Síða 1 af 1

Smá prob með samsung disk

Sent: Sun 09. Maí 2004 03:35
af fallen
Jæja, svo standa málin að ég er með hérna einn 160gb samsung disk (nánar) og mig langar að setja os'ið mitt á hann útaf ég er að klikkast á WD disknum mínum sem er með os'inu núna (er alltaf að slökkva og kveikja á sér og þannig lagað). Jæja, ég unplugga wd'inn og set samsunginn sem master, í góðu með það.. tölvan detectar hann sem master í biosnum og alles, ég set xp diskinn í, boota af honum, set upp windows á hann og allt í góðu, en svo þegar ég er búinn í setup processinu og tölvan seigir mér að tölvan restarti sér eftir 15sek og telur niður, venjulega ætti hún að halda áfram með setup eftir restartið en hún sýnir "press any key to boot from cd" bara alveg endalaust, venjulega ætti maður að bíða í nokkrar sek. og sjá WIN XP loading draslið. Það er einsog að hún barasta booti ekki af samsungnum.. ég er ekki alveg viss um hvað er í gangi og var að vonast til að þið hérna gætuð upplýst mig um hvað ég gæti gert til að fixa þetta?
Með von um góð svör.

Sent: Sun 09. Maí 2004 11:20
af mattib
taktu hinn harðadiskinn úr sambandi á meðan þú ert að setja win á hinn...

Sent: Sun 09. Maí 2004 11:53
af sjarmi
Mattib: sérð þú ekki hvað stendur þarna?

Jæja, ég unplugga wd'inn og set samsunginn sem master, í góðu með það


Halli: þú þarft að fara í bios-inn og stilla hann þannig að tölvan boot-i sér upp á hdd. Þó svo að þú hafir sett samsunginn sem master þá virðist cd-rom vera master núna. Prófaðu þetta alla vega.

Sent: Sun 09. Maí 2004 12:18
af mattib
sorry sá þetta ekki..

Sent: Sun 09. Maí 2004 12:26
af Pandemic
Ég hef líka lent í þessu og síðan þegar ég rebootaði aftur þá kom bara að boot disk failure. enda er samsung hræðilegt til nota fyrir stýrikerfi ;) mín skoðun og ekkert skítkast.

Sent: Sun 09. Maí 2004 12:31
af gumol
Hefuru prófað að taka windows XP diskinn úr geisladrifinu og reina að starta tölvunni?

Sent: Sun 09. Maí 2004 12:43
af fallen
sjarmi skrifaði:Halli: þú þarft að fara í bios-inn og stilla hann þannig að tölvan boot-i sér upp á hdd. Þó svo að þú hafir sett samsunginn sem master þá virðist cd-rom vera master núna. Prófaðu þetta alla vega.


Biosinn er stilltur á 1. cdrom, 2. hdd-1, 3. disabled. Ég hef alltaf verið með CDROM sem boot nr 1 og sett upp windows svona milljón sinnum á WD diskin minn.

gumol skrifaði:Hefuru prófað að taka windows XP diskinn úr geisladrifinu og reina að starta tölvunni?


Nei, skal testaða núna.

Sent: Sun 09. Maí 2004 15:56
af fallen
Jæja, ég setti bios í 1. CDROM, 2.HDD-0 og 3.HDD-1. Það virkaði fínt, hún bootaði af disknum og alles.
Þakka fyrir mig.