Hvar/hvernig best að geyma öll gígabætin?!!

Skjámynd

Höfundur
dabbi2000
Nörd
Póstar: 113
Skráði sig: Mán 12. Jan 2004 23:46
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Hvar/hvernig best að geyma öll gígabætin?!!

Pósturaf dabbi2000 » Fim 20. Maí 2004 19:02

við erum allir að glíma við sama vandann í dag... geymslupláss/verð hlutfallið hefur fallið samhliða því að við erum sífellt að eiga meiri gögn (vídeó, hljóð osfrv). Ég snarlega hætti að nota CD-RW þegar ég komst að því að 10-20% af diskunum eyðilögðust á innan við ári sama hversu vel maður reyndi að fara vel með þá. Fyrir gögn sem ég vil eiga að eilífu er það óásættanlegt!

Hvað segið þið um gagnageymslu í dag... DVD brennararnir/diskarnir t.d. eru þeir traustari en CDRW tæknin var? Mér finnst þeir reyndar frekar takmarkaðir þar sem 4,5gb er einfaldlega ekki mjög mikið magn! Afritunarstöðvarnar eru stórar, dýrar og klunnalegar og henta alls ekki í það sem mig vantar. Svo hef ég velt fyrir mér utanáliggjandi hörðum diskum, þeir eru bara frekar dýrir í þetta en jafnframt viðkvæmir í geymslu.


Hvernig væri að fá smá umræður í þetta?




Arnar
Staða: Ótengdur

Pósturaf Arnar » Fim 20. Maí 2004 20:02

Þeir voru að tala um þetta hérna um daginn

niðurstaðan var..

Tæknin er ekki nógu góð til að geyma þetta 100% öruggt í 10+ ár held ég



Skjámynd

Höfundur
dabbi2000
Nörd
Póstar: 113
Skráði sig: Mán 12. Jan 2004 23:46
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf dabbi2000 » Fim 20. Maí 2004 20:06

veistu hvar sá þráður er?




Arnar
Staða: Ótengdur

Pósturaf Arnar » Fim 20. Maí 2004 20:16

nei..

Notaðu leitina



Skjámynd

Rednex
Nörd
Póstar: 147
Skráði sig: Sun 15. Jún 2003 18:00
Reputation: 0
Staðsetning: Hafnarfirði
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Rednex » Fös 21. Maí 2004 00:22

Að mínu mati væri best að hafa 2 öryggis afrit eða að raida þannig að sömu gögnin eru á báðum diskunum samtímis.


Ef það virkar... ekki laga það !


Manager1
Tölvutryllir
Póstar: 622
Skráði sig: Þri 16. Mar 2004 21:28
Reputation: 91
Staða: Ótengdur

Pósturaf Manager1 » Fös 21. Maí 2004 01:17

Tja, skella þessu á harðan disk, unplugga diskinn og stinga honum niðrí skúffu eða inní skáp :)

Svo geturu alltaf pluggað hann inn aftur og bætt á hann eða tekið útaf honum.



Skjámynd

Höfundur
dabbi2000
Nörd
Póstar: 113
Skráði sig: Mán 12. Jan 2004 23:46
Reputation: 0
Staðsetning: Kópavogur
Staða: Ótengdur

Pósturaf dabbi2000 » Fös 21. Maí 2004 01:30

hvernig kemur utanáliggjandi HD inn í þetta? Eða eruð þið kannski að meina svolieðis frekar en að vera með skúffu eða alltaf að IDE tengja hann inn í tölvunni?




Hlynzi
vélbúnaðarpervert
Póstar: 983
Skráði sig: Fös 15. Nóv 2002 20:40
Reputation: 41
Staðsetning: RVK
Hafðu samband:
Staða: Ótengdur

Pósturaf Hlynzi » Lau 22. Maí 2004 22:33

Eftir 2 ár kemur á markaðinn blu ray (blue disk...heitir ýmsum nöfnum)
en hann á að vera 25 gígabæt á hvern "layer". Veit ekki endinguna.

