Síða 1 af 2
Spurning um ATI Radeon 9800 pro
Sent: Fös 18. Jún 2004 00:55
af ErectuZ
ég er bara að spurja því ég vill ekki gera (önnur) mistök í skjákortakaupum. Er ATI Radeon 9800 pro kortið hjá tölvulistanum gott, eða getið þið bent mér á betra 9800 pro kort sem er á um það bil sama verði? eins og ég sagði, ég er bara að vera viss um að ég sé ekki að fara að eyða peningum (aftur) í rusl...
Edit: Á meðan ég man, þetta kort er á 24.900kr
Sent: Fös 18. Jún 2004 01:18
af Cicero
Ef þú hefur einhverja sérstaka þörf fyrir 9800 týpuna þá er þetta kortið: PowerColorTM RADEON™ 9800XT 256MB hja tölvuvirkni - kr. 43.791
En annars er eina vitið að fá sér x800 kortið ef þú ætlar að eyða svona miklum pening í kort. Tölvuvirkni eru komnir með: PowerColorTM RADEON™ X800 PRO 256MB GDDR3 - Kr. 49.000, sem býður upp á 2 sinnum meiri hraða en Radeon 9800XT kortin.
Eina vitið að skella sér á það fyrir þessa upphæð af peningum.
En þegar x800XT týpan kemur til landsins ættu x800Pro kortin að lækka eitthvað í verði.
Sent: Fös 18. Jún 2004 01:20
af Cicero
Eða er ég kannski að miskilja og þú ert að leita af korti fyrir 23-25k
Er ekki aðeins hægt að endurorða þennan póst
Sent: Fös 18. Jún 2004 01:20
af axyne
afhverju ætti hann að borga tvöfalt verð fyrir 4-6% hraðaaukningu ?
þetta er fínasta díll þarna hjá tölvulistanum og fínasta kort. ég held samt þetta sé OEM. þ.e.a.s bara kortið eingir fylgihlutir. en meina, hver notar hvort er allt draslið sem fylgir með kortum nú til dags.
Sent: Fös 18. Jún 2004 09:56
af OverClocker
Burt séð frá öllum Tölvuvirkni auglýsingum.. þá er 24þús fyrir 9800pro góður díll.. þó að þetta sé oem..
Sent: Fös 18. Jún 2004 14:57
af ErectuZ
Ég hef sko lesið að ATI kortin frá Radeon séu ekki að meika það. En ef þið finnið powercolor Radeon 9800PRO kort á 25-30k, þá gefa mér link, takk
Sent: Fös 18. Jún 2004 15:56
af Arnar
ATi kortin frá Radeon ?
Sent: Fös 18. Jún 2004 16:20
af fallen
Arnar skrifaði:ATi kortin frá Radeon ?
Held að hann sé að meina framleiðandann.
S.s. PowerColor, Sapphire, Gigabyte o.þ.h.
har har
Sent: Fös 18. Jún 2004 16:40
af DaRKSTaR
Rainmaker skrifaði:Ég hef sko lesið að ATI kortin frá Radeon séu ekki að meika það. En ef þið finnið powercolor Radeon 9800PRO kort á 25-30k, þá gefa mér link, takk
ati frá radeon.. hehe
ati framleiðir radeon kortin og kubbana sem eru á öllum þessum kortum, hvort það sé 9500, 9600, 9700 eða 9800 kort.. allt ati.
kort frá ati eru bestu kortin, það er build by ati, frekar dýr miðað við hin, þú færð meira að segja meira fyrir ati 9800 pro kort í endursölu en t.d powercolor 9800 pro..
ég er nánast 100% vissum að kortið í tölvulistanum er sapphire 9800 pro
eftir því sem mér er sagt af þeim sem ég þekki í ameríkunni er lélegt merki, sá sem keypti all in wonder 9800 pro kortið fyrir mig úti neitaði að kaupa sapphire 9800 pro fyrir mig, hann sagði að ég gæti eins gefið honum peningana en að kaupa þetta rusl.
sjálfur veit ég ekki hvernig þessi kort eru en hann sagði mér að kubburinn væri jú frá ati en restin á kortinu væri low end dót með lítilli endingu þessvegna væru þessi kort ódýrari, þeir notuðu ódýrari hluti og næðu þannig verðinu niður.
