Síða 1 af 1

Val á Z68 móðurborði

Sent: Mán 19. Sep 2011 20:35
af Ljosastaur
Hvaða Z68 borð eru bestu kaupin í dag ? Þau sem ég hef verið að skoða eru:

http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2058
http://tolvutaekni.is/product_info.php? ... ts_id=2083
http://www.kisildalur.is/?p=2&id=1738

Er einhver góð ástæða fyrir að fara í dýrari borðin eða eru þau bæði að skila svipuðu ?

Re: Val á Z68 móðurborði

Sent: Mán 19. Sep 2011 21:29
af upg8
Ég var í svipuðum pælingum hér fyrir stuttu, endaði með að fá mér þetta frá Gigabyte. Það er mjög þægilegt og með TouchBIOS þannig að það er hægt að stilla það helsta í gegnum Windows.

Var að hugsa um dýrari borð sjálfur en þá vantaði á þau stuðning við innbyggða skjáhraðalinn á örgjörvanum.

Re: Val á Z68 móðurborði

Sent: Þri 20. Sep 2011 08:25
af upg8
Það er Gigabyte Z68X-UD4-B3, er mjög sáttur við það sem komið er,
þótt maður þurfi að fela alla "shortcuts" sem koma af forritunum sem fylgja þar sem það eru svo ljótar táknmyndir á þeim. :D ég var samt alvarlega að spá í þessu ASrock móðurborði og eina ástæðan fyrir að ég fékk mér það ekki er liturinn tbh, en það er nú komið út í virkilega fallegum svörtum lit með golden caps. Held að þeir í Kísildal séu með venjulegu útgáfuna.