Síða 1 af 1

Nýr SATA WD200GB formatast bara uppí 131gb

Sent: Lau 12. Jún 2004 22:19
af sako
Sæl öllsömul.

Ég var að fá mér nýjan SATA WD200GB og þegar ég ætla að setja upp xp á honum þá sést hann bara sem 131gb diskur.
Ég er búinn að lesa aðra þræði hérna með svipuðum vandamálum og ég er búinn að uppfæra bios, sem dugði ekki, en er líklegast með gamla útgáfu af xp.
Móðurborðið er MSI 865PE Neo2 með Intel P4 3.0HT.
Dugar það mér að fá nýrri útgáfu af xp?

http://www.hugi.is/windows/bigboxes.php ... in_id=1693

Kveðja.

Sent: Lau 12. Jún 2004 22:41
af gumol
Þú verður bara að útvega þér Windows XP disk innbygðan með SP1, það ætti að duga. Annars mæli ég ekki með að þú hafir öll þessi 149 GB í einum diskhluta.

Sent: Sun 13. Jún 2004 14:03
af gaddavir
gumol skrifaði:Annars mæli ég ekki með að þú hafir öll þessi 149 GB í einum diskhluta.


Hverju breytir það að hafa þá í fleyri hlutum :?: :oops:

Sent: Sun 13. Jún 2004 14:15
af MezzUp
gaddavir skrifaði:
gumol skrifaði:Annars mæli ég ekki með að þú hafir öll þessi 149 GB í einum diskhluta.


Hverju breytir það að hafa þá í fleyri hlutum :?: :oops:

þá geturru formattað einn hluta(t.d. windows þegar það er farið að láta illa), á meðan allt helst inná öðrum hluta(t.d. bíómyndir eða tónlist)

Sent: Sun 13. Jún 2004 21:12
af J0ssari

Sent: Mán 14. Jún 2004 00:43
af sako
Ég búinn að redda þessu.
Málið var bara að uppfæra bios og nota xp disk með sp1.
Takk.