Síða 1 af 1
Er hægt að bjarga fartölvunni minni ?
Sent: Þri 25. Okt 2011 15:31
af helga88
Svo er mál með vexti að skjákortið í fartölvunni minni er farið og svo segir e-r tölvukall að móðurborðið er eiginlega líka að fara eða það sé best að skipta um bæði. Þetta er Acer Aspire 5680 og er 5-6 ára gömul. Borgar sig að laga hana eða ekki ? Og ef það borgar sig, getið þið sagt mér hvernig skjákort ég á að fá mér og móðurborð því ég veit ekkert um tölvur
Takk fyrir
Re: Er hægt að bjarga fartölvunni minni ?
Sent: Þri 25. Okt 2011 15:41
af nighthawk
Skjákortið er líklegast lóðað á móðurborðið. Það er séns að bjarga því ef þetta er bara sprungið tin, með því að hita GPU kubbinn rétt nóg til þess að tinið nái tengingu aftur.
Re: Er hægt að bjarga fartölvunni minni ?
Sent: Þri 25. Okt 2011 15:45
af AntiTrust
Að skipta um móðurborð í fartölvum borgar sig nánast aldrei, ekki nema um verulega nýlega og mid-range/high end fartölvu sé að ræða. Þú hefur ekkert val þegar kemur að fartölvum um hverskonar móðurborð þú færð þér, það eru bara ákveðin borð sem ganga í ákveðnar týpur. Sama gildir yfirleitt um skjákort í fartölvur líka, afar sjaldgæft að þú getir fengið þér annað en það sem kemur í henni.
Einu skiptin sem svona viðgerðir borga sig er ef þú getur fengið varahlutina hræódýra.
Re: Er hægt að bjarga fartölvunni minni ?
Sent: Þri 25. Okt 2011 16:28
af helga88
Ég veit ekkert um hvað þú nighthawk ert að tala um ... :/ En ég var aldrei að spá að fá mér eitthvað annað en það sem passar í tölvuna og það er það sem ég var að spurja um... Ég veit ekki hvað móðurborðið né skjákortið heitir því ég kann ekkert á tölvur... En það segja mér allir það sama að það sé ekki þess virði að bjarga tölvunni...
Re: Er hægt að bjarga fartölvunni minni ?
Sent: Þri 25. Okt 2011 16:44
af Hjaltiatla
http://www.svar.is eru þjónustu og söluaðili Acer á Ísland. Sakar ekki að hafa samband við þá og athuga hvort þeir eigi gamlar vélar sem þeir geta nýtt í varahlut fyrir þig.
Re: Er hægt að bjarga fartölvunni minni ?
Sent: Þri 25. Okt 2011 16:48
af helga88
Takk fyrir þetta
Re: Er hægt að bjarga fartölvunni minni ?
Sent: Þri 25. Okt 2011 17:03
af pattzi
http://iod.is/annars fáðu þér nýja vél þessu er ekki viðbjargandi nema að eyða nokkrum bláum.
Re: Er hægt að bjarga fartölvunni minni ?
Sent: Mið 26. Okt 2011 12:25
af Halli25
pattzi skrifaði:http://iod.is/
annars fáðu þér nýja vél þessu er ekki viðbjargandi nema að eyða nokkrum bláum.
http://www.iod.is/sidur/um_iod/tolvuverkstaedid