Garfield skrifaði:Ég er sammála þér með að merkið Corsair sé flottara í aflgjöfum en Forton, en Forton aflgjafinn skilar 90% af
600W en Corsair 80% af 600W nægir samt fyrir hans uppsetningu. Aflgjafinn sem hann er með skilar 78% af 500W
sem gera 390W (nýr úr kassanum)
Þetta er tóm steypa hjá þér kallinn minn
500W aflgjafi skilar 500W. Það að hann sé 80% efficient þýðir að þessi 500W eru 80% af því afli (W) sem hann tekur úr veggnum, því DEILIRÐU þessum 500W með 80% sem gerir þá 500/0,8=625W
S.s. ef íhlutirnir fara fram á að fá öll 500W, þá getur 500W aflgjafi annað þeirri eftirspurn, en aukalega eru 125W sem koma úr veggnum sem verða að hita inn í aflgjafanum og þar af leiðandi hita inn í kassanum.
En til að svara spurningu OP, að þá já, myndi ég nú einfaldlega byrja á því að prófa aftur 8500GT kortið í tölvuna og sjá hvort það komi mynd á skjáinn. Annars er vandaður 500W aflgjafi alveg nóg fyrir þetta setup svo lengi sem það er ekki öfga yfirklukkað, og í það mynsta nóg til að tölvan ræsi sig, ef hann væri ekki nægilega öflugur þá myndi það koma fram þegar þú værir farin að setja einhverja þunga keyrslu á bæði skjákort og örgjörva, en ekki bara sýna svarta mynd strax í booti.
Ef það kemur mynd með 8500GT kortinu myndi ég áætla að þetta HD4850 sé bilað