Síða 1 af 1

Kaup á ssd disk

Sent: Fim 11. Ágú 2011 20:53
af seizure
Spurning með þessa ssd diska, ef ég ætla bara að vera að leika mér í tölvuleikjum og svona er þá ekki bara ódýrasti fínn fyrir mig bara undir stýrikerfi, forrit og kannski uppáhaldsleikinn minn og hafa svo aðra leiki á t.d. 2tb venjulegum disk?

Og er munurinn á ssd disk alveg vel augljós eftir að það er búið að kveikja á tölvunni? við alla vinnslu og svona?

Re: Kaup á ssd disk

Sent: Fim 11. Ágú 2011 20:58
af mercury
já það er enginn smá munur að vera með ssd. opna tölvuleiki forrit og allt þetta tekur mun styttri tíma þegar það er skipt um borð í leikjum ertu sneggri inn og svo framvegis. ég persónulega myndi ekki fá mér undir 120gb disk.

Re: Kaup á ssd disk

Sent: Fös 12. Ágú 2011 10:42
af TraustiSig
Þarf að fara að uppfæra í SSD líka bráðlega.. Hvaða týpa er það sem hefur verið að reynast mönnum best ?