DVD hefur svipaðan geymslutíma og venjulegir geisladiskar, en hingað til hafa harðir diskar verið taldir öruggasta gagnageymslan. Einhver hjátrú hjá mér , en ég held að kaldur harður diskur endist betur (svipað og er talið með filmur í myndavélar, geymist og endist betur með því að setja þær inní ískáp. )


Hlynur

Skjámynd

MezzUp
Besserwisser
Póstar: 3694
Skráði sig: Þri 24. Sep 2002 15:19
Reputation: 0
Staða: Ótengdur

Pósturaf MezzUp » Sun 23. Maí 2004 11:33

Hlynzi skrifaði:Einhver hjátrú hjá mér , en ég held að kaldur harður diskur endist betur

veit ekki með það, en hinsvegar verðurru að leyfa honum að komast uppí stofuhita áður en þú setur hann í gang, miklar hitabreytingar þegar diskurinn er í gangi eru slæmar




corflame
Tölvutryllir
Póstar: 678
Skráði sig: Fim 15. Apr 2004 20:05
Reputation: 0
Staðsetning: Keyboard central
Staða: Ótengdur

Pósturaf corflame » Fös 28. Maí 2004 21:28

Til er svolítið sem kallast MO drif (magneto-optical) þar sem median á að vera með líftíma upp á 50 ár. Munurinn á þessu og öðrum drifum er sá að þetta er allt 2-pass, þ.e. fyrst þarf að nota laser til að hita yfirborðið svo er rennt yfir með segulhöfðinu og bitarnir á disknum hreyfðir eftir því sem þarf að skrifa. Áhrifin af þessu eru þau að diskarnir eiga að vera ónæmir fyrir utanaðkomandi seguláhrifum sem er gott. Verra er að þetta náði aldrei neinni sérstakri útbreiðslu og er því fokdýrt, yfirleitt selt í jukeboxum til sjúkrahúsa og annarra stofnana/fyrirtækja sem þurfa að geta geymt gögn í laaaaaaangan tíma. T.d. er Landspítalinn með svona jukebox og það kostaði þó nokkrar milljónir.

Annað er svo svokallað WORM drif (Write Once, Read Many), þ.e. svipað og CD/DVD-R diskar, skrifað einu sinni, lesið oft, veit reyndar voða lítið um þetta, en það var eitthvað sem átti að endast í fleiri, fleiri ár áður en median byrjaði að bila.

Ég hef sjálfur alltaf verið hrifinn af MO drifunum, en því miður er það varla fyrir einstakling að kaupa svoleiðis og því hef ég valið þá leiðina að nota annan HDD til að bakka upp það sem skiptir máli, þá hef ég venjulega gert það þannig að þegar ég kaupi nýjann disk (~1-2 ára fresti) þá tek ég frá pláss á honum fyrir backup og kópera allt þangað. Svo fyrir það sem ég vil ALLS EKKI missa, þá er það einnig bakkað upp á aðra tölvu til vonar og vara. Svo er reyndar önnur lausn fyrir fyrirtæki og einstaklinga, þ.e. að kaupa þjónustu t.d. hjá SKÝRR sem felst í því að þú bakkar upp gögn yfir netið til þeirra og þeir eru svo ábyrgir fyrir því að archiva þetta fyrir þig og geyma á öruggum stað (eldföstu hólfi í annarri byggingu o.s.frv.). Eins og gefur að skilja þá er þetta ekki lausn fyrir hvern sem er sökum kostnaðar.

Úff, þetta er orðið miklu lengra heldur en ég ætlaði að hafa það svo ég læt þetta duga að sinni. Fyrir áhugasama þá bendi ég á leitarfrasann "long term storage of data" á Google :)




so
Ofur-Nörd
Póstar: 234
Skráði sig: Mið 07. Jan 2004 20:07
Reputation: 0
Staðsetning: Hornafjörður
Staða: Ótengdur

Pósturaf so » Lau 29. Maí 2004 01:03

Menn endurnýja nú hörðu drifin á 1-2 ára fresti og þá er um að gera að taka gamla drifið og formata það og nota fyrir öryggisafrit en vera jafnframt með sér partition á nýja disknum fyrir það líka. Þetta eru nú oftast myndir og ýmis einkaskjöl sem taka nú í flestum tilfellum ekki nema 10-20 gig eða lítinn hluta af nýja diskinum. Það er engin ástæða til að fara á taugum og taka öryggisafrit af öllu draslinu og þá sérstklega ekki því sem verið er að hlaða nidur dags daglega nema það sé eitthvað sem má alls ekki missa.


Athlon64 X2 5000+, Gigabyte GA-MA-770-DS3, 4GB Corsair, 2* Seagate 500GB, Xerox 19", Neovo 20" LCD skjáir


MegaXuP
Nýliði
Póstar: 20
Skráði sig: Lau 15. Maí 2004 10:19
Reputation: 0
Staðsetning: Akranes
Staða: Ótengdur

Pósturaf MegaXuP » Mán 31. Maí 2004 17:29

Er ekki málið bara að fá sér eitt stykki utanályggjandi harðann félaga ? :)


Intel Pentium Prescott 4 3.0 ghz, Ati Radeon 9100 128 Mb Pro , 512 Mb Kingston , 160 Gb Western Edition , Hansol 730 E @ 150 Hz , MS 3.0 , Destrukt Pad , Chiftec Dragon Mini