Síða 1 af 2

Leikjatölva fyrir ca. 250k

Sent: Þri 01. Nóv 2011 12:31
af beggi90
Sælir ég er að fara að kaupa mér nýja tölvu eftir ca. 3 vikur og veskið leyfir rúmlega 250 þús.
Mun nota hana til að spila eitthverja nýja leiki og dútla í myndvinnsluforritum.

Er mjög heitur fyrir Antec kössunum p183,193...
Er s.s að leita að fallegri góðri tölvu með engu ljósaveseni eða þess háttar "blingi".

Re: Leikjatölva fyrir ca. 250k

Sent: Mán 07. Nóv 2011 20:14
af hilmar_jonsson
Fáðu þér Dell tölvu. Þær bila ekki og eru ekki með neitt bling.

Þú getur fengið þessa:

https://www.skyrr.is/vefverslun/vara/?p ... 236e610e18

og þennan skjá. (Dell skjár líka, passar pottþétt við tölvuna)

https://www.skyrr.is/vefverslun/vara/?p ... 718e908c5f

Eða ef þig vantar bara turn og tímir að fara í aðeins dýrari tölvu þá er þessi málið. (OK DJÓK EN VONANDI KEMUR ÞETTA YKKUR AF STAÐ Í UMRÆÐU)

https://www.skyrr.is/vefverslun/vara/?p ... b1bb1c74b0

Re: Leikjatölva fyrir ca. 250k

Sent: Mán 07. Nóv 2011 20:21
af Gúrú
^Ekki gera það sem að hann sagði þér að gera.

Hilmar Jónsson ég vil líka benda þér að lesa reglurnar ef ske kynni að þú tengist síðan Skýrr á einhvern hátt.

Re: Leikjatölva fyrir ca. 250k

Sent: Mán 07. Nóv 2011 20:24
af Moldvarpan
Þessar dell tölvur sem þú ert að benda á eru ekkert sérstakar fyrir leikina.

http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2092

Þetta íhluta combo er málið, og auðveldlega hægt að minka við sig úr GTX580 í GTX570 og þá lækkar verðið um 20.000 kr,, enn samt með rosalega öflugt skjákort.
Þess vegna væri líka hægt að minnka aðeins minnið í henni ef þú telur þig ekki þurfa að nýta 16GB í minni. Þá er þessi vél í kringum 250.000kr, vel spræk og alveg dead silent.

Re: Leikjatölva fyrir ca. 250k

Sent: Mán 07. Nóv 2011 20:34
af worghal
hilmar_jonsson skrifaði:Fáðu þér Dell tölvu. Þær bila ekki og eru ekki með neitt bling.

dell kemur bilað úr kassanum

Re: Leikjatölva fyrir ca. 250k

Sent: Mán 07. Nóv 2011 20:35
af Nördaklessa
vá! hvað maður þarf að borga mikið fyrir "lítið" hjá dell

Re: Leikjatölva fyrir ca. 250k

Sent: Mán 07. Nóv 2011 20:38
af worghal
Nördaklessa skrifaði:vá! hvað maður þarf að borga mikið fyrir "lítið" hjá dell

það kemur mér allveg stórkostlega á óvart hvað margir hérna basha hvað maður borgar mikið fyrir lítð með mac vélar, en beygja sig fyrir dell >_<

Re: Leikjatölva fyrir ca. 250k

Sent: Mán 07. Nóv 2011 20:39
af Magneto
Nördaklessa skrifaði:vá! hvað maður þarf að borga mikið fyrir "lítið" hjá dell

haha satt!

Re: Leikjatölva fyrir ca. 250k

Sent: Mán 07. Nóv 2011 20:40
af Gunnar
http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2092
minnkar aflgjafann niður í 850W því þarft ekki meira.
vinnsluminnin niður í 8GB. þarft ekki meira.
1,5TB diskinn í burtu ef þú átt harða diska fyrir.
þá ertu kominn helviti nálægt 250 þúsund myndi ég giska.
myndi allaveganna reyna halda örgjörvanum og skjákortinu ef þú getur.