Sent: Fös 18. Jún 2004 16:49
af Pandemic
Hmm ég hélt að build by ati væri verst
Sent: Fös 18. Jún 2004 19:25
af OverClocker
ATi lætur öðrum 3rd party framleiðendum í hendur s.k. reference design sem þeir kópera. Powercolor fara algjörlega eftir því, en aðrir, td. ASUS reyna að bæta eða breyta kortinu eitthvað. Oftast er kælingin, eða hraði á minninu sem breytist.
Hvað varðar Built by ATi þá eru þau kort eingöngu fyrir ameríku markað og eru með default NTSC TV-out.
Sent: Fös 18. Jún 2004 20:03
af ErectuZ
Þá er bara eitt eftir að segja mér...Veit einhver um búð sem selur Powercolor 9800PRO? Ef svo er, gefa mér link, eða bara segja mér hvaða búð selji þetta, því ég hef ekki fundið eitt einasta sjálfur. Kannski er ég bara lélegur að leita....?
Re: har har
Sent: Fös 18. Jún 2004 21:31
af Fletch
DaRKSTaR skrifaði:kort frá ati eru bestu kortin, það er build by ati, frekar dýr miðað við hin, þú færð meira að segja meira fyrir ati 9800 pro kort í endursölu en t.d powercolor 9800 pro..
ég er nánast 100% vissum að kortið í tölvulistanum er sapphire 9800 pro
eftir því sem mér er sagt af þeim sem ég þekki í ameríkunni er lélegt merki, sá sem keypti all in wonder 9800 pro kortið fyrir mig úti neitaði að kaupa sapphire 9800 pro fyrir mig, hann sagði að ég gæti eins gefið honum peningana en að kaupa þetta rusl.
Þetta er bara alls ekki rétt í dag...
Átti við þegar ATi voru mikið að framleiða kort sjálfir og kort frá öðrum framleiðendum voru oft klukkuð lægra og voru ekki eins góð... en við erum að tala um PRE Ati 9700 tíma!
í dag eru kortin oft betri frá hinum framleiðendum, ATi er búið að vera færa sig meira og meira í eins og nvidia gerir, framleiða bara kubbana og kannski eitt reference design en láta svo öðrum framleiðendum eftir retail markaðinn...
Fletch
Sent: Lau 19. Jún 2004 17:39
af BoZo
DaRKSTaR, hvernig veistu að þetta kort í tölvulistanum er Sapphire? Allavega þegar ég klikka á myndina á síðuni hjá þeim þá stendur ATI á viftuni á kortinu. Svo er nafnið á kortinu á vörulistanum "ATI Radeon 9800 Pro 128MB DDR, með TV-út og DVI".
Sent: Lau 19. Jún 2004 21:50
af DaRKSTaR
BoZo skrifaði:DaRKSTaR, hvernig veistu að þetta kort í tölvulistanum er Sapphire? Allavega þegar ég klikka á myndina á síðuni hjá þeim þá stendur ATI á viftuni á kortinu. Svo er nafnið á kortinu á vörulistanum "ATI Radeon 9800 Pro 128MB DDR, með TV-út og DVI".
ég veit að tölvulistinn er að selja sapphire 9800 pro kort, var einn búinn að segja mér frá þessu.
ég er með nótu sem ég fékk með korti sem ég var að kaupa af einum hérna á vaktinni, á nótunni sá ég að sapphire 9800 pro hefur verið skilað og sett upp í ati 9800xt kort og tekið framm á nótunni: var sapphire 9800 pro ekki ati 9800 pro eins og var tekið framm á síðunni.
hugsa að þeir séu að selja kortin svona ódýr núna vegna þess að það hefur engin sala verið í þeim, séu að losa sig við þau.
já og fletch, ég trúi því passlega að ati noti lélegt hardware á sín kort..
mikið til eini munurinn á ati og asus kortunum er viftan, sé ekki neinn stórann mun þar á.. nema þá helst að asus kortin eru svona 15-20þús kr dýrari hér, held að það sé hægt að fá flotta zalman kælingu á kortið fyrir 5þús, upp á hraðari klukkun, það er sama minni á ati og asus kortunum, sé ekki hvað annað þeir gætu sett á kortin til að ná hærri klukkun?
