Síða 1 af 1

Auka skjár í annari upplausn?

Sent: Lau 14. Jan 2012 23:31
af Hamarius
Er búinn að vera spá mikið undanfarið í því hvort hægt sé að vera með auka skjá við tölvu á sama skjákorti (sem er bara það sem er á móðurborði hjá mér) í annari upplausn en aðal skjárinn?

Er semsagt með 21,5" skjá með 1920x1080 upplausn, en vantar að vera með auka skjá til hliðar fyrir eftirlitskerfi og einnig sjáanlega geymslu á meðan maður vinnur á aðal skjánum, er með svona í vinnunni og er þetta rosalega þægilegt nema þar eru þetta eins skjáir, en var að aspá í að kaupa bara ódýran og lame skjá fyrir þetta.

Hægt eða ekki hægt?

Og hvernig væri best að tengja þetta eða auka skjá við vélina hjá mér?

Re: Auka skjár í annari upplausn?

Sent: Lau 14. Jan 2012 23:43
af Moquai
Það á að virka fullkomnlega , ég var að runna einn 120Hz 1920x1080 og einn 1680x1050 60Hz.

Ástæðan afhverju ég hætti að nota er útaf því hertzin fóru alltaf í rugl.

Annars á þetta ekki að vera neitt problem.

Ertu ekki annars með tvö tengi á skjákortinu?

Re: Auka skjár í annari upplausn?

Sent: Lau 14. Jan 2012 23:49
af Hamarius
Moquai skrifaði:Það á að virka fullkomnlega , ég var að runna einn 120Hz 1920x1080 og einn 1680x1050 60Hz.

Ástæðan afhverju ég hætti að nota er útaf því hertzin fóru alltaf í rugl.

Annars á þetta ekki að vera neitt problem.

Ertu ekki annars með tvö tengi á skjákortinu?



Ehhh, ok en hvað gerist nákvæmlega þegar "hertzin" fara í "rugl" ?

og varstu þá bara með "splitter" á snúru fyrir skjána eða tengt í sitthvort tengið?
veit ekkert um þetta...

Re: Auka skjár í annari upplausn?

Sent: Lau 14. Jan 2012 23:59
af rapport
Hvaða móðurborð ertu með, þá getum við bara svarað þessu strax.

Ef það styður tvo skjái (ólíklegt að mínu mati), þá áttu að geta stjórnað þessu að vild, upplausn, hertz o.þ.h. innan þeirra marka sem kortið yfir höfuð getur...

Re: Auka skjár í annari upplausn?

Sent: Sun 15. Jan 2012 00:34
af Hamarius
rapport skrifaði:Hvaða móðurborð ertu með, þá getum við bara svarað þessu strax.

Ef það styður tvo skjái (ólíklegt að mínu mati), þá áttu að geta stjórnað þessu að vild, upplausn, hertz o.þ.h. innan þeirra marka sem kortið yfir höfuð getur...


Fann þetta loksins, heitir MSI 760GM-E51 http://www.msi.com/product/mb/760GM-E51.html

Þarf þá annars skjákort sem styður svona

Re: Auka skjár í annari upplausn?

Sent: Sun 15. Jan 2012 00:44
af Nariur
þetta ætti að vera minnsta mál, það eru tvö skjátengi á móðurborðinu svo það gengur.

Re: Auka skjár í annari upplausn?

Sent: Sun 15. Jan 2012 01:13
af Hamarius
Nariur skrifaði:þetta ætti að vera minnsta mál, það eru tvö skjátengi á móðurborðinu svo það gengur.



ok svo það ætti að ganga að láta borðið keyra aðalskjáinn á hdmi tengi og aukaskjá á vga tengi?

Re: Auka skjár í annari upplausn?

Sent: Sun 15. Jan 2012 01:15
af MrIce
Hamarius skrifaði:
Nariur skrifaði:þetta ætti að vera minnsta mál, það eru tvö skjátengi á móðurborðinu svo það gengur.



ok svo það ætti að ganga að láta borðið keyra aðalskjáinn á hdmi tengi og aukaskjá á vga tengi?


Virkar fyrir mig, ætti að virka hjá þér... ég sé allavegana ekki vandamálið við það ^^

Re: Auka skjár í annari upplausn?

Sent: Sun 15. Jan 2012 13:20
af Hamarius
Flott og takk, kaupi mér þá annan skjá og prufa þetta.