Síða 1 af 1

tölvan mín finnur ekki Firewire Box fyrir Harða diska

Sent: Mið 05. Maí 2004 18:57
af Bambus
Sælt verið fólkið !

Ég var að enda við að kaupa Firewire & Usb 2.0 Box bæði fyrir venjulega harða diska og einnig fyrir geisla skirfara (3.5"). Nú eftir að ég var búin að setja eitt stki 160 GB disk í boxið og tengja með Firewire í tölvuna þá finnur tölvan mín ekki diskinn. Svo ég spyr ykkur snillingana hvað sé til ráða ?

Ég hef prófað að ristarta tölvuna, skipta um firewire tengi, slökkva og kveikja á boxinu. athuga teingingar.

þær álíktanir sem ég hef pælt í eru sú að hvort að þurfi ekki að formatta diskin en hvenir á að gera það með hann í þessu boxi.

Öll ráð eru vel þegin. :D

Sent: Mið 05. Maí 2004 19:01
af CraZy
boxid gallad?

Sent: Mið 05. Maí 2004 19:03
af gumol
Control panel > Administrative Tolls > Computer Management. Þú ættir að geta fundið þetta þar.

Sent: Mið 05. Maí 2004 19:59
af valur
Ég þurfti að installa einhverju drasli áður en firewire virkaði hjá mér. Prófaðu að nota USB2.. það er hvort sem er miklu betra... 480>400..

kv.

Sent: Mið 05. Maí 2004 21:14
af ICM
Það á ekki að þurfa að setja upp neina rekla nema þú sért með eldra kerfi en Win2000.

valur þótt USB2 sé hraðara á blaði þá er það bara hraðara ef þú ert að flytja margar litlar skrár, ef þú þarft að flytja stórar skrár þá fellur hraðin á USB2 strax niður meðan Firewire helst stöðugur.

Sent: Mið 05. Maí 2004 21:38
af Hlynzit
Það er tölva díses kræst.

Sent: Mið 05. Maí 2004 21:44
af Spirou
Hlynzit skrifaði:Það er tölva díses kræst.


Amen!

Sent: Fim 06. Maí 2004 00:12
af Bambus
Þess má geta þá hef ég reynt einnig að prófa usb2, tölvan fynnur fyrir því en enginn diskur kemur upp hjá mér. svo er líka málið að ég er að fara klippa video efni og þarf stuðugt steimi.

Spurning : er hægt að kaupa usb 2.0 kort í pci slot. það er bara sko Usb 1.0 þannig að ég er hvort sem er ekkert að fara nota usb eins og það er í dag í tölvuni hjá mér !

Sent: Fim 06. Maí 2004 00:30
af Bambus
:!: Gumol.

Ég prófaði þetta að fara í control panel og allt það og ég fann ekki diskinn. Takk samt allveg kærlega :wink:

Sent: Fim 06. Maí 2004 00:33
af gumol
Mátti reyna :)

Hvernig box er þetta annars? (Framleiðandi og tegund/tegundarnúmer)

Hér eru USB 2 stýrispjöld (sem þú ættir ekki að kaupa ef það er bara fyrir þennan útværa disk):
http://www.computer.is/flokkar/48
http://www.att.is/index.php?cPath=41_122
http://www.tolvuvirkni.net/ip?inc=view& ... USB%20Kort

Sent: Fim 06. Maí 2004 01:21
af Bambus
Ehh, það er ´góð spurning, ég bara eiginlega veit það ekki ! :oops:

sko eins og kassin segir þá stendur 3.5" External enclosure
og serial numerið er ME-320U2 og ME320F.

En ég verð að játa að ég sé ekki hvað kassinn heitir en ég veit að sjálfur dskurinn heitir samsuning eða hvernig svosem það er skrifað !

Sent: Fim 06. Maí 2004 01:31
af gumol
Kanski græðiru eitthvað á að lesa þetta: http://www.benscustomcases.com/reviews/ ... 0intro.htm

Þarna kemur td. frama að diskurin verður að vera stiltur sem master, sjá hér

Sent: Fim 06. Maí 2004 12:28
af Pandemic
Tölva tölva tölva tölva og reyndu að læra koma því inn í hausinn á þér