Síða 1 af 1

Vantar aðstoð til að kaupa eða setja saman PC tölvu

Sent: Mið 04. Jan 2012 22:01
af Forvitinn
Ég veit ekki hvort þið getið eða viljið hjálpa mér með þetta en vona samt að einhver sem er inní þessum pc málum geti aðstoðað mig, en mér langar að fá mér allmennilega PC tölvu
en málið er að ég er ekkert inní pc málum og auðvitað langar mér í góða tölvu sem getur spilað allvega einhverja leiki og sumir segja að þá sé betra að setja saman sína eigin tölvu og þess vegna leita ég til ykkar í von um góð ráð um hvað gerir tölvu góða og síðan myndi ég reyna að fá einhverja í tölvubúð til að pússla þessu saman fyrir mig .En ég er líka til í að kaupa tölvu beint úr hillu ef hún er góð og er tilbúinn að borga 150-200 þ fyrir tölvuna hvort sem hún sé pússluspil eða beint úr hillunni

Ef sá valkostur að pússla tölvu saman er betri þá væri flott en þið gætuð beint mér á hvar sé best að kaupa hlutina



ps yrði auðvitað að hafa þráðlaust net ;)

Re: Vantar aðstoð til að kaupa eða setja saman PC tölvu

Sent: Mið 04. Jan 2012 22:14
af ORION
Þegar þú talar um "einhverja" leiki ertu þá að tala um kasúal leiki?

Ertu aðalega að nota tölvuna í allt annað enn leiki?

Sem heimilis tölva myndi ég benda þér á þetta:

Mynd

Hljómaði eins og þetta yrði heimilisvél og góð vél þarf ekkert að kosta mikið :)


(Plís ekki byrja að væla um að þetta sé amd... þessir Lliano eru fo** góðir fyrir "The average joe")

Re: Vantar aðstoð til að kaupa eða setja saman PC tölvu

Sent: Mið 04. Jan 2012 22:42
af Eiiki
Ég er ósammála þessum pakka hjá ORION ef þú ert með svona gott budget. En samt verðum við að fá að vita hvað tölvan á að vera notuð í. Vantar þig bara turninn sjálfan eða skjá líka? Hvað með mús, lyklaborð og heyrnatól og þannig jaðarbúnað?

Re: Vantar aðstoð til að kaupa eða setja saman PC tölvu

Sent: Mið 04. Jan 2012 22:47
af ORION
Eiiki skrifaði:Ég er ósammála þessum pakka hjá ORION ef þú ert með svona gott budget. En samt verðum við að fá að vita hvað tölvan á að vera notuð í. Vantar þig bara turninn sjálfan eða skjá líka? Hvað með mús, lyklaborð og heyrnatól og þannig jaðarbúnað?


Það stóð aldrei að hann yrði að nota allt budgetið :catgotmyballs

Re: Vantar aðstoð til að kaupa eða setja saman PC tölvu

Sent: Mið 04. Jan 2012 22:58
af Forvitinn
Já afsakið þetta skal reyna að útskýra þetta betur :) , Tölvan mun að mestu vera notuð fyrir netflakk en vill gjarnan geta spila leiki einsog Fifa og jafnvel bílaleiki og FPS og í sambandi við kaup á skjá þá er það er ekki nauðsynlegt þó svo að það væri ekki verra og jú ætli mér veitti ekki af að uppfæra mús og lyklaborð en get notað núverandi ef tölvan er í dýrari kantinum

Þetta er listin sem mér vantar í réttri röð

Tölvan
Skjár
Lyklaborð
Mús

en þarf maður ekki að hafa netkort í þessu ? og líka windows eða álíka

Afsakið að ég spyr einsog nýliði en ég er bara nýliði í þessum málum :oops:

Re: Vantar aðstoð til að kaupa eða setja saman PC tölvu

Sent: Mið 04. Jan 2012 23:00
af AntiTrust
Forvitinn skrifaði:en þarf maður ekki að hafa netkort í þessu ? og líka windows eða álíka


Þráðlaus netkort þarf yfirleitt að kaupa sér, yfirleitt bara small form factor/HTPC ætluð móðurborð með innbyggt WiFi. Ef þú ert að tala um standard LAN kort þá er alltaf slíkt innbyggt á móðurborðum.

