verið hent því ég gat ekki setið í meira en klst nema vera byrjaður að snúa upp á mig og nánast setið á mjöðmunum. Á Innx stólnum get ég setið í +12klst án þess að finna fyrir neinu.

En auðvita ef þú ert ekki að leita af svona dýrum stól, ert ekki með slæmt bak og vilt finna þér nýjan stól reglulega að þá auðvita er þetta ekkert fyrir þig. Ég hinsvegar skora þig á að fara niður í Innx og prófa hann.

Re: Góður staður til að kaupa skrifborðstóll?

Sent: Sun 22. Jan 2012 16:18
af Some0ne
Já ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta yrðu gríðarlega góð kaup , er ekki með fyrirtækjakennitölu og væri samt ekki ða fara eyða 180k, þótt að stóllinn myndi endast í 10 ár :P

Re: Góður staður til að kaupa skrifborðstóll?

Sent: Sun 22. Jan 2012 17:39
af halli7
Some0ne skrifaði:Já ég geri mér alveg grein fyrir því að þetta yrðu gríðarlega góð kaup , er ekki með fyrirtækjakennitölu og væri samt ekki ða fara eyða 180k, þótt að stóllinn myndi endast í 10 ár :P

Farðu og prófaðu þennan : http://www.ikea.is/products/618
Mjög þæginlegur og kostar ekki mikið

Re: Góður staður til að kaupa skrifborðstóll?

Sent: Sun 22. Jan 2012 17:45
af AciD_RaiN
Ég á einn svona og hann er alveg ótrúlega góður :D http://www.ikea.is/products/5126

Re: Góður staður til að kaupa skrifborðstóll?

Sent: Sun 22. Jan 2012 17:45
af SolidFeather
Ég myndi skoða alla aðra stóla en þá sem fást í Ikea og Rúmfatalagernum, en það er bara mín reynsla.

Re: Góður staður til að kaupa skrifborðstóll?

Sent: Sun 22. Jan 2012 17:46
af Magneto
AciD_RaiN skrifaði:Ég á einn svona og hann er alveg ótrúlega góður :D http://www.ikea.is/products/5126

já ég á einmitt líka svona, mjög fínir stólar :megasmile