Síða 1 af 1
Hávaði
Sent: Lau 20. Ágú 2011 14:41
af binni93
Er eðilegt að það kemur hljóð úr harðadiskinum þegar maður er t.d á netinu rsome.
Re: Hávaði
Sent: Lau 20. Ágú 2011 14:47
af gardar
Já, það eru færanlegir hlutir inni í diskinum, svo að það er eðlilegt að það heyrist eitthvað í honum.
Ef þetta eru óvenju mikil læti þá geta nokkrir hlutir verið að orsaka:
- Þörf á defragment
- Fullur diskur
- Diskur sem er að syngja sitt síðasta
Re: Hávaði
Sent: Lau 20. Ágú 2011 14:49
af AncientGod
Eina ástæða sem mér myndi detta í hug að það kemur hljóð úr hörðum disk er þegar það er mikkið í gangi á honum eða þegar hann er að fara gefa sig, hvernig hljóð er þetta ? svo click eða ?
Re: Hávaði
Sent: Lau 20. Ágú 2011 14:56
af binni93
Skurgl hljóð eitthvað, mér var sagt að þetta væri eðilegt en þetta er frekar mikið hljóð meðavið ég er á netinu.... Fékk annan disk í dag og það er sama hljóð, kannski hættir það þegar hann er notaður aðeins meira.
Re: Hávaði
Sent: Lau 20. Ágú 2011 15:32
af Ulli
Er þetta nokkuð Raptor Diskur?
Það heyrist vel í þeim.
Re: Hávaði
Sent: Lau 20. Ágú 2011 15:42
af binni93
http://kisildalur.is/?p=2&id=1308 Vandaður 1TB diskur frá hinum virta framleiðanda Seagate. Hér sameinast stöðugleiki í keyrslu, afköst og ''hljóðlát'' keyrsla á góðu verði....... Fann review og fann þetta comment : annoying loud metallic tinging sounds, þetta er það sem ég er að tala um.
Re: Hávaði
Sent: Lau 20. Ágú 2011 16:30
af Gúrú
Er með tvo svona og ég myndi indeed ekki vilja hafa þá á neinu öðru en gúmmítöppunum í P182.
Er með einn fyrir stýrikerfi og gögn og einn fyrir backup af þessum gögnum og alltaf
þegar að einhvað kallar backupinn úr idling þá byrjar allt að skruna þó að hann sé á gúmmítöppum og
allur kassinn fer að víbra
, svo þegar að hann fer í idle aftur þá verður herbergið hljóðlaust aftur,
gæti ekki mælt með þessum hörðum diskum bara útaf þessu.
Re: Hávaði
Sent: Lau 20. Ágú 2011 16:33
af AntiTrust
Skrýtið, ég er með alla serverana mína pakkfulla af Seagate diskum (enginn eldri en 7200.11 reyndar) og finnst þeir afar hljóðlátir fyrir 7200sn diska.
Re: Hávaði
Sent: Lau 20. Ágú 2011 18:40
af binni93
Vildi óska þess að Kísildalur ætti aðra gerð af 1tb disk
Re: Hávaði
Sent: Lau 20. Ágú 2011 18:47
af AncientGod
Re: Hávaði
Sent: Lau 20. Ágú 2011 19:21
af binni93
Ég fékk turntilboð, má ég alveg gera það?
Re: Hávaði
Sent: Lau 20. Ágú 2011 20:13
af AncientGod
Þú getur skipt um harðan disk sjálfur en hvernig þá turntilboð ? varstu að kaupa þennan harðan diski með tölvu eða keyptir þú hann stakan ?
Re: Hávaði
Sent: Lau 20. Ágú 2011 20:19
af binni93
AncientGod skrifaði:Þú getur skipt um harðan disk sjálfur en hvernig þá turntilboð ? varstu að kaupa þennan harðan diski með tölvu eða keyptir þú hann stakan ?
Með Tölvu, fór til þeirra til að fá nýjan því ég hélt að þetta væri gallaður diskur en ég var bara að fatta það núna að þessir diskar eru gallaðir á þennan hátt.
Re: Hávaði
Sent: Lau 20. Ágú 2011 20:49
af AncientGod
Ferð bara með diskin til baka, er stýrikerfi á þessum eða er þetta diskur fyrir myndir og þannig stuff ?
Re: Hávaði
Sent: Lau 20. Ágú 2011 20:55
af Bioeight
Hef verið með 1 svona disk, heyrist ekkert líkt því sem þú lýsir í honum. Ég myndi láta Kísildal bara kíkja á turninn ef þú keyptir hann hjá þeim.
Re: Hávaði
Sent: Lau 20. Ágú 2011 21:49
af binni93
Þetta á víst að vera eðilegt fyrir þennan disk rsome, vinir mínir eru með dead silence harðadiska þannig þetta er ekki beint eðilegt að heyra skruðningar í diskinum þegar maður bara netið eða gerir eitthvað annað.
Re: Hávaði
Sent: Lau 20. Ágú 2011 21:54
af AncientGod
Þá er ekki eðlilegt nema það er vinnsla á harðadisknum og ég spyr aftur er þetta diskur með stýrikerfi eða ekki ?!
Re: Hávaði
Sent: Lau 20. Ágú 2011 23:03
af binni93
AncientGod skrifaði:Þá er ekki eðlilegt nema það er vinnsla á harðadisknum og ég spyr aftur er þetta diskur með stýrikerfi eða ekki ?!
yerr