Re: Vantar aðstoð til að kaupa eða setja saman PC tölvu

Sent: Mið 04. Jan 2012 23:33
af Eiiki
Skiptir máli hvort hún sé hávær eða ekki? Má hún vera í stórum kassa eða viltu fá lítinn? Ef svo er hversu lítinn/stórann þá?

EDIT:
Viltu hafa mikið geymslupláss fyrir bíómyndir/þætti o.þ.h? Viltu að músin og lyklaborðið sé þráðlaust eða skiptir það kannski litlu máli?

og síðast en ekki síst, hvað á skjárinn að vera stór?

Re: Vantar aðstoð til að kaupa eða setja saman PC tölvu

Sent: Fim 05. Jan 2012 00:41
af playman

Re: Vantar aðstoð til að kaupa eða setja saman PC tölvu

Sent: Fim 05. Jan 2012 01:21
af AciD_RaiN
Þetta myndi vera alveg dúndurvél sem er hérna fyrir ofan hjá playman. Myndi ekki hika við þá græju. Ég á slatta af Wifi kortum og það sem er ódýrast og hefur reynst mér best er þetta---> http://www.computer.is/vorur/7058/

Re: Vantar aðstoð til að kaupa eða setja saman PC tölvu

Sent: Fim 05. Jan 2012 07:19
af Forvitinn
Eiiki skrifaði:Skiptir máli hvort hún sé hávær eða ekki? Má hún vera í stórum kassa eða viltu fá lítinn? Ef svo er hversu lítinn/stórann þá?

EDIT:
Viltu hafa mikið geymslupláss fyrir bíómyndir/þætti o.þ.h? Viltu að músin og lyklaborðið sé þráðlaust eða skiptir það kannski litlu máli?

og síðast en ekki síst, hvað á skjárinn að vera stór?


Vill nú ekki að hún sé hávær
en verð í raun og veru að segja að allt hitt skipti mig litlu máli og fer í raun meira eftir verði en nokkuð annað :)

en er ekkert varið í samsettar tölvur ? er betra að setja þær saman sjálfur ?

En skjárinn mætti samt helst ekki vera minni en 20"

Re: Vantar aðstoð til að kaupa eða setja saman PC tölvu

Sent: Fim 05. Jan 2012 10:06
af ORION
Forvitinn skrifaði:
Eiiki skrifaði:Skiptir máli hvort hún sé hávær eða ekki? Má hún vera í stórum kassa eða viltu fá lítinn? Ef svo er hversu lítinn/stórann þá?

EDIT:
Viltu hafa mikið geymslupláss fyrir bíómyndir/þætti o.þ.h? Viltu að músin og lyklaborðið sé þráðlaust eða skiptir það kannski litlu máli?

og síðast en ekki síst, hvað á skjárinn að vera stór?


Vill nú ekki að hún sé hávær
en verð í raun og veru að segja að allt hitt skipti mig litlu máli og fer í raun meira eftir verði en nokkuð annað :)

en er ekkert varið í samsettar tölvur ? er betra að setja þær saman sjálfur ?

En skjárinn mætti samt helst ekki vera minni en 20"


Þá er þessi örsmáa hljóðláta FM1 vél sem ég benti þér á málið.

Re: Vantar aðstoð til að kaupa eða setja saman PC tölvu

Sent: Fim 05. Jan 2012 10:24
af Raidmax
Forvitinn skrifaði:
Eiiki skrifaði:Skiptir máli hvort hún sé hávær eða ekki? Má hún vera í stórum kassa eða viltu fá lítinn? Ef svo er hversu lítinn/stórann þá?

EDIT:
Viltu hafa mikið geymslupláss fyrir bíómyndir/þætti o.þ.h? Viltu að músin og lyklaborðið sé þráðlaust eða skiptir það kannski litlu máli?

og síðast en ekki síst, hvað á skjárinn að vera stór?


