Síða 1 af 1

Vinnustöð með 6-8 skjái

Sent: Þri 05. Júl 2011 15:04
af jonhilmar
Daginn daginn!

Eru einhverjir hérna sem þekkja eitthvað til þessa að setja saman vél sem keyrir meira en 4 skjái? Mögulega allt að 8 skjái.
Væri gaman að heyra ef einhverjir geta bent manni í rétta átt í sambandi við skjákort og annann vélbúnað. Vélin þyrfti að geta keyrt video á 4-5 skjám í einu :)

Re: Vinnustöð með 6-8 skjái

Sent: Þri 05. Júl 2011 15:15
af AntiTrust

Re: Vinnustöð með 6-8 skjái

Sent: Þri 05. Júl 2011 15:20
af Kristján
http://www.youtube.com/watch?v=N6Vf8R_gOec

svo sem ekkert hjálplegt en nokkuð svalt

hvað ætlaru að vera að gera?
þarf þetta að vera highend skjákort eða?
þarf vélin að vera highend?

Re: Vinnustöð með 6-8 skjái

Sent: Þri 05. Júl 2011 15:31
af mind
ATI Eyefinity nær allt að 6 skjám með einu af stærri kortunum

Matrox er kominn með fyrir 8 skjái en hefur ýmsar takmarkanir
http://www.matrox.com/graphics/en/products/graphics_cards/m_series/m9188pciex16/

Er þetta allt mismunandi video eða eitt og sama ?
Hver eru gæðin á því ?

Ef video er keyrt yfir network skiptir það líka máli.

Re: Vinnustöð með 6-8 skjái

Sent: Þri 05. Júl 2011 15:42
af jonhilmar
Er einmitt búin að vera að skoða ATI Eyfiniti og Maxtron, hugmyndin er að smíða þetta fyrir eftirlitskerfi í verksmiðju erlendis. Þar sem verið er að fylgjast með skjámyndakerfi og myndavélakerfi. Þannig að þetta væri mismunandi video sem væri keyrt yfir net frá miðlægum myndþjóni. Þetta þyrfti að vera frekar solid dæmi, samt án þess að fara útúr kortinu í kostnaði(eins og venjulega) en við gerum okkur samt fulla grein fyrir að þetta á eftir að kosta eitthvað.

Re: Vinnustöð með 6-8 skjái

Sent: Þri 05. Júl 2011 15:48
af FreyrGauti

Re: Vinnustöð með 6-8 skjái

Sent: Þri 05. Júl 2011 16:03
af BirkirEl
væri til i að sjá mynd af þessu, þegar það er klárt

Re: Vinnustöð með 6-8 skjái

Sent: Þri 05. Júl 2011 16:37
af mind
Svo ég skilji þetta örugglega rétt.

Fullt af myndavélum > Gögn > Miðlægur myndþjónn sem vistar upptökuna

Og markmiðið er að smíða útstöð sem getur spilað af þessum myndþjóni og tekið við beinu streymi af honum líka ?

Ertu bundinn einhverjum sérstökum hugbúnaði ? Veistu í hvaða formatti og gæði streymið/video er ?

Re: Vinnustöð með 6-8 skjái

Sent: Mið 06. Júl 2011 08:30
af jonhilmar
Ég hef því miður ekki upplýsingar um á hvaða formi streymið er..
En já þetta er nokkurn vegin svona, og þetta verður bundið við þann hugbúnað sem kemur frá þeim sem skaffar myndavélakerfið. Það er semsagt server sem sér um allar upptökur og svo client á þessari vél sem streymir efninu frá servernum í clientinn.. Það er verið að athuga fyrir mig hvernig clientar frá mismunandi fyrirtækjum höndla marga skjái...

Re: Vinnustöð með 6-8 skjái

Sent: Mið 06. Júl 2011 10:05
af mind
Þá er þetta reyndar frekar miklar ágiskanir og ályktanir.

Myndi giska í versta falli sé um að ræða single threaded hugbúnað án hardware acceleration.
Ef við gefum að þú megir setja í gang fleiri en eina keyrslu af hugbúnaðinum þá ertu væntanlega best settur með quad core 2Ghz + (helst með hyper threading eða svipuðu) og minnst 512mb minni fyrir hvert feed. Samkvæmt kenningunni ættirðu að geta keyrt allt að 4x 1080p feed með því ásamt afkóðun gerða á örgjörvanum (eða skorið niður í fleiri léttari feed með lægri upplausn).
Kröfurnar af skjákortinu eru þá engar í raun nema geta birt á skjáina myndirnar.

Ef þú getur ekki keyrt fleiri en eina keyrslu af hugbúnaðinum og hann er ekki multi-threaded þá ertu eflaust í vondum málum. En framleiðandinn af hugbúnaðinum ætti nú að hafa hugsað fyrir því