Síða 1 af 1

Hefur þetta gerst áður? AMD og Microsoft

Sent: Fim 06. Maí 2004 00:32
af ICM
Allar Powerpoint kynningarnar eru með AMD merk, kanski fólk fari loksins að treysta AMD
http://www.winsupersite.com/reviews/winhec_2004.asp

Sent: Fim 06. Maí 2004 14:22
af Hlynzi
En skemmtilegt.

Ég held að það treysti fleiri AMD en ónafngreyndu fyrirtæki.

Sent: Fim 06. Maí 2004 15:03
af wICE_man
Hverju er verið að dylgja að Hlinzy? :8)

Sent: Fim 06. Maí 2004 15:07
af Hlynzi
wICE_man skrifaði:Hverju er verið að dylgja að Hlinzy? :8)


Á ég nokkuð að segja það...þá gæti IceCaveman farið í fýlu.

Sent: Fim 06. Maí 2004 15:09
af ICM
þú hefur fullan rétt á að segja honum það hérna Hlynzi. Þú færð að vera í friði.

Sent: Fim 06. Maí 2004 22:42
af Hlynzi
Ég ætlaði nú að segja microsoft, hrekkja þig dáldið.

Sent: Fim 06. Maí 2004 22:54
af ICM
það telst ekki hrekkur heldur er það nú staðreynd

Sent: Fim 06. Maí 2004 23:25
af wICE_man
Já, einhverra hluta vegna hefur fólk vandamál með að treysta Microsoft.

Hmmm... dettur ekki í hug ástæðan fyrir því....

....látum okkur sjá, Windows 95, Windows 98, Windows ME, Windows 2000, windows NT, windows XP......

Neibb, mér dettur bara ekkert í hug :D

Sent: Fim 06. Maí 2004 23:56
af gnarr
þú taldir upp 5 góð stýrikerfi frá microsoft.. af hverju reyndiru ekki frekar að finna eitthvað slæmt sem þeir hafa gert.. eins og POWERPOINT!

Sent: Fös 07. Maí 2004 00:04
af gumol
gnarr skrifaði:þú taldir upp 5 góð stýrikerfi frá microsoft.. af hverju reyndiru ekki frekar að finna eitthvað slæmt sem þeir hafa gert.. eins og POWERPOINT!

Nýasta PowerPoint er bara mjög flott, hvað er að því?

Sent: Fös 07. Maí 2004 00:08
af gnarr
þetta var nú eiginlega bara lélegur brandari sem ég var að apa eftir jóni nafna mínum.

Sent: Fös 07. Maí 2004 00:11
af gnarr
en ég mun aldrei, aldrei, aldrei, aldreiaftur vinna í powerpoint.
ég mun aldrei, aldrei, aldrei, aldreiaftur vinna í powerpoint.

-Jón Gnarr

Sent: Fös 07. Maí 2004 00:22
af ICM
gnarr nei hann taldi upp 2 og hálft gott stýrikerfi.

Sent: Fös 07. Maí 2004 00:25
af RadoN
powerpoint hefur batnað, en ég held því fram að skólarnir geri það leiðinlegt með því að láta ALLA gera ÖLL verkefni í PP.. alveg hrottalega leiðinlegt til lengdar :|

Sent: Fös 07. Maí 2004 00:27
af gnarr
ertu að segja að win 95,98 og nt hafi ekki verið góð kerfi þegar þau komu á sínum tíma. win 95 var algert breakthrough. win 98 var talsvert stöðugra og mjög flexible og nt kerfin voru bara mjög góð.

Sent: Fös 07. Maí 2004 00:53
af ICM
Nei Win95 var ekkert nema góð markaðsetning. Apple voru að framleiða mikið betri stýrikerfi og OS/2 var á undan sinni samtíð og engum heilvita manni datt í hug að keyra UNIX á heimilistölvum á þeim tíma. Microsoft höfðu stuðning framleiðanda og þess vegna keyptu sér allir þeirra vélar, nokkuð eins og SONY er á leikjatölvu markaðnum í dag.

NT kerfin hafa verið nokkuð góð fyrir sinn tíma og Win2000/3 og XP eru mjög stöðug ef rétt er gengið að þeim.

Sent: Fös 07. Maí 2004 08:23
af MezzUp
gnarr skrifaði:win 95 var algert breakthrough

Reyndar ekki, menn fóru síðan að tala um eftirá að aðallbreytingin hafi bara verið taskbar'inn og, einsog iCave segir, bara vel markaðsett, þ.e. mikið fuss útaf litlu.

Síðan vaknaði Bill upp við það að internetbyltingin var að byrja og hann nýbúinn að gefa út win95 án IE. Sem að er aðalástæðan fyrir því að netscape náði fótfestu í byrjun.[Klikk here] Eftir að IE fór að fylgja með win(98 og viðbótarpakka win95(RC2?)) þá held ég að það hafi farið að halla undan fæti hjá hinum

Sent: Fös 07. Maí 2004 11:35
af RadoN
já, ég man nú eftir að í tölvutímum í grunnskóla áttum við á nota Netscape Navigator en ekki Internet Explorer! bara rugl að nota eitthvað annað :)