Síða 1 af 1
Er að leita af tengi!
Sent: Mið 28. Sep 2011 00:19
af muLLEX
Þannig er mál með vexti að mig sárvantar að geta tengt turninn minn og PS3 tölvuna saman í 1 skjá. Það er aðeins 1 DVI tengi á skjánum svo ég get bara verið með 1 tölvuna tengda í skjáinn og ég er enganveginn að nenna að í hvert skipti sem ég vill skipta yfir í aðrahvora tölvuna að þurfa að fara fikta eitthvað þarna aftan í skjánum svo mig langaði að vita hvort þið vissuð nokkuð um einhverja töfra græju sem gæti hjálpað mér.
Tengið þarf að vera 2xDVI í DVI eða 1xDVI og 1xHDMI í DVI og það þarf að vera með svona takka til að skipta á milli tengjana svo ég geti skipt á milli á augabragði.
Fyrirfram þakkir
Re: Er að leita af tengi!
Sent: Mið 28. Sep 2011 00:40
af FuriousJoe
fá þér bara KM Switch ? þá gætiru m.a notað mús+lyklaborð á PS3 ef þú ert með hana fyrir framan PC skjáinn anyways. (verður að hafa mús eða lyklab. tengt til að KM switchinn detecti device-ið minnir mig)
veit samt ekkert hvernig það virkar á PS3, plús vantar ekki audio þá ?
Re: Er að leita af tengi!
Sent: Mið 28. Sep 2011 10:30
af muLLEX
Ein spurning:
Get ég fengið Full HD gæði með því að tengja DVI í VGA tengið s.s. með því að nota breytistykki eins og þetta
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... cts_id=455 ?
Ég nota hvíta, rauða og gula tengið til þess að fá hljóðið.
Re: Er að leita af tengi!
Sent: Mið 28. Sep 2011 12:33
af hagur
Já, VGA ræður alveg við Full HD upplausnir, þ.e 1920x1080 og enn hærri jafnvel. Myndin getur hinsvegar orðið örlítið fuzzy og óskýr og litir mögulega ekki alveg réttir. Þetta fer þó alveg eftir skjánum sem þú ert með og VGA kapallinn getur líka skipt máli, þ.e hversu langur hann er og bara gæði kapalsins yfirleitt.
Þú tapar hinsvegar möguleikanum á HDCP sem er nauðsynlegt til að spila sumt efni, held reyndar að það eigi nánast eingöngu við blu-ray myndir, þ.e ef þú ert með blu-ray drif í tölvunni þinni og t.d PowerDVD til að spila. Ef HDCP er ekki til staðar, þá downscalast myndin niður í lægri upplausn.