Re: Leikjatölva fyrir ca. 250k

Sent: Mán 07. Nóv 2011 20:42
af worghal
fyrir 250 ættiru að getað fengið sama ef ekki aðeins betra setup en ég er með, ekkert óþarfa ljósavesenn með kassann, ýtir bara á takka og þú slekkur ljósin á viftunni framan á :)

Re: Leikjatölva fyrir ca. 250k

Sent: Mán 07. Nóv 2011 20:43
af beggi90
Moldvarpan skrifaði:Þessar dell tölvur sem þú ert að benda á eru ekkert sérstakar fyrir leikina.

http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2092

Þetta íhluta combo er málið, og auðveldlega hægt að minka við sig úr GTX580 í GTX570 og þá lækkar verðið um 20.000 kr,, enn samt með rosalega öflugt skjákort.
Þess vegna væri líka hægt að minnka aðeins minnið í henni ef þú telur þig ekki þurfa að nýta 16GB í minni. Þá er þessi vél í kringum 250.000kr, vel spræk og alveg dead silent.


Flott vél, 300k er í meiri kantinum en engu að síður er ég að íhuga þetta.
Ætti ég ekki að geta tjakkað verðinu aðeins niður með því að púsla þessu saman sjálfur?

Re: Leikjatölva fyrir ca. 250k

Sent: Mán 07. Nóv 2011 20:46
af worghal
beggi90 skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:Þessar dell tölvur sem þú ert að benda á eru ekkert sérstakar fyrir leikina.

http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2092

Þetta íhluta combo er málið, og auðveldlega hægt að minka við sig úr GTX580 í GTX570 og þá lækkar verðið um 20.000 kr,, enn samt með rosalega öflugt skjákort.
Þess vegna væri líka hægt að minnka aðeins minnið í henni ef þú telur þig ekki þurfa að nýta 16GB í minni. Þá er þessi vél í kringum 250.000kr, vel spræk og alveg dead silent.


Flott vél, 300k er í meiri kantinum en engu að síður er ég að íhuga þetta.
Ætti ég ekki að geta tjakkað verðinu aðeins niður með því að púsla þessu saman sjálfur?

að setja saman sjálfur sparar ekki meira en 2000-8000 held ég, en þú ættir að getað skrúfað minnið í 8gb og fá þér 570 í stað 580 og þá ertu kominn nær 250þ

Re: Leikjatölva fyrir ca. 250k

Sent: Mán 07. Nóv 2011 21:01
af hilmar_jonsson
hilmar_jonsson skrifaði:Fáðu þér Dell tölvu. Þær bila ekki og eru ekki með neitt bling.

Þú getur fengið þessa:

https://www.skyrr.is/vefverslun/vara/?p ... 236e610e18

og þennan skjá. (Dell skjár líka, passar pottþétt við tölvuna)

https://www.skyrr.is/vefverslun/vara/?p ... 718e908c5f

Eða ef þig vantar bara turn og tímir að fara í aðeins dýrari tölvu þá er þessi málið. (OK DJÓK EN VONANDI KEMUR ÞETTA YKKUR AF STAÐ Í UMRÆÐU)

https://www.skyrr.is/vefverslun/vara/?p ... b1bb1c74b0


Ég verð að viðurkenna ég hélt að mér yrði jafnvel hent út fyrir þetta en ég er að leita að sambærilegri tölvu og langaði að fá e-r viðbrögð. 6 dagar án viðbragða þangað til fíflið mætir á staðinn og þá tekur 10 mín að koma með góða tillögu:

Moldvarpan skrifaði:Þessar dell tölvur sem þú ert að benda á eru ekkert sérstakar fyrir leikina.

http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2092

Þetta íhluta combo er málið, og auðveldlega hægt að minka við sig úr GTX580 í GTX570 og þá lækkar verðið um 20.000 kr,, enn samt með rosalega öflugt skjákort.
Þess vegna væri líka hægt að minnka aðeins minnið í henni ef þú telur þig ekki þurfa að nýta 16GB í minni. Þá er þessi vél í kringum 250.000kr, vel spræk og alveg dead silent.


Mér líst vel á þetta. Ég held að ég myndi klippa HDD2, netkortið, hljóðkortið og geisladrifið út líka ásamt því að minnka aflgjafann ef það sparar e-ð. Takk.

Re: Leikjatölva fyrir ca. 250k

Sent: Mán 07. Nóv 2011 21:08
af Frost
tölva vaktin 1.png
tölva vaktin 1.png (184 KiB) Skoðað 3040 sinnum

tölva vaktin 2.png
tölva vaktin 2.png (69.31 KiB) Skoðað 3036 sinnum


Svona myndi ég fara að þessu. Setti þetta saman í flýti og endilega hægt að breyta þessu eftir þörfum þínum. :happy

*EDIT'

http://img811.imageshack.us/img811/5534/tlvavaktin1.png
http://img832.imageshack.us/img832/176/tlvavaktin2.png

Linkar á myndirnar ef attachments eru ekki að sjást. Sjást bara stundum hjá mér :-k

Re: Leikjatölva fyrir ca. 250k

Sent: Mán 07. Nóv 2011 21:12
af hilmar_jonsson
Frost skrifaði:(...)
Svona myndi ég fara að þessu. Setti þetta saman í flýti og endilega hægt að breyta þessu eftir þörfum þínum. :happy


Hvaða búð er þetta?

