Síða 1 af 1

Uppfærsla

Sent: Þri 01. Nóv 2011 14:49
af McArnar
Sælir vaktara

Nú var gamla vélin að hrynja og ég ætla að splæsa í nýja.

Það sem mig vantar er móðuborð, CPU og minni.

Er fyrir með GTX 560 Ti, PSU(750W) og Coolermaster HAF kassa

1. Móðuborð
Núna er ég búinn að skða heilan helling af borðum og get ekki tekið ákvörðun. Er ekki Z68 chipsettið það sem maður á að stefna á? Eða er það eitthvað annað. Fann borð sem mér leist á http://www.tolvutek.is/product_info.php?products_id=27820. Er einhver önnurborð sem þið mælið með á svipuðu pricerange.

2. Örgjafi
Langar í i7 2600k en sé að AMD örgjafarnir eru töluvert ódýrari. Hver er nákvæmlega munurinn? Er ég að geta sparað mér pening með AMD og fengið svipuð/verri afköst.
Svo er það Stock viftan með örgjafanum. Hvernig er hún að virka? Er ekki betra að kaupa Örgjafan(i7 2600k) á 43.900 í tölvutækni(OEM) og svo kaupa alvöru kælingu.

3. Minni
Hef verið að lesa mig til um minnin og er að sjá að voltin þurfa að vera um 1.5v. Sé samt minni sem eru 1.65. Hvor minnin ætti maður að taka?
Er með augastað á http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1562

Með fyrir fram þökk

Re: Uppfærsla

Sent: Þri 01. Nóv 2011 14:56
af Klaufi
Ertu með það í huga að ætla að yfirklukka eitthvað?

Í hvað ætlarðu að nota vélina?

Ef þú ert að setja saman leikjavél þá myndi ég mæla með að þú tækir 2500k örgjörvan frekar.

Re: Uppfærsla

Sent: Þri 01. Nóv 2011 15:02
af McArnar
Sæll

Já sorry gleymdið að þetta er aðalega leikjavél. Ætla að yfirklukka seinna. Er 2500k að skila meira horswpower í leiki?

Re: Uppfærsla

Sent: Þri 01. Nóv 2011 15:20
af Klaufi
McArnar skrifaði:Sæll

Já sorry gleymdið að þetta er aðalega leikjavél. Ætla að yfirklukka seinna. Er 2500k að skila meira horswpower í leiki?


Held ég geti fullyrt það að þú hafir ekkert við hyperthreading að gera, sem þú færð úr 2600k.

Getur sparað þér 14k með því að taka 2500k og færð þér þokkalega kælingu ef þú ætlar að yfirklukka seinna meir.

Re: Uppfærsla

Sent: Þri 01. Nóv 2011 15:24
af McArnar
Klaufi skrifaði:
McArnar skrifaði:Sæll

Já sorry gleymdið að þetta er aðalega leikjavél. Ætla að yfirklukka seinna. Er 2500k að skila meira horswpower í leiki?


Held ég geti fullyrt það að þú hafir ekkert við hyperthreading að gera, sem þú færð úr 2600k.

Getur sparað þér 14k með því að taka 2500k og færð þér þokkalega kælingu ef þú ætlar að yfirklukka seinna meir.


Ok takk fyrir þetta...gott að vita. Þá er það spurning um móðuborðið og munin á H67 p67 og Z68. Er ég að græða eitthvað á Z borði?

Og hvaða minni mælir þú með?

Re: Uppfærsla

Sent: Þri 01. Nóv 2011 15:35
af Klaufi
Held að þú þurfir ekkert að eltast við Z68, það sem það býður uppá er að nýta innbyggt skjákort í örgjörvunum, IGP (sem tengist Encoda með QuickSync skilst mér), og SSD caching.

Ég myndi bara fara í eitthvað fínt P67 borð t.d: http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2016

Og varðandi minni þá eru betri menn til að fræða þig um það, minnir að Matrox hafi kynnt sér þetta rosalega vel.

Tveir kostir:
http://www.att.is/product_info.php?cPat ... b52dc2573d (Einnig til low profile útgáfa ef þú færð þér mjög stóra kælingu.)
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=1940

Svo mæli ég með 560Ti eins og þú talar um, svo er líka alveg svakalegur munur að fara í SSD disk, ég held að bestu kaupin í þeim í dag séu 120gb Mushkin Chronos:
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2076