Síða 1 af 1

Notuð power supply

Sent: Mán 25. Júl 2011 00:14
af Sirduek
Er að reyna að kveikja lífi í gamal vél sem að ég á og vantar bara skjákort og power supply og auðvitað auglýsti ég eftir skjákorti hérna á vaktinni en langar að spyrja hvort að það sé eitthvað varið í að kaupa gamal power supply upp á endingu og hvort að það sé ekki bara búið að tapa power?

Eruð þið hiklaust að versla power supply notuð af netinu?

Re: Notuð power supply

Sent: Mán 25. Júl 2011 00:18
af kjarribesti
það er allt í lagi að þau séu notuð ef þetta er bara léleg tölva sem þér er sama um.

Svo eru margir hérna að selja POWER SUPPLY sem hafa verið notuð í kannski ár/2 og hefur gengið vel.

Re: Notuð power supply

Sent: Mán 25. Júl 2011 05:02
af Minuz1
Sirduek skrifaði:Er að reyna að kveikja lífi í gamal vél sem að ég á og vantar bara skjákort og power supply og auðvitað auglýsti ég eftir skjákorti hérna á vaktinni en langar að spyrja hvort að það sé eitthvað varið í að kaupa gamal power supply upp á endingu og hvort að það sé ekki bara búið að tapa power?

Eruð þið hiklaust að versla power supply notuð af netinu?


5-10% afföll á W á ári vegna þétta sem eyðast/eldast/notast (las þetta fyrir einhverjum mánuðum síðan á toms eða einhverri álíka síðu)

Re: Notuð power supply

Sent: Mán 25. Júl 2011 12:00
af mercury
Þetta fer samt alveg pottþétt einhvað eftir gæðum á aflgjafanum. Enginn að segja mér að corsair AX noti sambærilega þétta og inter-tech coba.