Re: Leikjatölva fyrir ca. 250k

Sent: Mán 07. Nóv 2011 21:13
af Frost
hilmar_jonsson skrifaði:
Frost skrifaði:(...)
Svona myndi ég fara að þessu. Setti þetta saman í flýti og endilega hægt að breyta þessu eftir þörfum þínum. :happy


Hvaða búð er þetta?


Tölvutækni. Liggur við að það sé búð Vaktarinnar.

Re: Leikjatölva fyrir ca. 250k

Sent: Mán 07. Nóv 2011 21:18
af beggi90
Frost skrifaði:
Svona myndi ég fara að þessu. Setti þetta saman í flýti og endilega hægt að breyta þessu eftir þörfum þínum. :happy


Flott að fá mismunandi álit.
Ég á erfiðast að ákveða hvaða móðurborð ég þarf, er t.d vit í því að kaupa sér dýrara móðurborð með triple channel minnum þar sem þessi tölva á vonandi að duga í nokkur ár með uppfærslum.

Re: Leikjatölva fyrir ca. 250k

Sent: Mán 07. Nóv 2011 21:22
af Frost
beggi90 skrifaði:
Flott að fá mismunandi álit.
Ég á erfiðast að ákveða hvaða móðurborð ég þarf, er t.d vit í því að kaupa sér dýrara móðurborð með triple channel minnum þar sem þessi tölva á vonandi að duga í nokkur ár með uppfærslum.


Tjah LGA1155 sökkulinn styður ekki triple channel. Þannig að ef þú vilt vera með nýjustu og öflugustu örgjörvana þarftu að sætta þig við dual channel.

Re: Leikjatölva fyrir ca. 250k

Sent: Mán 07. Nóv 2011 21:43
af Victordp
beggi90 skrifaði:
Moldvarpan skrifaði:Þessar dell tölvur sem þú ert að benda á eru ekkert sérstakar fyrir leikina.

http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2092

Þetta íhluta combo er málið, og auðveldlega hægt að minka við sig úr GTX580 í GTX570 og þá lækkar verðið um 20.000 kr,, enn samt með rosalega öflugt skjákort.
Þess vegna væri líka hægt að minnka aðeins minnið í henni ef þú telur þig ekki þurfa að nýta 16GB í minni. Þá er þessi vél í kringum 250.000kr, vel spræk og alveg dead silent.


Flott vél, 300k er í meiri kantinum en engu að síður er ég að íhuga þetta.
Ætti ég ekki að geta tjakkað verðinu aðeins niður með því að púsla þessu saman sjálfur?

Var þessi vél lækkuð um 50k í dag eða ?

Re: Leikjatölva fyrir ca. 250k

Sent: Mán 07. Nóv 2011 21:50
af Gúrú
hilmar_jonsson skrifaði:þangað til fíflið mætir á staðinn og þá tekur 10 mín að koma með góða tillögu


Sigh svo góður mórall hérna, og hvaða máli myndi það skipta ef að það stæði þarna í ómerktum texta að þú sért að djóka
ef að 100% tillagana á Vaktinni eru að kaupa sér Dell vörur hjá Skýrr? Ekki ætla ég að láta neinn kaupa tölvuhluti þar fyrir þína tilstilli.

Re: Leikjatölva fyrir ca. 250k

Sent: Mán 07. Nóv 2011 22:28
af Eiiki
Hilmar Jónsson virðist að öllum líkindum vera með rass í stað andlits, veit ekkert hvað hann er að segja...

En pakkin hjá Frost er fínn þó svo að ég færi öðruvísi að...

Svona myndi ég fara að:
Mynd
Hefði samt sett 120GB Mushkin Chronos inn í þennan pakka, en hann virðist ekki vera til í Tölvutækni eins og stendur. Hann hlýtur að fara að koma þangað fljótlega, en svo er það bara að henda einhverjum geymsludisk í turninn. Tók mig smá tíma að velja góðan kassa en þar sem þú virðist vera stílhreinn maður og þar sem NH-D14 viftan er virkilega plássfrek, en þessi kassi er stór og góður ;)
Einnig tekuru etv. eftir því að ég setti 2 stk. Gygabyte gtx460 kort, þau eru mjög góð í yfirklukkun þegar kemur að leikjum og fínt að nota bara Afterburner í það, þau eru að performa svipað og eitt stk. gtx 580 kort ef þau eru vel klukkuð og vinna saman í SLI :)

Re: Leikjatölva fyrir ca. 250k

Sent: Mán 07. Nóv 2011 23:03
af beggi90
Eiiki skrifaði:Hilmar Jónsson virðist að öllum líkindum vera með rass í stað andlits, veit ekkert hvað hann er að segja...

