Síða 1 af 1

1TB HDD að gefa sig?

Sent: Fim 27. Okt 2011 22:10
af Glazier
Er með 1TB hdd í tölvunni hjá mér.
Virkar fínt að setja efni inná hann og allt gengur hratt fyrir sig.

En ef ég er að færa efni af honum og yfir á USB kubb eða streama yfir á aðra tölvu í húsinu þá tekur alveg svakalega langann tíma að gera það.

12gb er klukkutíma að fara yfir á USB kubb, flutningshraði er ~5 MB/s.

Þýðir þetta að diskurinn sé að deyja? (Búið að vera svona í 2-3 mánuði)
Og ef hann er að deyja, tæki þá ekki marga daga að taka copy af því sem er inná honum? (~900 gíg)

Re: 1TB HDD að gefa sig?

Sent: Fim 27. Okt 2011 22:15
af chaplin
SeaTools. go.

Sækir http://www.hirensbootcd.org/download/ og keyrir SeaTools. Það ætti að segja þér hvort diskurinn sé í lagi eða ólagi. Ég lenti einusinni í svipuðu vandamáli, en þá var það afþví ég breytti controllerinum úr IDE í AHCI eftir uppsettningu á stýrikerfi.

Hljómar samt eins og diskurinn gæti verið bilaður og ef þú ætlar að flytja gögin, settu þá upp TeraCopy og byrjaðu á því mikilvægasta.

Re: 1TB HDD að gefa sig?

Sent: Fim 27. Okt 2011 22:40
af GuðjónR
Myndi nú veðja á að netið/usb lykillinn væri slow...
Eða windowsið eitthvað böggað...

Re: 1TB HDD að gefa sig?

Sent: Fim 27. Okt 2011 22:44
af beatmaster
Ég hef lent í svona útaf ownership/permission vandamáli á möppunni sem að geymdi allt dótið sem að var inni á disknum

Re: 1TB HDD að gefa sig?

Sent: Fim 27. Okt 2011 22:47
af AntiTrust
Hef ekki lent í bilandi disk sem er með write í lagi en read í ólagi. Getur líka sótt Seatools af heimasíðu Seagate og keyrt í gegnum OSið.

Re: 1TB HDD að gefa sig?

Sent: Fös 28. Okt 2011 00:23
af Glazier
Tékka á þessu á morgun..

En Guðjón.. ég efast um að bæði USB kubburinn (sem btw. er splunku nýr SanDisk Cruzer 16gb) og netið sé jafn hægt :roll:

Re: 1TB HDD að gefa sig?

Sent: Fös 28. Okt 2011 17:56
af Glazier
Prófaði að færa 6gb fæl af 1TB disknum og yfir á stýrikerfis diskinn hjá mér, það gekk mjög smooth og virkaði eins og á að gera.

En ef ég tengi USB kubbinn við tölvuna þá byrjar þetta alveg á fullu (6 gb fæll) tölvan segir að það sé 1 min að fara yfir svo byrjar hraðinn að detta niður og þegar þetta er komið í svona 10% þá minkar hraðinn niður í ekkert :/
Er búinn að prófa önnur USB tengi á tölvunni, það virkar ekki.

En það sem ég er að spá, afhverju virkar vel að færa á desktop, en ekki yfir á aðra tölvu/flakkara í húsinu né á USB kubb?

Er ekki búinn að prófa að tengja USB kubbinn við aðra tölvu í húsinu til að gá hvort þetta sé eins þar.

Edit: Hvernig gerir maður test á USB kubb til að tékka hvort hann sé alveg í lagi og svona? (nokkuð viss um að þetta sé ekki eitthvað rusl, var keyptur hjá BestBuy.com sem er nú ekki beint þekkt fyrir að selja eitthvað drasl).

Re: 1TB HDD að gefa sig?

Sent: Mið 02. Nóv 2011 04:05
af kepler
Nokkrar hugmyndir,

-setja Linux stýrikerfi á USB kubb og taka aftur tímann á afritun 6 Gb skráar. Unetbootin+Ubuntu distro, breyta ræsiröð...
Ef hraði er svipaður þá búið að útiloka stýrikerfismál, - nánast
-keyra Seatools eins og búið er að nefna, eða HDDScan http://www.softpedia.com/get/System/Hard-Disk-Utils/HDD-Scan.shtml til að athuga diskur sé í lagi
-Acronis Drive Monitor - notaði þetta um daginn á disk sem var á mörkunum, og SMART test gaf litlar vísbendingar, en þetta fann einmitt eitthvað að disknum. Þetta einhvers konar 'vakta' forrit, ef kemur upp gulur þríhyrningur þá er eitthvað slæmt að gerast...http://www.acronis.com/homecomputing/products/drive-monitor/

*Edit. Fyrir usb test, þá kannski hentar þetta en best að hafa ekki eina eintakið af fjölskyldualbúminu á honum ef keyrt.. Checkflash..1.16 http://www.tomsguide.com/us/download/Flash-Check,0301-22182.html