Síða 1 af 1

Sjónvarpsflakkari sýnir enga mynd eftir krakkafikt

Sent: Mið 23. Nóv 2011 23:08
af Eiiki
Sælir vaktarar

Núna fyrir stuttu var litli frændi að fikta í flakkaranum mínum og hann fór að fikta í upplausninni því hann var að reyna að spila efni af honum í 14" túbutækinu sínu. Hann man ekki alveg hvað hann gerði en ég held að hann hafi fiktað í upplausninni, ég held semsagt að hann hafi ætlað að svissa úr 720p yfir í 1080p eða öfugt og núna sýnir flakkarinn enga mynd sama hvaða tæki hann er tengdur við..

Vitið þið hvað er til ráða núna?

Re: Sjónvarpsflakkari sýnir enga mynd eftir krakkafikt

Sent: Mið 23. Nóv 2011 23:19
af kfc
hvernig flakkari er þetta?

Re: Sjónvarpsflakkari sýnir enga mynd eftir krakkafikt

Sent: Fim 24. Nóv 2011 00:18
af bobbson
Tengja hann við FullHD sjónvarp/monitor og endurstilla hann.

Re: Sjónvarpsflakkari sýnir enga mynd eftir krakkafikt

Sent: Fim 24. Nóv 2011 00:49
af dexma
Á þeim flökkurum sem ég hef prufað hefur verið hægt að breita upplausninni,
velja á milli pal og ntsc með því að ýta á TV takkan á fjarstýringunni.

Kveiktu á flakkarnum, ýttu á TV takkan og bíddu í nokkrar sec, endurtaktu þangað til þú færð mynd.


Eiiki skrifaði:Sælir vaktarar

Núna fyrir stuttu var litli frændi að fikta í flakkaranum mínum og hann fór að fikta í upplausninni því hann var að reyna að spila efni af honum í 14" túbutækinu sínu. Hann man ekki alveg hvað hann gerði en ég held að hann hafi fiktað í upplausninni, ég held semsagt að hann hafi ætlað að svissa úr 720p yfir í 1080p eða öfugt og núna sýnir flakkarinn enga mynd sama hvaða tæki hann er tengdur við..

Vitið þið hvað er til ráða núna?