Sent: Sun 20. Jún 2004 18:34
af Icarus
Rainmaker skrifaði:Ég hef sko lesið að ATI kortin frá Radeon séu ekki að meika það. En ef þið finnið powercolor Radeon 9800PRO kort á 25-30k, þá gefa mér link, takk
ég keypti mitt powercolor 9800pro 128MB útí danmörku og kostaði það með frakt og svona 1992 danskar eða u.þ.b. 24þúsund íslenskar
Taka það fram að ég keypti það þar af því að ég var í danmörku og ég sendi það innanlands, ef þú lætur senda það hingað gæti ég alveg trúað því að flutningskostur er meiri og þú þarft að borga íslenskan ofurvask en hann er náttúrulega bara af því sem er umfram 23þúsund svo að það er ekki mikið.
Sent: Sun 20. Jún 2004 18:59
af MezzUp
Icarus skrifaði:þú þarft að borga íslenskan ofurvask en hann er náttúrulega bara af því sem er umfram 23þúsund svo að það er ekki mikið.
hmm, ertu ekki að rugla saman vask og tollum?
Sent: Sun 20. Jún 2004 23:32
af kristjanm
Núna er ekki góður tími til að kaupa skjákort.
ATI og nVidia eru mjög nýlega búnir að kynna til sögunnar næstu kynslóð sína af kortum og eru þau rétt svo nýbyrjuð að streyma inn á markaðinn.
En biðin er ekki löng, nokkrar vikur ættu að duga og þá færðu kort af nýju kynslóðinni sem eru miðuð að ýmsum verðflokkum.
Ef þú ert að spá í korti fyrir 25-30.000kr. þá mun vera komið nýtt og mikið betra kort miðað á þennan verðflokk innan fárra vikna.
Ég mæli eindregið með bið, annars áttu eftir að sjá glænýja kortið þitt orðið lélegt og gamalt innan skamms, og það er alltaf leiðinleg tilfinning.
Sent: Sun 20. Jún 2004 23:42
af ErectuZ
...Við vitum það. Og ég var að pæla í að bíða þangað til verðið á Radeon 9800XT fer að lækka...Ef það skeður innan skamms
Sent: Mán 21. Jún 2004 00:16
af hallihg
en Radeon 9600 kortið? Ekkert varið í það fyrir svona 19k?
Sent: Mán 21. Jún 2004 11:55
af axyne
ef þessi kort frá tölvulistanum eru frá sahpire þá mæli ég með að þið lesið þessa
grein áður en þið festið kaup á kortið !
Sent: Mán 21. Jún 2004 19:08
af OverClocker
axyne skrifaði:ef þessi kort frá tölvulistanum eru frá sahpire þá mæli ég með að þið lesið þessa
grein áður en þið festið kaup á kortið !
Þetta þyrfti nú að vera í sér þræði bara til að vara fólk við að þetta sé ekki alvöru PRO kort.
Sent: Mán 21. Jún 2004 19:41
af Snorrmund
Hvernig getur maður séð þessa hluti? það er hvort kortið keyri á 128bit eða 256bit? Ég keypti sapphire radeon 9800pro hjá bt og fékk þetta í oem pakkningum.. bara skjákort svideo snura og driver..
Sent: Mán 21. Jún 2004 19:44
af Icarus
ég fjárfesti mér í powercolor radeon 9800pro og er helvíti ánægður með kortið, borgaði 24þúsund fyrir það. Tölvan mín er núna að skora yfir 5þúsund í 3dmark03
Sent: Mán 21. Jún 2004 19:46
af Icarus
MezzUp skrifaði:Icarus skrifaði:þú þarft að borga íslenskan ofurvask en hann er náttúrulega bara af því sem er umfram 23þúsund svo að það er ekki mikið.
hmm, ertu ekki að rugla saman vask og tollum?
aðeins að rugla þarna en það er ekki vaskur á tölvuhlutum þegar þú flytur það í landið svo að það er bara tollur