Síða 1 af 1

Vegna örgjörva kælingar Intel i5 QuadCore 2500 SandyBridge

Sent: Fim 06. Okt 2011 00:28
af RaggiIA
Gott kvöld, ég er í vandræðum, er smá smeykur. Ég er nýbúinn að kaupa mér tölvu og setti saman sjálfur. Þegar ég keypti vélina spurði ég manninn sem afgreyddi mig hvort ég þyrfti ekki að kaupa kælikrem til þess að setja milli örgjörva
og kæliviftu. Hann sagði nei því það fylgdi alltaf. Þegar ég opna kassann er bara örgjörvinn og kæli-unitið. Ég var að velta fyrir mér hvort kremið væri inní í áldæminu ofan á örgjörvanum? Ég skellti draslinu saman og er að keyra vélina núna.
Ekkert mál, core hiti bara normal og allt í góðu. Endilega látið mig vita ef þetta er óæskilegt. Annars ætla ég líklegast til að redda kremi bara á morgun.

Með fyrirfram þökk,

RaggiIA

Re: Vegna örgjörva kælingar Intel i5 QuadCore 2500 SandyBridge

Sent: Fim 06. Okt 2011 00:35
af halli7
það er kælikrem á intel stock viftunni:
Mynd

þetta gráa

Re: Vegna örgjörva kælingar Intel i5 QuadCore 2500 SandyBridge

Sent: Fim 06. Okt 2011 03:41
af RaggiIA
Já, ég hélt það líka. Takk kærlega fyrir að svara mér svona fljótt :)