Síða 1 af 1

Serial ATA + IDE saman = ekki að virka !!!!

Sent: Mið 19. Maí 2004 12:59
af gingibergs
Halló.
Ég á í smávegis vandræðum. Er að setja upp vélina mína (Fujitsu Siemens Celsius) Hún er með 80 GB hörðum disk (Serial ATA). Ég keypti mér auka geisladrif og er því með 2 slík. Gott og vel. Þetta sé ég allt saman. En þegar að ég fékk mér 160 GB harðan disk (WD1600) til viðbótar er sama hvað ég geri. Ég get engan veginn fengið hann inn. Getur verið að ég geti ekki haft Serial ATA & IDE gaurana saman ???

CD drifin eru á sama IDE kapli : Virka fínt.

Eitthvað conflict í þessu SATA vs. IDE dæmi hjá mér....?

Kveðja

Sent: Fös 21. Maí 2004 22:35
af halanegri
Ehm, ertu búinn að búa til partition á disknum?

Hægriklikka á My Computer/Manage/Disk Management

Sent: Mán 24. Maí 2004 08:49
af gingibergs
halanegri skrifaði:Ehm, ertu búinn að búa til partition á disknum?

Hægriklikka á My Computer/Manage/Disk Management


Málið er að diskurinn dettur ekki inn í Disk Manag. Það sem mig grunar er að BIOS inn leyfi mér ekki að hafa tvo harða gaura og tvö geisladrif. Stillingarnar f. Serial ATA dæmið í BIOS inum eru þannig að ég get bara haft tvo IDE gaura á öðrum kaplinum (CD drifin), og SERIAL ATA drifið á hinum, ekki SERIAL ATA drifið + auka harði (via IDE). Vona að þetta sé ekki óskiljanlegt.......kann enginn lausn á þessu ? plz I'm in pain here :cry:

Sent: Mán 24. Maí 2004 10:18
af Snorrmund
Er sata driverinn örugglega rétt uppsettur ?

Sent: Mán 24. Maí 2004 11:00
af gingibergs
Stocker skrifaði:Er sata driverinn örugglega rétt uppsettur ?


ömmmmm..... hún kom uppsett þannig að :?

Hvernig sé ég það annars ?

Sent: Mán 24. Maí 2004 14:29
af KinD^
prufa setjann upp aftur ? =) og eru allveg örugglega 100% allar jumper stillingar rettar?

Sent: Mán 24. Maí 2004 15:49
af gingibergs
Ég breytti stillingunum í BIOS og þá fékk ég IDE diskinn inn, en SATA gaurinn datt út. Virðist vera þannig uppsett í BIOS (Serial ATA Configuration) að ef ég er með stillt í S-ATA Drive Mapping : S-ATA 1 / 2 + P-ATA 3 / 4 þá kemur SATA gaurinn upp (á 1 / 2) og CD-ROM diskarnir (á P-ATA 3 / 4). En svo get ég líka still S-ATA Drive Mapping á : S-ATA Only eða P-ATA 1 / 2 + S-ATA 3 / 4. Þá fer allt í faul... :?

Lét mér detta í hug að Upgrade - a BIOS inn ? Eða......

Sent: Þri 01. Jún 2004 09:54
af gingibergs
OK. Staðreynd málsins er þessi : það er víst ómögulegt að keyra IDE & SATA harða diska saman í FSC Celcius M420. Því hefur söluaðili sá er seldi mér vélina og auka diskinn tekið málið í sínar hendur og látið mig hafa réttan disk þ.e. SATA í stað IDE :o

Bara svo að þið vitið.......

Þakka góð viðbrögð

Sent: Þri 01. Jún 2004 10:28
af pjesi
Athugaðu hvort það sé stillt á S-ATA comptability mode í BIOS.