Vill nú ekki að hún sé hávær
en verð í raun og veru að segja að allt hitt skipti mig litlu máli og fer í raun meira eftir verði en nokkuð annað :)

en er ekkert varið í samsettar tölvur ? er betra að setja þær saman sjálfur ?

En skjárinn mætti samt helst ekki vera minni en 20"


Já þú sparar mest á því og getur ráðið alfarið hvað er í þeim sjálfur.

Þessi tölva hérna að ofan veit ekki nú ekki alveg hvort ég geti verið samála um hörkutölvu ? :sleezyjoe

Þráðlaust lyklaborð og mús hefur aldrei verið gott í FPS leiki nema þegar þú ert kominn með svona mýs eins og Razer Mamba.

Svo myndi ég persónulega dett í annað en Inter-Tech afgjafa þeir eru nú ekki þeir stöðugustu.

Örgjörvin er kannski frekar slappur myndi frekar fara í Hexa Core útgáfuna X6 http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=6113

Ég myndi frekar detta í þetta setup fyrir leiki og annað.

http://www.att.is/product_info.php?products_id=7422 Afgjafin góður mætti samt alveg borga smá meira og reyna fara í modular
http://www.att.is/product_info.php?products_id=3954 Diskadrifið skiptir voðalitlu máli
http://www.att.is/product_info.php?products_id=4683 Örgjörva viftan sem þessi er alveg nógu góð
http://www.att.is/product_info.php?products_id=7474 Móðurborðið mjög gott gætir mögulega farið í kannski ódýrara læt aðra meta það
http://www.att.is/product_info.php?products_id=7650 Vinnsluminnin þessi eru rosa vinsæl og þar af leiðandi góð 1600Mhz 2x4 Gb kubbar
http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=1976 Örgjörvin rosalegur sérstaklega ef þú ætlar í yfirklukkun annars góður í leikjum
http://www.att.is/product_info.php?products_id=7559 Skjákortið er gott setti bara nvidia þarna inn því ég er meira fyrir þá má alveg fá sér AMD ef það er betra :D
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... ts_id=7622 Turnkassinn þessi er mjög flottur,vel hannaður að innan og vel kældur " Má samt alveg finn eitthvern ódýrari"
http://www.tolvutek.is/vara/120gb-sata3 ... 25-chronos SSD ég myndi detta í SSD allan daginn bara uppá leiki og bara fyrir tölvuna mikið betra.
http://www.computer.is/vorur/6891/ Harður diskur setti hann með því ég sá að þú myndir nota þessa tölvu eitthvað í netráp og þannig.

120Gb SSD diskur er fljótur að fyllast og er ekki mikið notaður fyrir gagnavistun. Ég setti þessa tölvu án skjá því ég vildi hafa hana kannski aðeins kraftmeiri.

Gætir alveg sleppt SSD disknum og fengið þér skjá í staðinn það er allt í góðu. þá mæli ég með þessu skjá http://www.tolvutek.is/vara/benq-gl2450 ... ar-svartur

Annars er þetta bara tillaga má endilega breyta þessum pakka ef það hentar betur! :D Annars kostar þetta 206.850 þúsund án SSD og þú tekur skjáinn í staðinn en skjárinn og SSD diskurinn kost það sama :D

Re: Vantar aðstoð til að kaupa eða setja saman PC tölvu

Sent: Fim 05. Jan 2012 10:30
af Klemmi
Eini pakkinn sem ég myndi sjálfur geta mælt með af þeim sem hafa verið nefndir er þessi hjá Raidmax.

Sorry ef ég er að móðga einhvern.

Re: Vantar aðstoð til að kaupa eða setja saman PC tölvu

Sent: Fim 05. Jan 2012 14:04
af ScareCrow
Ef þetta er einhvað "extreme gaming" sem þú ert að fara í, t.d. Battlefield 3 og vilt vera með góð gæði og ekki lagga neitt þá er þetta setup hjá Raidmax alveg skothelt, þaes ef þú vilt nýta gamla skjáinn,lyklaborð og mús.