En pakkin hjá Frost er fínn þó svo að ég færi öðruvísi að...

Svona myndi ég fara að:


Hefði samt sett 120GB Mushkin Chronos inn í þennan pakka, en hann virðist ekki vera til í Tölvutækni eins og stendur. Hann hlýtur að fara að koma þangað fljótlega, en svo er það bara að henda einhverjum geymsludisk í turninn. Tók mig smá tíma að velja góðan kassa en þar sem þú virðist vera stílhreinn maður og þar sem NH-D14 viftan er virkilega plássfrek, en þessi kassi er stór og góður ;)
Einnig tekuru etv. eftir því að ég setti 2 stk. Gygabyte gtx460 kort, þau eru mjög góð í yfirklukkun þegar kemur að leikjum og fínt að nota bara Afterburner í það, þau eru að performa svipað og eitt stk. gtx 580 kort ef þau eru vel klukkuð og vinna saman í SLI :)


Svo bætist við ca. 15k fyrir vinnsluminni og líklega ca. 20k fyrir harðan disk fyrir gögnin.
Er samt að íhuga þennan líka.

Er ekki viss um að ég fari í eitthverja yfirklukkun af viti.

also: óþarfi að hrauna yfir Hilmar, hann var mjög successfull troll.

*Edit*
Er þörf á 15k örrakælingu?

Re: Leikjatölva fyrir ca. 250k

Sent: Mán 07. Nóv 2011 23:18
af chaplin
1 x GTX 4/560 og menn eru að setja +1000W aflgjafa í pakkana? Afhverju ekki frekar að taka flottan 650W ef kaupandi stefnir á að hafa eingöngu eitt kort, mest 850W ef hann stefnir á að bæta við öðru korti.

Vandaður 850W aflgjafi tekur GTX580 SLI + i7 2600 yfirklukkað og gott betur en það, afhverju að fara í mikið stærri pakka? Afhverju ekki að fara í minni aflgjafa og nota mismuninn í öflugra skjákort?

Myndband af Antec TPN 750W að keyra GTX480 SLI + 980X. http://www.youtube.com/watch?v=U9g3ssZpn5Q - þrátt fyrir að TPN séu flottir, að þá er það ekki flottasta línan frá Antec.

Re: Leikjatölva fyrir ca. 250k

Sent: Þri 08. Nóv 2011 02:47
af ronneh88
Held ég myndi taka þetta:

Intel Core i5-2500K http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=1976
EÐA
Intel Core i7-2600K http://tolvutaekni.is/product_info.php?cPath=24_25_137&products_id=1933
2500k og 2600k eru jafn góðir í leikjum í dag. Munar 14 þúsund á þeim.

Ætlarðu að overclocka mikið? Noctua NH-D14 http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=1881
annars
Cooler Master Hyper 212 Plus http://tolvutaekni.is/product_info.php?cPath=24_75_76&products_id=1542

Corsair AX850 http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2082
Antec P183 http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=1510
Asus P8P67 PRO http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2016
PNY NVIDIA GeForce GTX580 http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=1858
Kingston HyperX 8GB kit (2x4GB) http://tolvutaekni.is/product_info.php?products_id=2140

2600k+noctua dh-14 Samtals: 248.390.- | 2500k+CM hyper 212 Samtals: 225.390.- eða mixar saman..

Ef þig vantar harðan disk þá mæli ég með Mushkin Chronos 120gb(ekki taka minna) SSD fyrir stýrikerfi og leiki, Tölvutækni voru með hann á 29.990 um daginn.

Svo vill ég segja að hilmar_jonsson stóð sig vel sem tröll.

Re: Leikjatölva fyrir ca. 250k

Sent: Þri 08. Nóv 2011 11:25
af g0tlife
Skil ekki hvað fólk hérna er að segja honum að kaupa 1000 - 1050W aflgjafa.. Finniði svo virkilega muninn á 1333 og 1600 mhz 8 GB minnum, hvað þá 12 GB ? Rugl