Síða 1 af 1

Mosavaxin vandræði

Sent: Fim 10. Nóv 2011 23:35
af ronneh88
Sælir,

Ég er í vandræðum með tölvuna og er að vonast eftir góðum ráðum.
Vandamálið lýsir sér þannig að ég var í leik og skyndilega varð allt á skjánum mosavaxið grænt, svo restartar tölvan sér og þá lítur startup-ið svona út:

Mynd

Svo frýs tölvan í boot-up screen.
Er skjákortið að gefa upp öndina eða hvað er í gangi :-k ?

Tölvan er frá 2007 með 8800 ultra, evga680i sli, 4gbkingston hyperx.
Nýlegasti hluturinn í vélinni er Mushkin chronos 120gb SSD.

Re: Mosavaxin vandræði

Sent: Fim 10. Nóv 2011 23:42
af AncientGod
Skjákortið er að deyja, lenti í þessu nákvæmlega sama með skjákort sem ég keypti af vaktara hér það var mjög leiðinlegt.

Re: Mosavaxin vandræði

Sent: Fim 10. Nóv 2011 23:49
af Revenant
Ég lenti líka í þessu, skjákortið var að feila. Bakaði það og virkaði fínt á eftir (sjá hér)

Re: Mosavaxin vandræði

Sent: Fim 10. Nóv 2011 23:59
af ronneh88
Ok ég þakka fyrir góð svör :happy

Re: Mosavaxin vandræði

Sent: Fös 11. Nóv 2011 00:00
af worghal
skjákortið sagði "GAUR! Beilaðu þetta shit ! þetta er ömurlegt ! "

Re: Mosavaxin vandræði

Sent: Sun 13. Nóv 2011 03:55
af ronneh88
Baksturinn virkaði(as easy as pie) :D..

Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd
Mynd

Kærar þakkir til Revenants
Revenant skrifaði:Ég lenti líka í þessu, skjákortið var að feila. Bakaði það og virkaði fínt á eftir (sjá hér)