Þessi vél sem Playman setti saman er annars mjög góð, allavegna ekkert slæm, höndlar alla þessu "helstu" leiki, getur þá notað gamla skjáinn sem secondary skjá t.d.

Getur einnig farið í bulldozer, þá er þetta einhvað + 10þús kall við þetta og getur þá uppfært skjákort seinna þar sem það væri kannski eini "flöskuhálsinn" í þessu setupi.

http://tolvutek.is/vara/am3-bulldozer-x ... rvi-retail

Þá væri þetta alveg skothelt allavegna að mínu mati \:D/

Re: Vantar aðstoð til að kaupa eða setja saman PC tölvu

Sent: Fim 05. Jan 2012 14:19
af Klemmi
ScareCrow skrifaði:Þessi vél sem Playman setti saman er annars mjög góð, allavegna ekkert slæm, höndlar alla þessu "helstu" leiki, getur þá notað gamla skjáinn sem secondary skjá t.d.


Maður gerir íhlutunum sínum það ekki að tengja Inter-Tech aflgjafa við þá.

Svo er kassinn sem Playman bendir á of dýr að mínu mati fyrir frekar ómerkilegan kassa :(

Annars get ég ekki séð að AMD sé málið ef hann ætlar hvort eð er í 20þús króna móðurborð, þá myndi ég alltaf eyða aðeins meira í örgjörvann og fara í ódýrt P67/Z68 móðurborð og i5 örgjörva.

Enn og aftur, vona að ég sé ekki að móðga neinn hérna :) Bara mínar skoðanir.

Re: Vantar aðstoð til að kaupa eða setja saman PC tölvu

Sent: Fim 05. Jan 2012 14:29
af hsm
Klemmi skrifaði:Enn og aftur, vona að ég sé ekki að móðga neinn hérna :) Bara mínar skoðanir.

hvað er í gangi Klemmi ?????? Ert þú farinn að tippla á tánnum í kringum vaktarana, eða eru þetta áramótaheitin þín
"passa mig að meiða engan á því herrans ári 2012"

P.s. Vona samt að ég sé ekki að móðga þig með þessu Klemmi :megasmile

Re: Vantar aðstoð til að kaupa eða setja saman PC tölvu

Sent: Fim 05. Jan 2012 14:32
af Klemmi
hsm skrifaði:
Klemmi skrifaði:Enn og aftur, vona að ég sé ekki að móðga neinn hérna :) Bara mínar skoðanir.

hvað er í gangi Klemmi ?????? Ert þú farinn að tippla á tánnum í kringum vaktarana, eða eru þetta áramótaheitin þín
"passa mig að meiða engan á því herrans ári 2012"

P.s. Vona samt að ég sé ekki að móðga þig með þessu Klemmi :megasmile


Menn eru bara búnir að væla svo mikið undan því að stjórnendur fari hér hamförum og tali illa um þetta og hitt og taki engri gagnrýni og ég nenni ekki að sjá fleiri þannig þræði, svo maður er farinn að láta eins og aumingi hérna í staðin :oops:

Re: Vantar aðstoð til að kaupa eða setja saman PC tölvu

Sent: Fim 05. Jan 2012 14:38
af BjarkiB
Klemmi skrifaði:
ScareCrow skrifaði:Þessi vél sem Playman setti saman er annars mjög góð, allavegna ekkert slæm, höndlar alla þessu "helstu" leiki, getur þá notað gamla skjáinn sem secondary skjá t.d.


Maður gerir íhlutunum sínum það ekki að tengja Inter-Tech aflgjafa við þá.

Svo er kassinn sem Playman bendir á of dýr að mínu mati fyrir frekar ómerkilegan kassa :(

Annars get ég ekki séð að AMD sé málið ef hann ætlar hvort eð er í 20þús króna móðurborð, þá myndi ég alltaf eyða aðeins meira í örgjörvann og fara í ódýrt P67/Z68 móðurborð og i5 örgjörva.

Enn og aftur, vona að ég sé ekki að móðga neinn hérna :) Bara mínar skoðanir.


