Hvar/hvernig best að geyma öll gígabætin?!!
Sent: Fim 20. Maí 2004 19:02
við erum allir að glíma við sama vandann í dag... geymslupláss/verð hlutfallið hefur fallið samhliða því að við erum sífellt að eiga meiri gögn (vídeó, hljóð osfrv). Ég snarlega hætti að nota CD-RW þegar ég komst að því að 10-20% af diskunum eyðilögðust á innan við ári sama hversu vel maður reyndi að fara vel með þá. Fyrir gögn sem ég vil eiga að eilífu er það óásættanlegt!
Hvað segið þið um gagnageymslu í dag... DVD brennararnir/diskarnir t.d. eru þeir traustari en CDRW tæknin var? Mér finnst þeir reyndar frekar takmarkaðir þar sem 4,5gb er einfaldlega ekki mjög mikið magn! Afritunarstöðvarnar eru stórar, dýrar og klunnalegar og henta alls ekki í það sem mig vantar. Svo hef ég velt fyrir mér utanáliggjandi hörðum diskum, þeir eru bara frekar dýrir í þetta en jafnframt viðkvæmir í geymslu.
Hvernig væri að fá smá umræður í þetta?
Hvað segið þið um gagnageymslu í dag... DVD brennararnir/diskarnir t.d. eru þeir traustari en CDRW tæknin var? Mér finnst þeir reyndar frekar takmarkaðir þar sem 4,5gb er einfaldlega ekki mjög mikið magn! Afritunarstöðvarnar eru stórar, dýrar og klunnalegar og henta alls ekki í það sem mig vantar. Svo hef ég velt fyrir mér utanáliggjandi hörðum diskum, þeir eru bara frekar dýrir í þetta en jafnframt viðkvæmir í geymslu.
Hvernig væri að fá smá umræður í þetta?