Síða 1 af 1

tölva startar sér ekki með "nýju" korti

Sent: Sun 01. Jan 2012 18:51
af haywood
Var með nvidia 8500gt ætlaði að upgrade-a í hd 4850 en eftir að ég er búinn að skipta um kort kemur bara svartur skjár. Fæ ekki einu sinni bios gluggan

Win 7 32bit
Gigabyte P35-DS3L
E5700 3.0 Ghz
2x1 gb í minni
500w psu http://www.superbiiz.com/detail.php?name=PS-IM-500W

Re: tölva startar sér ekki með "nýju" korti

Sent: Sun 01. Jan 2012 18:58
af chaplin
Tengdir þú ekki örugglega power í skjákortið ?

Re: tölva startar sér ekki með "nýju" korti

Sent: Sun 01. Jan 2012 19:01
af haywood
Júbb ég gerði það

Re: tölva startar sér ekki með "nýju" korti

Sent: Sun 01. Jan 2012 21:57
af Garfield
Aflgjafinn er ekki nógu aflmikill.
Þessi ætti að duga :
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... db643d0e2c

Re: tölva startar sér ekki með "nýju" korti

Sent: Sun 01. Jan 2012 22:10
af Daz
Garfield skrifaði:Aflgjafinn er ekki nógu aflmikill.
Þessi ætti að duga :
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... db643d0e2c


Færðu rök fyrir málin þínu. Ég er með C2D örgjörva og 4850 skjákort á 500w aflgjafa, svo ekki er það þá algilt.

(Og ef ÉG væri að mæla með aflgjafla væri það nú frekar Corsair eða Antec.)

Re: tölva startar sér ekki með "nýju" korti

Sent: Sun 01. Jan 2012 23:59
af Garfield
Daz skrifaði:
Garfield skrifaði:Aflgjafinn er ekki nógu aflmikill.
Þessi ætti að duga :
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... db643d0e2c


Færðu rök fyrir málin þínu. Ég er með C2D örgjörva og 4850 skjákort á 500w aflgjafa, svo ekki er það þá algilt.

(Og ef ÉG væri að mæla með aflgjafla væri það nú frekar Corsair eða Antec.)


Ég er sammála þér með að merkið Corsair sé flottara í aflgjöfum en Forton, en Forton aflgjafinn skilar 90% af
600W en Corsair 80% af 600W nægir samt fyrir hans uppsetningu. Aflgjafinn sem hann er með skilar 78% af 500W
sem gera 390W (nýr úr kassanum), á heimasíðu AMD er ráðlagður aflgjafi sem er ekki minni en 450W og miðað við
bilanalýsingu sem hann gefur er s.s bara að skipta út skjákorti úr tölvu sem er í lagi, en postar ekki eftir að hann
setur í skjákort sem tekur mikið meira afl, þá finnst mér líklegasta ástæðan að aflgjafinn sé ekki nógu öflugur.

Re: tölva startar sér ekki með "nýju" korti

Sent: Mán 02. Jan 2012 00:35
af Daz
Mér finnst alveg eins líklegt að skjákortið sé bilað, eða það hafi farið stöðurafmagn í eitthvað í tölvunni (nú eða gleymst hafi að tengja eitthvað tengi). Efficiency tölurnar eru ekki bara margfaldanir á W töluna eða það er í það minnsta mikil einföldun. Minn 500 W er bara 80+ efficiency (sem reiknast þá sem 400W samkvæmt þinni formúlu) og það er undir þessari tölu sem þú nefnir.
http://educations.newegg.com/tool/psucalc/index.html segir að ég þurfi 362W aflgjafa. Í það minnsta myndi ég ekki BYRJA á að bilanagreina þetta sem "kauptu aflgjafa á 20 þúsund"

Re: tölva startar sér ekki með "nýju" korti

Sent: Mán 02. Jan 2012 01:01
af Klemmi
Garfield skrifaði:Ég er sammála þér með að merkið Corsair sé flottara í aflgjöfum en Forton, en Forton aflgjafinn skilar 90% af
600W en Corsair 80% af 600W nægir samt fyrir hans uppsetningu. Aflgjafinn sem hann er með skilar 78% af 500W
sem gera 390W (nýr úr kassanum)


Þetta er tóm steypa hjá þér kallinn minn :)

500W aflgjafi skilar 500W. Það að hann sé 80% efficient þýðir að þessi 500W eru 80% af því afli (W) sem hann tekur úr veggnum, því DEILIRÐU þessum 500W með 80% sem gerir þá 500/0,8=625W

S.s. ef íhlutirnir fara fram á að fá öll 500W, þá getur 500W aflgjafi annað þeirri eftirspurn, en aukalega eru 125W sem koma úr veggnum sem verða að hita inn í aflgjafanum og þar af leiðandi hita inn í kassanum.