Eins og Klemmi segir, alls ekki þennan þýska inter-tech aflgjafa. Hef ekki lesið mikið gott um þá. Aldrei spara þegar þú velur aflgjafa.

Re: Vantar aðstoð til að kaupa eða setja saman PC tölvu

Sent: Fim 05. Jan 2012 15:18
af Eiiki
Hér kemur það sem ég myndi gera fyrir mig ef ég væri að reyna að spara svolítið í leiðinni.

Tölvukassi: Tacens Aluminum 14.5K. Hljóðlátur og einfaldur kassi.
Aflgjafi: OCZ 500W ModXStream Pro 15k. 500W nægja alveg fyrir þetta setup.
Vinnsluminni: G.Skill 2*4GB Ripjaws 1600MHz 9K. Þarf varla að þræta eitthvað um þessi.
Móðurborð: ASRock P67 Pro3 19.5K.
Örgjörvi: Intel i3-2120 3.3GHz Dual Core 20K. Finnst persónulega að tvíkjarna örgjörvi nægji fyrir þig þar sem þú ert engin Hard-Core gamer þá valdi ég þennan. Getur fengið i5 2500K en hann er 13kalli dýrari. Þú getur bara uppfært í hann seinna meir ef þú finnst þú þurfa þess nauðsynlega, ég persónulega held að i3 nægji.
Kæling: CM Hyper 212 plus 6K.
Netkort 5K Þú talaðir um að þú þyrftir að komast á netið þráðlaust þannig..
SSD: Crucial m4 128GB 35K. Annaðhvort þessi eða Mushkin Chronos Gætir sparað 5k á því.
Skjákort: MSI GTX 460 25k. eða Gigabyte útgáfuna sem er reyndar 4k dýrari.

Skjár: Benq 24" 27K.

Ef þú hefur pakkan eins og ég mældi með er þetta 176 þúsund kall. Þú gætir bætt 17 þúsund við og fengið þér i5 2500K og Gigabyte útgáfuna af GTX460 kortinu, það myndi ég persónulega gera. En svo geturu líka sparað 5þúsund kall með því að kaupa þér Mushkin Chronos diskinní staðin fyrir Crucial diskinn :)

Re: Vantar aðstoð til að kaupa eða setja saman PC tölvu

Sent: Fim 05. Jan 2012 15:24
af Klemmi
Auk þess er i3-2120 með HyperThreading og því 4 þræði, i5-2500 er ekki með HyperThreading og því einnig með 4 þræði... ekki að setja þessa örgjörva að jöfnu, en i3-2xxx línan er helvíti fín í alla budget leikjanotkun :)

Re: Vantar aðstoð til að kaupa eða setja saman PC tölvu

Sent: Fim 05. Jan 2012 15:42
af Eiiki
Klemmi skrifaði:Auk þess er i3-2120 með HyperThreading og því 4 þræði, i5-2500 er ekki með HyperThreading og því einnig með 4 þræði... ekki að setja þessa örgjörva að jöfnu, en i3-2xxx línan er helvíti fín í alla budget leikjanotkun :)

Þessvegna fannst mér i3 örgjörvinn frekar eiga heima þarna ef horft er til budgets :) Mér sýnist Forvitinn aldrei vera að fara að nýta i5 örgjörvan til fulls

Re: Vantar aðstoð til að kaupa eða setja saman PC tölvu

Sent: Fim 05. Jan 2012 16:08
af AciD_RaiN
Ég myndi helst hlusta á þá sem eru búnir að vera mest hérna. Verð samt að segja að þessi tölva sem ORION setti saman þarna efst er algjör hörmung að mínu mati.

Re: Vantar aðstoð til að kaupa eða setja saman PC tölvu

Sent: Fim 05. Jan 2012 16:51
af zedro
Tvær góðar, allt á einum stað langt minnsta vesenið.
Sleppur innan 200k verðþakinu, nýtir skjáinn, lyklaborðið og músina uppfærir þau bara seinna ;)

Kisildalur.is - Karfan mín skrifaði: