Val á mechanical lyklaborði
Sent: Fim 01. Des 2011 17:06
Ég hef verið að gæla smá við þá hugmynd að vera góður við mig þessi jól og kaupa mér mechanical lyklaborð. En þar sem þetta kostar fúlgur þá vil ég helst "velja rétt" í fyrstu tilraun. Það sem mig langar mest í eru "bláir" takkar þar sem ég kem til með að nota það mest í vélritun eða slíkt. Hins vegar er líka eitthvað sem mig langar að skoða hvort "brúnir" takkar væru hentugri sem málamiðlun til að eiga möguleikann á að spila tölvuleiki. Maður gerir svosem ekki mikið af því þannig að það er kannski algjör vitleysa í mér.
Svo er það tegundin. Filco/Leopold/Das Keyboard... Er einhver hérna sem á svona eða hefur einhverja þekkingu á þessum merkjum? Mig langar í tenkeyless, hitt tekur bara pláss og er eitthvað sem ég nota ekkert. Vil helst svart og svo væri það eitthvað sem ég hefði alls ekkert á móti að hafa það með auðum tökkum (kannski litaða auða takka fyrir wasd/esc).
Að lokum væri það svo hvar gott væri að kaupa það? Hvað myndi skilja minnsta gatið eftir í veskinu mínu m.v. hvað ég fæ.
Ég er svolítið að velta fyrir mér þessu hérna. Allar athugasemdir eru vel þegnar. Helst frá fólki sem hefur eitthvað skoðað þessi mál eða á svona lyklaborð sjálft.
Svo er það tegundin. Filco/Leopold/Das Keyboard... Er einhver hérna sem á svona eða hefur einhverja þekkingu á þessum merkjum? Mig langar í tenkeyless, hitt tekur bara pláss og er eitthvað sem ég nota ekkert. Vil helst svart og svo væri það eitthvað sem ég hefði alls ekkert á móti að hafa það með auðum tökkum (kannski litaða auða takka fyrir wasd/esc).
Að lokum væri það svo hvar gott væri að kaupa það? Hvað myndi skilja minnsta gatið eftir í veskinu mínu m.v. hvað ég fæ.
Ég er svolítið að velta fyrir mér þessu hérna. Allar athugasemdir eru vel þegnar. Helst frá fólki sem hefur eitthvað skoðað þessi mál eða á svona lyklaborð sjálft.