Síða 1 af 1
Vantar hjálp við val á fartölvu
Sent: Þri 19. Júl 2011 23:15
af Hamsi
Sælir,
nú er skólinn að byrja í næsta mánuði og mig vantar einhverja solid ferðatölvu, til í að eyða svona 100 - 140þús sirka.
Með fyrirfram þökkum.
Re: Vantar hjálp við val á fartölvu
Sent: Þri 19. Júl 2011 23:20
af AntiTrust
Engar sérstakar óskir um stærð, batt. endingu, afkastagetu?
Re: Vantar hjálp við val á fartölvu
Sent: Þri 19. Júl 2011 23:39
af Hamsi
Hef aðalega verið að skoða 13" en annars eru engar sérstakar óskir. Ég er með góða borðtölvu og vantar bara litla létta græju til að taka með mér í skólann, glósa í og gera verkefni og svoleiðis og væri ekkert verra ef ég þyrfti ekki alltaf að vera setja hana í samband. En annars er aðalatriðið einhver endingargóð og traust vél.
Re: Vantar hjálp við val á fartölvu
Sent: Mið 20. Júl 2011 00:37
af Tesy
Yfirleitt skoða ég aldrei Acer tölvur.. En þessi lítur samt alveg ágætlega út
Intel Core i5-2410M 2.30GHz
13.3" (1366 x 768)
500GB (5400rpm)
NVIDIA GeForce GT 540M
4GB DDR3
Up to 9 hours
http://buy.is/product.php?id_product=9208264
Re: Vantar hjálp við val á fartölvu
Sent: Mið 20. Júl 2011 00:58
af Hamsi
Jáá, lítur þokkalega út, þakka ábendinguna. En ég er ekkert fastur við 13 tommurnar, skemmir ekkert fyrir mér þó hún sé með 15 tommur.
Re: Vantar hjálp við val á fartölvu
Sent: Mið 20. Júl 2011 01:07
af Hargo
Re: Vantar hjálp við val á fartölvu
Sent: Fös 22. Júl 2011 15:02
af Hamsi
Lýst vel á Thinkpad vélina, takk kærlega fyrir þetta!