Síða 1 af 1

Tvö vandamál varðandi tölvuna

Sent: Sun 28. Ágú 2011 15:11
af Tjobbi
Sælir spjallverjar.

Ég var að uppfæra tölvuna mína (ódýrt) fyrir stuttu og nú er ég með tvö vandamál sem ég þarf nauðsynlega að greiða úr.

Annað vandamálið er að tölvan er að frjósa reglulega með nokkra daga millibili, ekkert gerist nema að skjámyndin frís og ég neyðist til þess að restarta. Ég giska á að það tengist eitthvað því að ég er að keyra þetta setup á 32 bita XP?

Hitt vandamálið er að ég finn ekki neinn driver til að virka almennilega með skjákortinu mínu (HD5750), ég fæ sound vesen og ég get ekki spilað suma leiki ofl. (fór á driver support síðuna og sló inn skjákortið og dl driver sem ég er með núna og hann er ekki að virka almennilega). Vitiði eitthvað hvort það sé vesen með driver support á þessu korti. Þetta gæti kannski líka verið valda því að tölvan sé að frjósa?

Allar ábendingar eru vel þegnar.

Setup-ið mitt:

ASRock M3N78D - AMD Phenom II x4 955 - G.Skill 4GB NT-Series PC3-10600 CL9D - HD5750 - 500gb seagate - XP 32b

Re: Tvö vandamál varðandi tölvuna

Sent: Sun 28. Ágú 2011 15:13
af Eiiki
Afhverju að skella sér ekki bara í w7 64 bit uppfærslu? En annars gæti líka verið bilun í harða diskinum, hann orðinn slappur og gamall kannski?

Re: Tvö vandamál varðandi tölvuna

Sent: Sun 28. Ágú 2011 15:16
af Tjobbi
Eiiki skrifaði:Afhverju að skella sér ekki bara í w7 64 bit uppfærslu? En annars gæti líka verið bilun í harða diskinum, hann orðinn slappur og gamall kannski?


Það er búið að vera á döfinni lengi, fæ mig bara aldrei í að byrja afrita allt dótið af hd :oops: En diskurinn er í kringum eins árs og það heyrist aldrei neitt í honum. Helduru að þessi vandamál hverfi með w7 uppfærslu?

kv.

Re: Tvö vandamál varðandi tölvuna

Sent: Sun 28. Ágú 2011 15:20
af MatroX
32bita windows og 4gb minni :-k
Byrjaðu á að setja upp 64bita windows
þú finnur drivera á heimasíðu AMD.

Re: Tvö vandamál varðandi tölvuna

Sent: Sun 28. Ágú 2011 15:24
af Tjobbi
MatroX skrifaði:32bita windows og 4gb minni :-k
Byrjaðu á að setja upp 64bita windows
þú finnur drivera á heimasíðu AMD.


Haha hefði frekar haldið að þú myndir dissa mig fyrir að vera með quad core á 32b :megasmile

En ætli það sé ekki bara vandamálið, redda mér w7 :)

Re: Tvö vandamál varðandi tölvuna

Sent: Sun 28. Ágú 2011 15:25
af mundivalur
Driverar fyrir móðurborð win xp http://www.asrock.com/mb/download.asp?Model=M3N78D&o=XP
skjákort 11.8 win xp http://sites.amd.com/us/game/downloads/ ... xp-32.aspx
error check og disk defragment ef þú hefur ekki gert það ! Það er ekki sjálfvirkt í XP

Re: Tvö vandamál varðandi tölvuna

Sent: Sun 28. Ágú 2011 15:38
af Tjobbi
mundivalur skrifaði:Driverar fyrir móðurborð win xp http://www.asrock.com/mb/download.asp?Model=M3N78D&o=XP
skjákort 11.8 win xp http://sites.amd.com/us/game/downloads/ ... xp-32.aspx
error check og disk defragment ef þú hefur ekki gert það ! Það er ekki sjálfvirkt í XP


Snilld takk fyrir þetta Mundi ég tjékka á þessu :)

Re: Tvö vandamál varðandi tölvuna

Sent: Sun 28. Ágú 2011 15:45
af Tjobbi
mundivalur skrifaði:Driverar fyrir móðurborð win xp http://www.asrock.com/mb/download.asp?Model=M3N78D&o=XP
skjákort 11.8 win xp http://sites.amd.com/us/game/downloads/ ... xp-32.aspx
error check og disk defragment ef þú hefur ekki gert það ! Það er ekki sjálfvirkt í XP


Þetta er samt sami skjákorts driver og ég er með og hann er ekki að fúnkera rétt.. er ekki bara vandamálið að skjákortið (5750) er ekki að keyra almennilega á XP?