Síða 1 af 1
Vantar hjálp, vandamál með sjónvarpsflakkara við Apple.
Sent: Lau 01. Okt 2011 18:53
af Eiiki
Góðan daginn vaktarar
Þannig er mál með vexti að félagi minn er búinn að eiga flakkara svolítið lengi og er með hann stútfullann af bíómyndum og þáttum, svo keypti hann sér Apple tölvu núna nýverið og vildi tengja flakkarann við hana. Þá kom það uppá að hann gat ekki eytt neinu eða bætt neinu inn á hann, hann gat aðeins horft á efnið og skoðað það.
Vitið þið hvað hann getur gert til þess að laga þetta? Gögnin meiga ekki tapast og vill hann því ekki formata...
Með fyrirfram þökkum
-Eiiki
Re: Vantar hjálp, vandamál með sjónvarpsflakkara við Apple.
Sent: Lau 01. Okt 2011 19:38
af akarnid
Þetta er vegna þess að það er ekki standard stuðningur í stýrikerfinu fyrir NTFS skráarkerfi Microsoft. Það þarf að kveikja á skrifstuðningi með viðbótum þar.
Bættu þessu við
http://code.google.com/p/macfuse/Og eftir restart þá geturu skrifað og lesið NTFS.
Re: Vantar hjálp, vandamál með sjónvarpsflakkara við Apple.
Sent: Lau 01. Okt 2011 19:51
af Oak
http://download.cnet.com/NTFS-3G/3000-2 ... 13782.htmlOrginal getur mac bara lesið NTFS drif en ekki eytt eða skrifað á þau. Prufaðu hvort að þetta sé ekki nóg fyrir hann.
Re: Vantar hjálp, vandamál með sjónvarpsflakkara við Apple.
Sent: Lau 01. Okt 2011 19:59
af x le fr
(Ef það er möguleiki í stöðunni, þá er sennilega best að endurformatta flakkarann með ExFAT skráakerfi. Virkar báðum megin án aukafídusa, ef hann er með OS X 10.6.5 eða nýrra.)
Re: Vantar hjálp, vandamál með sjónvarpsflakkara við Apple.
Sent: Lau 01. Okt 2011 21:33
af Eiiki
Oak skrifaði:http://download.cnet.com/NTFS-3G/3000-2094_4-10913782.html
Orginal getur mac bara lesið NTFS drif en ekki eytt eða skrifað á þau. Prufaðu hvort að þetta sé ekki nóg fyrir hann.
Ég prufaði fyrst það sem akarnid benti mér á og ekkert gerðist. Svo prufaði ég það sem oak benti mér á og núna eftir restart koma eftirfarandi villuskilaboð:
NTFS-3G could not mount /dev/disk1s1
at /Volumes/Elements because the following problem occurred:
dyld: Library not loaded: /usr/local/lib/libfuse.2.dylib
Referenced from: /usr/local/bin/ntfs-3g
Reason: image not found
Hvað geri ég nú?
Re: Vantar hjálp, vandamál með sjónvarpsflakkara við Apple.
Sent: Lau 01. Okt 2011 22:17
af x le fr
Þig vantar MacFUSE sem er græjan sem keyrir NTFS dæmið. NTFS-3G parturinn er í rauninni bara plugin inn í FUSE.
Hér:
http://code.google.com/p/macfuse/
Re: Vantar hjálp, vandamál með sjónvarpsflakkara við Apple.
Sent: Lau 01. Okt 2011 22:36
af GuðjónR
Re: Vantar hjálp, vandamál með sjónvarpsflakkara við Apple.
Sent: Lau 01. Okt 2011 22:41
af Tiger
What he said. Er með þetta hjá mér og get lesið og skrifað á hvaða windows diska sem er.
Re: Vantar hjálp, vandamál með sjónvarpsflakkara við Apple.
Sent: Lau 01. Okt 2011 22:47
af Eiiki
Þakka ykkur kærlega fyrir svörin drengir! Þetta er komið