Sælir(ar?), þetta er fyrsti pósturinn minn hérna.
Ég er að fara að setja saman tölvu frá grunni í fyrsta sinn. Það sem ég mun koma til með að nota hana í verður aðallega CFD útreikningar, sem eru í stuttu máli tölulegir útreikningar á straumfræðilegum vandamálum, þannig að ég mun vilja að hún geti framkvæmt margar reikniaðgerðir á stuttum tíma, sem að eftir sem ég best veit stendur og fellur aðallega með örgjörvanum. Einnig mun ég eflaust vilja geta spilað á Fifa, Flight Simulator og jafnvel einhverja skotleiki, sem hlýtur að þýða að ég verði að hafa ágætt skjákort. Hinsvegar þar sem ég er námsmaður og það erlendis eru peningar stór skorða á hvaða íhluti ég ætla að kaupa. Íhlutirnir sem ég er búinn að velja eru eftirfarandi (samt ekkert heilagt enþá):
Örgjörvi: Intel i5 2500K - 182 EUR
Minni: Corsair Vengeance - 8GB 1600MHz PC3-12800 - 52 EUR
Skjákort: Asus GeForce ENGTX560 DC/2DI/1GD5 - 1GB - PCI-E - 149 EUR
SSD: OCZ Agility 3 SSD 60GB 2.5" SATA-600 (Read to 525 MB/s Write to 475 MB/s)- 82 EUR
HDD: Seagate 1TB 3.5" 7200rpm 32MB SATA-600 - 44 EUR
PSu: Cooler Master - Extreme Power Plus - 500 Watt - 48 EUR
Kassi: Einhver í kringum 50 EUR
TOTAL: 607 EUR (umþb 97 þús ÍSK)
Svo stendur valið á milli móðurborðanna:
http://komplett.nl/Komplett/product/ZKB_01COM/15_MOBO/02_INT1155/productdetails/20089305/Gigabyte_GA_Z68P_DS3_Socket_1155_ATX/GA_Z68P_DS3/default.aspx
eða:
http://komplett.nl/Komplett/product/ZKB_01COM/15_MOBO/02_INT1155/productdetails/20086805/Gigabyte_GA_Z68X_UD3H_B3_Socket_1155_ATX/GA_Z68X_UD3H_B3/default.aspx
Það efra er á 84 EUR en hitt 123 EUR og málið er að ég gæti alveg hugsað mér að spara þessar 50 evrur með að kaupa ódýrara móðurborðið.
Hvað finnst ykkur? Er munurinn það mikill að það borgi sig að fara í dýrara? Eða bara eitthvað allt annað móðurborð?
Og hvað finnst ykkur um íhlutina? Er ég að fara framúr mér einhverstaðar eða er ég of nískur á eitthvað?
Val á móðurborði
-
- Vaktari
- Póstar: 2327
- Skráði sig: Fim 02. Apr 2009 13:16
- Reputation: 82
- Staðsetning: South side
- Staða: Ótengdur
Re: Val á móðurborði
Já þú ert nískur við elskuna þína
Með svona ódýr móðurborð verður yfirklukkun algjört vesen,þá segja margir (ég ætla ekkert að klukka) en svo sjá þeir hvað það er auðvelt í dag og fara gráta þegar móðurborðið getur ekkert
Með svona ódýr móðurborð verður yfirklukkun algjört vesen,þá segja margir (ég ætla ekkert að klukka) en svo sjá þeir hvað það er auðvelt í dag og fara gráta þegar móðurborðið getur ekkert