En til að svara spurningu OP, að þá já, myndi ég nú einfaldlega byrja á því að prófa aftur 8500GT kortið í tölvuna og sjá hvort það komi mynd á skjáinn. Annars er vandaður 500W aflgjafi alveg nóg fyrir þetta setup svo lengi sem það er ekki öfga yfirklukkað, og í það mynsta nóg til að tölvan ræsi sig, ef hann væri ekki nægilega öflugur þá myndi það koma fram þegar þú værir farin að setja einhverja þunga keyrslu á bæði skjákort og örgjörva, en ekki bara sýna svarta mynd strax í booti.

Ef það kemur mynd með 8500GT kortinu myndi ég áætla að þetta HD4850 sé bilað :)

Re: tölva startar sér ekki með "nýju" korti

Sent: Mán 02. Jan 2012 02:00
af Bioeight
Þessi aflgjafi er eldri týpa(ATX 1.2) og mikið af þessum 500W kemur úr 3.3V og 5V línunum. 12 voltin eru 2 línur ein 14 amper og önnur 15 amper. HD 4850 krefst 15-16 amper á 12V línunni, skilur ekki mikið eftir fyrir restina. That being said, þá ætti þessi aflgjafi að duga en getur vel verið að ef hann er orðinn gamall að þá sé hann bara ekki að meika þetta lengur.

Eina vitið er að checka hvort annar aflgjafi virkar, auðvelt ef maður á einhverja auka, vont ef maður þarf að fara útí búð til að kaupa. BIOS uppfærsla er skot í myrkri en gæti mögulega gert eitthvað.

Re: tölva startar sér ekki með "nýju" korti

Sent: Mán 02. Jan 2012 02:03
af haywood
hann er varla orðinn eins árs gamall en það gæti svo sem verið að kortið sé bilað...

Re: tölva startar sér ekki með "nýju" korti

Sent: Mán 02. Jan 2012 02:06
af SolidFeather
$20 iMicro aflgjafi er nú varla að fara að gera góða hluti.

Re: tölva startar sér ekki með "nýju" korti

Sent: Mán 02. Jan 2012 02:09
af Bioeight
Auðvelt að prófa hvort kortið sé bilað, stekkur bara með það t.d. í Kísildal og þeir stinga því í testbench og málið dautt.

Re: tölva startar sér ekki með "nýju" korti

Sent: Mán 02. Jan 2012 18:04
af haywood
ókeypis?? :o

Re: tölva startar sér ekki með "nýju" korti

Sent: Mán 02. Jan 2012 18:12
af einarhr
haywood skrifaði:ókeypis?? :o


Ef þú keyptir kortið hjá þeim, það er í ábyrgð og er bilað þá er það "Ókeypis" ef það er ekkert að kortinu eða ekki í ábyrgð hjá þeim þá finnst mér ólíklegt að þeir gefir þér vinnuna sem þeir leggja í að skoða kortið frá þér.

Ekkert í lífinu er Ókeypis!

Getur svosem vel verið að Kísildalur skoði kortið fyrir þig frítt af góðmennsku en ég myndi spyrja fyrst hvað það kostar að prófa kortið.

Re: tölva startar sér ekki með "nýju" korti

Sent: Mán 09. Jan 2012 15:02
af Bioeight
Það væri ekkert vitlaust að taka simple test á svona skjákort, svo ef það er ónýtt/bílað þá hafa þeir tækifæri á að selja þér annað skjákort. Það tekur svo sem enga stund , það er annað ef þú myndir færa þeim vélina og biðja þá að fara í að rannsaka hvað er að. Ég er svo sem ekki að segja að þeir eigi að fara í að bilanagreina kortið, bara checka hvort það kemur mynd þegar það er kveikt á því. En já ... það er verið að flækja einfalt mál ansi mikið að mínu mati.