Síða 1 af 1

SERVER spurningar??

Sent: Lau 22. Okt 2011 12:23
af steinipa
Sælir

Langar að búa mér til server og ákvað að reyna fá hint og ráðleggingar frá ykkur.

Ætla að keyra microsoft exchange, cisco callmanager (ætla að fá mér ip síma), hosta vefsíðu

Er reyndar með media center tölvu inn í stofu hjá mér

Á til gamal móðurborð http://www.newegg.com/Product/Product.aspx?Item=N82E16813136152 AMD athlon 64 3000+ og 2x1g ddr400

Er ekki málið að fá sér bara microsoft sbs 201?
Get ég eitthvað notað þetta gamla dót sem ég á.

Eða á maður að taka media centerið og notað það sem server fyrir allt. Þar að segja fyrir þetta þrennt fyrir ofan og svo aukalega dvd myndir, þættir, ljósmyndir

Endilega komið með eitthverjar ráðleggingar ;)

Kveðja
Steini

Re: SERVER spurningar??

Sent: Lau 22. Okt 2011 12:38
af AntiTrust
Þetta er helvíti döpur vél fyrir server þjónustur, en ég veit reyndar ekkert um hardware requirements fyrir Callmanagerinn, mig grunar þó að hann sé örlítið overkill fyrir heimanotkun. Ef exchange serverinn verður bara notaður fyrir 1-5 notendur þá þarf nú ekki mikið, og hvað þá IIS/Apache keyrslu. Hvort þessi vélbúnaður dugar eða ekki veltur á endanum bara á notkuninni.

Ég er með einn server á svipuðu platformi, hann þjónar reyndar engu öðrum tilgangi en að vera iSCSI target server, en það voðalega leiðinlegt að vinna á honum á móti quad core nóðunum sem ég er með. Myndi mæla með því að finna þér e-ð ódýrt 775 C2D/C2Q setup hérna á vaktinni, hægt að fá fínt setup (MB, CPU, RAM) fyrir 15-25kall.

Svo gætiru líka bara beefað þig aðeins upp í vélbúnaði, sett upp WS2008 R2 og notað Hyper-V til að keyra sér virtual vél fyrir hvert hlutverk, einfaldar oft margt, bilanagreiningu og minnkar auðvitað áhrif á aðrar þjónustur.

Re: SERVER spurningar??

Sent: Lau 22. Okt 2011 13:44
af steinipa
En að taka media center tölvuna sem ég er með.
Hún er intel core duo cpu E6750 @ 2,66ghz
Minni 2gb
Bæta í hana minni (er ekki 2g allt og lítið) og keyra síðan virtual vél fyrir hvert hlutverk (eins og þú varst að tala um).


Hvort á ég að skoða WS2008 R2 eða Windows SBS?
Er nefnilega bara að stiga mig fyrstu skref í þessi server klámi ;)

Með Callmanagerinn þá vantar mig ip-síma með sjálfvirkri svörun, talholfi, fluttningur í annað nr og fleira.
Ég heyrði eitthverstaðar að ef þú kunnir á cisco ip símkerfið þá væriru búin að læra nóg til að vera mellu fær í öllum öðrum símkerfum.
Þess vegna langaði mig að fara í Cisco Callmanagerinn, bara svona til að læra smá á þetta.
En endilega ef þið eruð með aðrar hugmyndir um þetta hjá mér, skjótið þá.

kv
Steini